Singapore, Víetnam, Manila og Malasía

Ævintýraleg sigling

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband

Myndagallerí

Sigling í Asiu, Vietnam og Filippseyjar

Celebrity Millennium   
10. – 27. nóvember 2017
Fararstjóri:  Gunnhildur Gunnarsdóttir

Singapore – Ho Chi Minh (Phu MY) og Hue/Danang (Chan May), Vietnam – Hong Kong, Kína – Manila og Boracay, Filippseyjum – Kota Kinabalu, Malasíu – Singapore.

Flogið með British Airways til London þar sem skipt er um vél og flogið áfram til Singapore. Í Singapore er gist eina nótt áður en farið er í skemmtiferðaskipið " Celebrity Millennium" sem liggur við bryggju og siglir af stað síðdegis næsta dag. Eftir að lagt er úr höfn í Singapore er einn dagur á siglingu áður en komið er til Ho Shi Minh og síðan til Hue/Danang í Vietnam, með einum degi á siglingu á milli. Næsti viðkomustaður er Hong Kong í Kína og síðan er siglt áleiðis til Filippseyja. Komið er við í Manila og síðan í Boracay á Filippseyjum og eftir einn dag á sjó er Kota Kinabalu í Malasíu áður en farið er aftur til Singapore. Celebrity Millennium liggur eina nótt við bryggju í Singapore áður en farið er frá borði og haldið heim á leið.


celebrity_millenium_kvold.jpg

 

Celebrity Millennium
Celebrity Millennium er í svokölluðum „Millenium" flokki hjá Celebrity Cruises, sem er næsthæsti klassi skipafélagsins. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika.
Celebrity Millennium fór í sína jómfrúarferð árið 2000 og allt tekið í gegn árið 2012. Skipið er 91.000 lestir tæplega 300 metrar og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega. Aquaspa er heilsulind með nuddpottum, gufu, sauna, persnenskum garði og sólarium með glerþaki. Ótal sérfræðingar bjóða ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir gegn gjaldi.
Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn.
Á efsta þilfarinu er skokkbrautin, þar sem hægt er að ganga eða hlaupa hringinn um skipið. Unaðslegur hitabeltisgarður er í útsýnisturninum. "The Conservatory" og á sólarþilfarinu er sundlaug, sólbekkir og barir.
Kvöldverður eru borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem heitir Metropolitan og er á tveimur hæðum. Við sérstök tækifæri er gaman að bóka borð á Qsine veitingastaðnum, þar sem gestir velja sér matseðilinn með Ipad.
Barir eru um allt skip og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í flottu 4ra hæða leikhúsi. Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Milennium ógleymanlega.


celebrity_millennium2.jpg

 

Flugáætlun

Flugnúmer Dags Brottför Kl. Áfangastaður Kl.
BA 801 10.nóvember Keflavík 15:15 London, Heathrow 18:25
BA 015 10.nóvember London,Heathrow 21:45 Singapore 18:30+1
BA 012 26. nóvember Singapore 23:15 London, Heathrow 05:15+1
BA 800 27. nóvember London,Heathrow 10:20 Keflavík 13:40 

Siglingaleið

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
12.nóvember Singapore   18:00
13.nóvember Á siglingu    
14.nóvember Ho Chi Minh (Phu My), Víetnam 07:00 20:00
15.nóvember Á siglingu    
16.nóvember Hue/Danang (Chan May), Víetnam 07:00 18:00
17.nóvember Á siglingu    
18.nóvember Hong Kong, Kína 07:00 17:00
19.nóvember Á siglingu    
20.nóvember Manila, Filippseyjum 08:00 17:00
21.nóvember Boracay,Filippseyjum 08:00 18:00
22.nóvember Á siglingu    
23.nóvember Kota Kinabalu,Malasíu 07:00 15:00
24.nóvember  Á siglingu    
25.nóvember Singapore 14:00  
26.nóvember Singapore    

Ferðatilhögun 

Föstudagur 10.nóvember,  - Keflavík - Singapore
Flogið til London með Brittish Airways og síðan áfram til Singapore, lending í Singapore er kl. 18:30, 11. nóvember og ekið beint á hótel Jen Orchardgateway þar sem gist er eina nótt áður en farið er í skip.  


dreamstime_l_30735451.jpg

 

Laugardagur 11. nóvember – Singapore
Komið er á hótel um kvöldmatarleitið og kvöldið tekið rólegt eftir ferðalagið.

Singapore er lítið land nánartiltekið lítil eyja í Suðaustur-Asíu þar sem yfir 5 milljónir manns búa. Fjögur opinber tungumál eru töluð þ.e. enska, kínverska, malay og tamíl. Flestir íbúar eru búddisma trúar en einnig tíðkast líka kristintrú, Islam og hindúatrú. Eftir að landið fékk sjálfstæði hafa breytingarnar orðið gríðarlegar. Á aðeins 150 árum hefur heimsborgin Singapore orðið ein mesta hafnarviðskiptaborg heims og þekkt fyrir umskipanir. Borgin er leiðandi á ýmsum sviðum til að mynda er hún ein af fjórum leiðandi borgum heims á sviði fjármála, næst stærsta borg í heimi þegar kemur að spilavítum og fjárhættuspilum og ein af þremur stærstu borgum hvað varðar olíuhreinsun. Þetta gerir landið að einu ríkasta landi heims.
Veðurfarið er einstaklega gott og hlýtt allt árið um kring en þó rignir yfirleitt daglega en aldrei meira en klukkutíma í einu. Maturinn er mjög bragðgóður, mikið er um tískuvöruverslanir og háklassa merki. Hægt er að sigla á Singapore River og kynnast menningu „litla" Indlands, skoða Chinatown (Kínahverfið) og Geylang. Því næst að kanna Mangrove skóg, Pasir Ris Park og sjá Merlion sem er þekktasta tákn Singapore.
Að koma til Singapore er eins og að stíga inn í heim þar sem bænakall keppir við hringiðu kapítalisma, þar sem gamalmenni spila Mah-jongg  á götum úti og hvítklæddir leikmenn slá boltann á vel hirtum Cricket velli. Fjölbreyttur lífsstíll, menning og trúarbrögð þrífst þarna innan ramma vel skipulagðs samfélags. Singapore er tandurhrein nútímaborg með grænum svæðum og þarna búa um 4,6 milljónir manna, þar á meðal margir útlendingar. Á suðurhluta eyjarinnar er Singapore borg, með háreistum skrifstofubyggingum og hafnarsvæði. Af heildar landsvæði Singapore er meira en helmingur byggður, en annað samanstendur af görðum, ræktuðu  landi, plantekrum, mýrarsvæðum og skógi. Vel malbikaðir vegir tengja alla hluta eyjarinnar og Singapore borgin hefur framúrskarandi almenningssamgöngur.


dreamstime_l_37993187.jpg

 

Sunnudagur 12. nóvember Singapore – Celebrity Millennium
Eftir morgunverð er farið  í skoðunarferð borgina áður en haldið er í skip. Skýjakljúfar borgarinnar eru magnaðir og við ökum m.a. framhjá Þinghúsinu, Krikket klúbbnum, Hæstarétti og Ráðhúsi borgarinnar.  Einnig farið í Kínahverfið og „Litla Indland“ en í þessum gömlu borgarhverfum hefur karakter og arkitekúr haldist óbreyttur í áranna rás.
Heimsækjum eitt elsta og merkasta Hokkien musterið í Singapúr „Thian Hock Keng“ hofið.
Frjáls tími fyrir hádegismat og rölt um göngugöturnar með gler hvelfingungunni á Clarke Quay.
Eftir þetta stopp er farið í Merlion Park og farið uppá útsýnispallinn  við Marina Bay hótelið til að dást að útsýni yfir borgina. Þessi staður er þekktasta kennileiti borgarinnar. Komið er í skip rétt eftir hádegi en Celebrity Millennium leggur frá bryggju kl. 18:00


celebrity_millennium1.jpg

 

Mánudagur 13. nóvember – á siglingu
Fyrsti dagur á siglingu og kjörið tækifæri til að skoða skipið og kynnast lystistemdum þess á meðan stefnan er tekin til Vietnam.


Celebrity Infinity, Infinity, celebrity, sigling, skemmtiferðaskip, cruise, cruiseship

 

Víetnam
Ægifagurt og heillandi land sem er nánast ósnortið af hefðbundinni hópferðamennsku. Hanoi í norðri er höfuðborg landsins og iðar af mannlífi og í suðri er Saigon í suðri, stærsta borg landsins og oft kölluð perla Austursins. Frá norðri til suðurs er Víetnam land óþrjótandi hrísgrjónaakra, prýtt einstakri náttúru, ævintýralegum frumskógum óspilltum, ægifögrum ströndum og fallegum flóum.


hue_vietnam_1.jpg

 

Þriðjudagur 14. nóvember - Ho Chi Minh (Phu My), Víetnam
Ho Chi Minh borg hét áður Saigon. Stórborg með fjölskrúðugu mannlífi og mikilli umferð. Víða má sjá kirkjur og reisulegar byggingar frá nýlendutíma Frakka. Matarmenning, verslun og næturlíf er hreint framúrskarandi.
Á mörgum stöðum eru minnismerki sem minna á stríðið í Víetnam gegn Bandaríkjunum. Eitt magnaðasta stríðsminjasafnið er í Saigon og Cu Chi-göngin fyrir utan borgina eru ótrúlegt mannvirki. 


ho chi minh_Vietnam_sigling_Hanoi_hochiminh_square.jpg

 

Miðvikudagur 15. nóvember – á siglingu
Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið. 


celebrity_eclipse_1.jpg

 

Fimmtudagur 16. nóvember  – Hue/Danang(Chan May), Vietnam
Nguyen-keisaraættin setti þessa fyrrverandi höfuðborg landsins á stofn á 17. öld á bökkum Ilmvatnsár. Í dag er borgin eins og tröllaukið útisafn með musterum, pagóðum, höllum og grafhýsum. Þar er upplagt að skoða keisarakastalann, taka sér síðan ferð með báti eftir ánni og sjá grafhýsi keisaranna og Thien Mu-pagóðuna.


hue_vietnam_8.jpg

 

Föstudagur 17. nóvember – á siglingu
Enn ein lúxusdagur á siglingu og um að gera að  fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist áður en komið er til Hong Kong


celebrity_par.jpg

 

Laugardagur 18. nóvember – Hong Kong

Hong Kong. 
Borgin Hong Kong stendur á lítilli eyju við suðurströnd Kína og er eitt þéttbýlasta svæði jarðar með sjö milljónir íbúa. Borgin var áður bresk nýlenda en Kínverjar fengu yfirráð yfir henni 1997. Hún hefur þó yfirráð yfir eigin málefnum að utanríkis- og varnarmálum undanskildum. Þar er margt að sjá eins og Happy Valley-veðreiðabrautin og jafnvel þótt fólk hafi ekki minnsta áhuga á veðreiðum gefur heimsókn á skeiðvöllinn fágæta innsýn í menningu Hong Kong.
Stjörnuferjan tengir miðborg Hong Kong við Kowloon-skaga með mörgum ferðum á dag og af ferjunni er magnað að virða fyrir sér útlínur hinnar háreistu borgar þar sem þær ber við himin – og svo kostar ferðin nánast ekki neitt! Ekki er loku fyrir það skotið að sjáist djúnka eða tvær – hin sérkennilegu flatbotna kínversku seglskip. Á Viktoríutindi, 550 m háu fjalli á eynni, búa auðmenn borgarinnar. Hægt er að taka togbrautarvagn upp á topp og njóta frábærs útsýnis – en sú ferð er ekki fyrir lofthrædda!
Hong Kong er annað af tveimur sérstaklega stjórnuðum svæðum í Kína (special administrative regions/SARs), hitt svæðið er Macau. Hong Kong er staðsett á suðurströnd Kína og markast af Pearl River Delta og Suður-Kínahafi. Hong Kong er þekkt fyrir glæsilega skýjakljúfa og náttúrulega höfn. Landsvæðið sem er aðeins um 1.104 km2 með íbúafjölda um sjö milljónir gerir Hong Kong að einu þéttbýlasta svæði jarðarinnar.
Hong Kong varð bresk nýlenda eftir fyrsta ópíum stríðið (1839–1842). Nýlendan takmarkaðist upphaflega af Hong Kong eyju, en við nýlenduna bættist síðan Kowloon árið 1860 og síðan svokölluð New Territories árið 1898. Meðan á Kyrrahafsstríðinu stóð hertóku Japanir svæðið en Bretar náðu aftur yfirráðum eftir lok heimstyrjaldarinnar og héldu því til 1997, þegar Kína tók við svæðinu. Allt hefur þetta haft áhrif á menningu á svæðinu sem oft er lýst sem "Austrið mætir vestrinu".
Hong Kong eyja og Kowloon eru aðskilin með Victoria höfninni. Á Hong Kong eyju nær miðborgin aðeins nokkra kílómetra til suðurs þar til fjöllin rísa upp. Borgin nær svo nokkra kílómetra norður til Kowloon.


Hong Kong_kína_asia_sigling__dreamstime.jpg

 

Sunnudagur 19. nóvember – á siglingu
Upplagt að slaka og njóta þjónustunnar um borð á leið til Bangkok


celebrity_constellation7.jpg

 

Mánudagur 20. nóvember – Manila, Filippseyjum
Maníla, höfuðborg og helsti þéttbýliskjarni þeirra 7.000 eyja sem saman mynda Filippseyjar, er oft kölluð perla Austurlanda. Það er ævintýri líkast að rölta eftir þröngum strætum Quiapo og Kínahverfisins þar sem ægir saman gullsmiðum, grasalæknum, tehúsum og búðum sem selja tunglkökur, reykelsi, pappírspeninga til að brenna til að minnsta hinna látnu og alls kyns glingur og fágæta muni úr smiðju heimamanna. Skoðið elsta hverfi borgarinnar, Intramuros, sem stendur á tanga við Manílaflóann. Múslimar voru fyrstir til að setjast þar að en Spánverjar byggðu utan um það virkismúra og gerðu að útvarðarstöð nýlenduveldis síns. Nútímalegasta hverfið er Makati sem iðar af lífi og fjöri og þar er svo sannarlega hægt að eta, drekka – og versla – af hjartans lyst. Hér er auðvelt að láta hrífast með stemningunni sem fylgir heimamönnum sem koma hingað til að vinna, slaka á og skemmta sér. Endið daginn á því að njóta sólsetursins yfir Manílaflóa á vel völdum stað.   


quiapo-manila-philippines.jpg

 

Þriðjudagur 21. nóvember – Boracay, Filippseyjum
Boracay er agnarsmá eyja norðvestur af Panay og skartar fegurstu ströndum Filippseyjaklasans. Ómótstæðileg blanda af hvítum ströndum, sólskini og skemmtun gerir eyjuna einstaka, en hótel, veitingastaðir og verslanir eru á víð og dreif meðfram strandlengjunni. Hér geturðu lagt leið þína á Hvítu ströndina vinsælu á vesturströndinni. Þeir ævintýragjarnari velja kannski frekar Bulabog á vesturströndinni, þar sem náttúran er villtari og vindurinn hvassari, og skella sér á brimbretti. Þeir sem þrá friðsæld og ró ættu hins vegar að leggja leið sína til Puka-strandar á norðurhluta eyjunnar.


boracay.jpg

 

 

Miðvikudagur 22. nóvember – á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir nú til Malasíu. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið.


celebrity_constellation_sigling_bar

 

Fimmtudagur 23. nóvember – Kota Kinabalu, Malasíu
Borgin Kota Kinabalu, oft einfaldlega kölluð KK, býr yfir mikilli náttúrufegurð, glæsilegum görðum, fyrsta flokks verslunarhverfum og stórkostlegri byggingarlist. Sjávarsíðan með friðsælum ströndum og hitabeltisregnskógurinn í útjaðrinum gera borgina að einum vinsælasta áfangastað Malasíu.


kota_kinabalu.jpg

 

Föstudagur 24. nóvember – á siglingu

Síðasta dagsins er notið á skipinu áður en lagst er við bryggju í Singapore. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.


celebrity_constellation8.jpg

 

Laugardagur 25. nóvember – Singapore  
Celebrity Millennium leggst við bryggju kl. 14:00. Dagurin er frjáls hvort sem farið er í land eða verið á skipinu.


singapore5.jpg

 

Sunnudagur 26. nóvember – Singapore – heimferð
Eftir morgunverð er tékkað út af skipinu og farið í ferð um Singapore. Farið er um alla helstu staði í Singapore.
Ferðin endar á flugvelli. Flugið er kl.23:15 og er flogið til London og þaðan síðan til Keflavíkur.


singapore1.jpg

 
Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél SIN

  16 klst,.

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði