fbpx Siglt um Adríahaf | Vita

Siglt um Adríahaf

Feneyjar, Króatía, Svartfallaland, Ítalía og Grikkland

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Ítalía, Króatía,Svartfjalaland og Grikkland. Siglt frá Feneyjum.

Celebrity Infinity
13. -20. júní
Fararstjóri Kristinn R Ólafsson

Veróna og Feneyjar, Ítalíu – Split, Króatíu – Kotor, Svartfallaland – Korfú, Grikklandi – Napoli og Róm, Ítalíu.

Stutt ferðalýsing
Þann 10 júní ef flogið í miðdegisflugi til Frankfurt og eftir stutt stopp er haldið áfram til Veróna með Lufthansa flugfélaginu, áætluð lending í Veróna er kl.  22:20. Ekið beint á hótel í Best Western Firenze og gist þar þrjár nætur. 13. Júní er síðan ekið sem leið liggur til Feneyja og farið í skoðunarferð um Feneyjar áður en haldið er í skip. Fyrsta nóttin í Celebrity Infinity er við höfnina í Feneyjum. 14. september er siglt af stað suður Adríahafið og fyrsti  viðkomustaður er Split í Króatíu og síðan Kotor í Svartfjallalandi og Korfú í Grikklandi eftir það  er einn dagur á siglingu, þegar siglt er suður fyrir Ítalíu og til Napólí og þaðan til Rómar þar sem gist er í  þrjár nætur og borgin skoðuð. Flogið heim frá Róm  23. Júní með millilendingu í Frankfurt.
 


celebrity_infinity.jpg

Celebrity Infinity  er í svokölluðum „Millenium" flokki hjá Celebrity Cruises, sem er næsthæsti klassi skipafélagsins. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika.
Celebrity Infinity fór í sína jómfrúarferð árið 2001 og var allt tekið í gegn árið 2011. Skipið er 91.000 lestir tæplega 300 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega. Aquaspa er heilsulind með nuddpottum, gufu, sauna, persneskum garði og sólarium með glerþaki. Ótal sérfræðingar bjóða ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir gegn gjaldi.

Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er til reiðu allan sólarhringinn.

Á efsta þilfarinu er skokkbrautin, þar sem hægt er að ganga eða hlaupa hringinn um skipið. Unaðslegur hitabeltisgarður er í útsýnisturninum. "The Conservatory" og á sólarþilfarinu er sundlaug, sólbekkir og barir.
Kvöldverður eru borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem heitir Olympic og er á tveimur hæðum. Við sérstök tækifæri er gaman að bóka borð á Qsine veitingastaðnum, þar sem gestir velja sér matseðilinn með Ipad.
Barir eru um allt skip og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í flottu 4ra hæða leikhúsi. Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Milennium ógleymanlega.

Flugáætlun:

FLUGNR. DAGS BROTTFÖR KL. ÁFANFGASTAÐUR LENDING
LH 857 10. júní Keflavík 14:15 Frankfurt 19:50
LH9510 10. júní Frankfurt 21:10 Veróna 22:20
LH 237 23. júní Róm 18:15 Frankfurt 20:10
LH 868 23. júní Frankfurt 21:50 Keflavík 23:30

Siglingaleið:

Dagur Höfn Koma  Brottför
13. júní Feneyjar, Ítalíu    
14. júní Feneyjar, Ítalíu   17:00
15. júní Split, Króatíu 09:00 18:00
16. júní Kotor, Svartfjallalandi  08:00 17:00
17. júní Korfú, Grikklandi 09:00 18:00 
18. júní Á siglingu    
19. júní Napolí, Ítalíu 07:00 18:00
20. júní Róm ( Civitavecchia ) Ítalíu 05:15  

verona_piazze_erbe_2.jpg

Ferðatilhögun

Fimmtudagur 10. júní.  Keflavík – Feneyjar
Flogið í rétt eftir hádegi kl.  14:15 til Frankfurt og eftir stutt stopp er haldið áfram til Veróna með Luftansa áætluð lending í Veróna er kl. 22:20. Ekið beint á hótel Best Western Firenze í Veróna þar sem gist er í þrjár nætur.
 


verona_river_adige-for-web.jpg

Veróna
Verónaborg, ein fegursta borgin á Ítalíu, stendur í miðju Venetohéraði í norðausturhluta landsins. Velmegun og blómstrandi mannlíf hefur einkennt borgina nánast frá upphafi og gerir enn, eins og sést á flottu kaffihúsunum og verslunum sem standa í röðum við steinilögð stræti gamla bæjarins. Borgin er vinsæll áfangastaður fyrir dagsferðir frá bæjum og borgum í kring en einnig til helgardvalar eða lengri tíma. Í borginni er margt að skoða, allt frá svölunum, þar sem Júlía stóð og hlustaði á ástarjátningar Rómeós, til rómverskra minja. Staðsetningin veldur því að Veróna hentar einstaklega vel þeim sem hafa áhuga á að skoða þennan hluta landsins, almenningssamgöngur eru góðar og þægilegt skjótast þaðan til áhugaverðra staða á borð við Gardavatn, Vicenza, Padova eða jafnvel Feneyja.

Veróna er ein elsta borg Ítalíu og þar eru minjar frá tímum Rómaveldis hvert sem auga er litið. Þar á meðal er hið stórkostlega hringleikahús Arena þar sem hlýða má á óperur yfir sumartímann. Gamli bærinn er sjarmerandi og það er auðvelt að gleyma sér á rölti um þröngar steinilagðar göturnar með glæsibyggingar á báðar hendur. Söfn og kirkjur borgarinnar geyma leynda listmuni og það er ógleymanlegt að tylla sér á tröppurnar í rústum rómverska hringleikahússins handan árinnar og njóta undurfagurs útsýnisins. 


verona_from_above.jpg

Föstudagur 11. júní. Veróna
Eftir morgunverð er farið í hálfs dags skoðunarferð um borgina, seinni partur dagsins er frjáls.
Skoðunarferð um Veróna upplifum við ómótstæðilega töfra ítalskrar miðaldaborgar sem var kölluð „Urbs Nobilissima“ á tímum Rómverja og er á heimsminjaskrá UNESCO.  Nútími og arfleifð hins forna lifa hér góðu lífi hlið við hlið; á Ítalíu hafa þessar andstæður einhvern veginn sitt skipulag. Andrúm borgarinnar, margslungið mannlíf, menning og saga lætur engan ósnortinn.
Við byrjum á stuttri ökuferð um bæinn þar sem stiklað er á stóru í sögu hans og bent á frægar byggingar. Upp á Leónardó-hæð stígum við út og njótum frábærs útsýnis yfir borgina og ána Adige. Síðan er ekið niður í miðbæ aftur og þar hefst róleg gönguferð. Við heimsækjum strax frægustu byggingu Veróna, rómverska hringleikahúsið eða Arenuna, sem nú er fyrst og fremst þekkt fyrir óperurnar sem þar eru fluttar undir berum himni á sumrin. Að heimsókn lokinni röltum við eftir Mazzini-göngugötunni - líflegustu götu bæjarins með búðir á báðar hendur – og beint að húsi Júlíu. Þar rifjum við upp ódauðlega ástarsögu hennar og Rómeós í kringum aldamótin 1300. Við göngum því næst áfram í nokkrar mínútur og komum þá inn á grænmetis- og ávaxtatorgið  Piazza delle Erbe þar sem hjarta bæjarins slær. Þaðan er steinsnar yfir á stjórnsýslutorgið Piazza dei Signori sem kalla mætti heila borgarinnar. Minnismerkjum, turnum og höllum við þessi torg verða gerð góð skil. Á stjórnsýslutorginu lýkur formlegri gönguferð en þeir sem vilja geta haldið áfram með fararstjóra í nokkrar mínútur framhjá húsi Rómeos að Dómkirkju Veróna. Þekktasta listaverk hennar er „Himnaför Meyjarinnar“ eftir endurreisnarmálarann fræga Tizianó. Örstutt er síðan að gömlu rómversku brúnni, Ponte pietra. 


verona_piazze_erbe.jpg

Laugardagur 12. júní. Veróna
Frjáls dagur í Veróna


feneyjar_shutter_2.jpg

Sunnudagur 13. júní. Veróna – Feneyjar
Ákvörðunarstaðurinn er Feneyjar, hin fagra fljótandi borg með fornar hallir og skrauthýsi stórveldis sem var. Feneyjar er einstök borg í þessum heimi og perla í listrænum skilningi sem allir ættu að sjá a.m.k. einu sinni á ævinni. Hún var reist á 118 litlum eyjum og ótal síki og skurðir eru umferðaræðar hennar. Stofnendur Feneyja voru fiskimenn, bændur og búalið frá norðurströnd Adríahafsins sem flýðu árásargjarnar flökkuþjóðir að norðan sem réðust niður á Pósléttu eftir fall Rómaveldis og eirðu engu.
Við ökum sem leið liggur yfir grösuga Pósléttuna austanverða og erum komin til Feneyja eftir u.þ.b. 1 klst. og 45 mínútur. Á leiðinni segir fararstjóri frá því helsta í sögu Feneyja sem varð á gullöld sinni frá 15. til 17. aldar glæsilegasta verslunarveldi í heimi og mesta vörubirgðastöð Evrópu. Við stígum um borð í „Feneyjastrætó“ sem flytur okkur á 25-30 mínútum vatnaleiðina að Markúsartorgi. Þar blasir við augum máske alfallegasta gotneska bygging sem til er, Hertogahöllin úr grábleikum marmara, aðsetur hins veraldlega valds og í dag stórkostlegt safn málverka endurreisnartímans. Við endan á Markúsartorginu sem á sér engan líka nokkurs staðar í veröldinni stendur Markúsarkirkjan, aðsetur hins andlega valds og ævintýrahöll í býsantískum stíl sem virðist hafa verið töfruð út úr „Þúsund og einni nótt.“ Við göngum inn í þetta Guðshús sem er gullfallegt að innan í þess orðs fyllstu merkingu og frægasta bygging Feneyja. Kirkjan var reist á 9. öld til að hýsa helga dóma Markúsar guðspjallamanns, endurbyggð á 11. öld með miklum glæsibrag og skreytt fögrum mósaíkmyndum, - auk þess að geyma m.a. hestana víðförlu sem fluttir voru til borgarinnar eftir fjórðu krossferð 1204. Við göngum síðan eftir aðalverslunargötu Feneyja niður að Rialtobrúnni, elstu og þekktustu brúnni yfir Stórasíki, Canal Grande. Þar í grennd er tilvalið að fá sér hádegisverð en eftir mat er frjáls tími fram eftir degi. Þeir sem vilja geta heimsótt Hertogahöllina, litið inn á glerblástursverkstæði - eða farið í rómantíska siglingu á gondól.
Eftir skoðunarferðina er tékkað inn í Celebrity Infinity og um kvöldið er þriggja rétta dýrinds kvöldverður.  Kvöldið og nóttin er við bryggju í Feneyjum.


celebrity_infinity_1507x989.jpg

Mánudagur 14. júní. Feneyjar – Celebrity Infinity
Þar sem Celebrity Infinity liggur við bryggju til kl. 17.00 er hægt að fara frá borði í land ef löngun er fyrir því að skoða sig meira um í Feneyjum eða njóta þess sem skipið bíður upp á.
 


Feneyjar_venice_italy_sérferð_sigling 046f.jpg

Feneyjar
Feneyjar eru einstakt listrænt afrek, reist á 118 litlum eyjum og virðist fljóta á risastóru lóninu, og ótal síki og skurðir eru umferðaræðar hennar. Stofnendur Feneyja fyrir meira en 1.000 árum voru sæfarar og rómverskir flóttamenn og enn slær þar hjarta ítalskrar menningar auk þess sem borgin er pílagrímastaður þeirra sem eru helteknir af rómantík. Það er magnað að anda að sér líflegu andrúmsloftinu á Markúsartorgi og reika um hina heillandi sali Hertogahallarinnar – og enginn má missa af Brú andvarpanna (Ponte dei sospiri).

Líklega er Markúsardómkirkjan frægasta bygging í Feneyjum. Hún var reist á 9. öld til að hýsa jarðneskar leifar Markúsar guðspjallamanns og endurbyggð á 11. öld með miklum glæsibrag. Að innan er hún þakin fögrum mósaíkmyndum auk þess að geyma höggmyndir, helgimyndir og hestana frægu sem fluttir voru þangað eftir fjórðu krossferðina árið 1204.


split_kroatia_2.jpg

Þriðjudagur 15. júní. Split, Króatíu
Split er fallegur bær í Dalmatíuströnd Króatíu og státar af fallegum ströndum og líflegum miðbæ.
Bærinn er þekktastur fyrir hinar miklu hallarrústir í miðbænum sem, hallir Diocletians, sem var reist af samnefndum rómverskum keisara á 4. öld. Þar bjuggu þúsundir til forna og má sjá leifar 200 bygginga,
Innan hvítu steinveggjanna og undir höllunum eru dómkirkjur og fjölmargir verslanir, barir, kaffihús, hótel og veitingastaðir.
 


bay_of_kotor_perast_roofs.jpg

Miðvikudagur 16. júní. Kotor, Svartfjallaland
Svartfjallaland á sér einstæða sögu, auðuga menningararfleifð og ægifagra náttúru. Í þorpinu Njegusi, sem kúrir í fallegum dal í Lovcen-þjóðgarði, getur að líta byggingar í hefðbundnum svartfellskum stíl. Í Cetinje, sem eitt sinn var höfuðstaður Svartfjallalands, er Safn Nikola konungs sem geymir urmul áhugaverðra sýningargripa. Bærinn Budva er ein elsta byggð á Balkanskaga, með skemmtilegum, þröngum götum og gömlum múrum frá 15. öld.
 


miðjarðarhaf_sigling_corfu_Grikkland

Fimmtudagur 17. júní. Korfú, Grikklandi
Njóttu fegurðar grísku eyjunnar Korfu sem er þekkt fyrir gróðursæld enda prýða hana 3 milljónir ólífutrjáa og endalausar blómabreiður. Þorpin á eyjunni eru heillandi, byggð í stílnum sem er svo einkennandi fyrir Adríahafið. Hér er allt í bland; gamlar krár, nútímaleg kaffihús, býsanskar kirkjur, diskótek og verslanir auk gamla bæjarins sem liggur á milli tveggja kastalavirkja.
 


celebrity_infinity_skip_2.jpg

Föstudagur 18. júní. Á siglingu
Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið. 
 


napoli_italy_9.jpg

Laugardagur 19. júní. Napolí, Ítalíu  
Napolí er fræg hafnarborg og er þriðja stærsta borgin á Ítalíu.  Í miðborginni má sjá gamlan arkitektúr, þar á meðal 13. aldar virki Castel Nuovo, Piazza della Borsa og Piazza Plebiscito.  Borgin hefur að geyma margar mjög fallegar byggingar, bæði frá tímum Grikkja og Rómverja og er þétt byggð og litrík.  Napolí er þekkt fyrir einstaka matarmenningu sem spannar þá helst pizzur, pasta, sjávarfang og einstaklega gott kaffi.  Frá Napolí sést bæði eyjan Capri og eldfjallið fræga Vesúvíus en það tekur innan við eina klukkustund að aka að hinni fornu borg Pompeii sem fór undir ösku úr fjallinu árið 79 fyrir Krist.
 


rom_almennt_solarlag.jpg

Sunnudagur 20. júní. Civitavecchia – Róm, Ítalíu
Eftir morgunverð er farið úr skipinu bíður rútan og ekið er inn til Rómar og farið beint í skoðunarferð áður en hægt er að tékka inn á hótelið.  Hálfs dags ferð að skoða Kólosseum og Forum Romanum. Ekið er að voldugasta hringleikhúsi heims, Kólosseum. Það er í senn tákn borgarinnar en einnig þess tíma þegar þrælar og kristnir menn þurftu að berjast fyrir lífi sínu meðan æstur múgurinn hrópaði á meira blóð. Bygging Kólosseum hófst rúmlega 70 e. kr. en talið er að féð til byggingarinnar hafi komið úr ránsfeng úr musteri gyðinga í Jerúsalem. Þegar mannvirkið er skoðað undrast maður tækni og listfengi Rómverja fyrir tvö þúsund árum. Frá Kólosseum er gengið út á gamla rómverska torgið, Forum Romanum, þar sem fornminjarnar eru skoðaðar, en þetta er eitt stærsta fornleifasafn heims og allt utanhúss. Þaðan er gengið upp á Kapitolhæð þar sem m.a. ráðhús Rómar stendur í dag. Ekið til baka á hótelið og tékkað inn. Hótelið er La Griffe og þar er gist síðustu þrjár næturnar.
 


rome_italy_5.jpg

Róm
Rómarborg hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgarinnar í gegnum aldirnar. Engin borg stenst samanburð við Róm þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Hér er Péturskirkjan, Vatíkanið, Sixtínska kapellan með stórkostlegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Rómartorgið eða Foro Romano, Kólósseum, Panþeon og Navónutorg. Hér skópu frægustu meistarar endurreisnarinnar og barrokktímans sín fegurstu verk sem gera borgina að risavöxnu listasafni. Róm er líka borg hinna glæsilegu gosbrunna og er Trevíbrunnurinn líklega þekktastur eftir að Fellini notaði hann í atriði í mynd sinni Hið ljúfa líf, La Dolce Vita. Róm er líka ein af háborgum tískunnar og engir eru Ítölum fremri þegar kemur að hönnun og tísku. Það er gaman að versla í Róm, hvort sem er í verslunum heimsfrægra hönnuða, eða í freistandi sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á hinum líflega flóamarkaði, Porta Portese.


celebrity_constellation_rome_vatican_st_peters_basilica_2.jpg

Mánudagur 21. júní. Róm
Eftir morgunverð er farið í hálfs dags skoðunarferð.
Skoðunarferð: Vatikanið, Sixtínska Kapellan og Péturskirkjan.
Við hefjum ferðina á því að skoða Vatíkansafnið sem hýsir stórkostlegustu verk klassíska tímans og endurreisnarinnar. Úr Vatíkansafninu er gengið í Sixtínsku kapelluna þar sem margrómuð verk endurreisnarinnar prýða veggina. Stórkostlegastar af þeim öllum eru loftmynd Michelangelos af sköpun heimsins og mynd hans af dómsdegi á gaflinum fyrir ofan altari páfa. Að skoða þessi verk er vart með orðum lýst. Þaðan er gengið í eina stærstu og fegurstu kirkju kristninnar, Péturskirkjuna, sem er helgasta kirkjan í kaþólskum sið og reist yfir gröf Péturs postula. Förum síðan með rútunni að torginu Piazza Navona, en þar er upplagt að borða hádegisverð. Eftir það er frjáls tími til að njóta miðborgarinnar og allir fara heim á hótel þegar þeim hentar.


rom_almennt_1.jpg

Þriðjudagur 22. júní. Róm
Frjáls dagur í Rómarborg.


rome_italy_steps_spanish.jpg

Miðvikudagur 23. júní. Róm – Keflavík. Heimferð  
Eftir hádegið er ekið út á flugvöll og flogið heim á leið. Áætlað flug frá Róm er kl. 08:15 og flogið til Frankfurt eftir stutt stopp er flogið áfram heim til Íslands og áætlað að lenda kl. 23:30 í Keflavík

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar Upplýsingar

 • Verð og Innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef VRN

  8 klst

  Hádegisflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun