Singapúr og Bali á eigin vegum

Ævintýri í Asíu - allt árið um kring

Upplýsingar um ferð: 

Ferðir á eigin vegum til Singapúr og Bali. Umboðsskrifstofur VITA á báðum stöðum eru farþegum innan handar á meðan á dvöl stendur. Ferðirnar bókast á skrifstofu Vita í Skógarhlíð eða símleiðis í 570 4444.

Hafðu samband

Myndagallerí

Singapúr og á Bali - Ævintýraferðir á eigin vegum.

Ferðir á eigin vegum með þjónustu og aðstoð erlendra ferðaskrifstofa.

Valið stendur um 3 mismunandi ferðir:

3 nætur í Singapúr og 7 nætur á Bali
3 nætur í Singapúr og 10 nætur á Bali
3 nætur í Singapúr og 12 nætur á Bali 

Í öllum ferðunum er einnifalin ein skoðunarferð í Singapúr og 3 skoðunarferðir á Bali, nema þegar dvalið er í 12 nætur á Bali eru 5 skoðunarferðir innifaldar. Sjá nánar í kaflanum um skoðunarferðir,

Flugið þarf að bóka jafnóðum fyrir hvern og einn og fer heildarverð pakkans eftir því hvað flugið kostar.

Dæmi um flug:
Flogið með Icelandair til London, Frankfurt eða annarrar borgar í Evrópu og áfram til Singapúr.
Flogið frá Singapúr til Denpasar á Bali.
Í ferðalok er flogið til Íslands með millilendingu í London, Frankfurt (eða annarri borg í Evrópu) og áfram með Icelandair til Íslands.

Singapúr 
Singapúr er lítið land nánartiltekið lítil eyja í Suðaustur-Asíu þar sem yfir 5 milljónir manns búa. Fjögur opinber tungumál eru töluð þ.e. enska, kínverska, malay og tamíl. Flestir íbúar eru búddisma trúar en einnig tíðkast líka kristintrú, Islam og hindúatrú. Eftir að landið fékk sjálfstæði hafa breytingarnar orðið gríðarlegar. Á aðeins 150 árum hefur heimsborgin Singapúr orðið ein mesta hafnarviðskiptaborg heims og þekkt fyrir umskipanir. Borgin er leiðandi á ýmsum sviðum til að mynda er hún ein af fjórum leiðandi borgum heims á sviði fjármála, næst stærsta borg í heimi þegar kemur að spilavítum og fjárhættuspilum og ein af þremur stærstu borgum hvað varðar olíuhreinsun. Þetta gerir landið að einu ríkasta landi heims.

Veðurfarið er einstaklega gott og hlýtt allt árið um kring en þó rignir yfirleitt daglega en aldrei meira en klukkutíma í einu. Maturinn er mjög bragðgóður, mikið er um tískuvöruverslanir og háklassa merki. Hægt er að sigla á Singapúr River og kynnast menningu „litla" Indlands, skoða Chinatown (Kínahverfið) og Geylang. Því næst að kanna Mangrove skóg, Pasir Ris Park og sjá Merlion sem er þekktasta tákn Singapúr.

Að koma til Singapúr er eins og að stíga inn í heim þar sem bænakall keppir við hringiðu kapítalisma, þar sem gamalmenni spila Mah-jongg á götum úti og hvítklæddir leikmenn slá boltann á vel hirtum Cricket velli. Fjölbreyttur lífsstíll, menning og trúarbrögð þrífst þarna innan ramma vel skipulagðs samfélags. Singapúr er tandurhrein nútímaborg með grænum svæðum og þarna búa um 4,6 milljónir manna, þar á meðal margir útlendingar. Á suðurhluta eyjarinnar er Singapúr borg, með háreistum skrifstofubyggingum og hafnarsvæði. Af heildar landsvæði Singapúr er meira en helmingur byggður, en annað samanstendur af görðum, ræktuðu  landi, plantekrum, mýrarsvæðum og skógi. Vel malbikaðir vegir tengja alla hluta eyjarinnar og Singapúr borgin hefur framúrskarandi almenningssamgöngukerfi.


jen_orchardgateway_singapur_13.jpg

 

Paradísareyjan Balí
Fáir staðir á jörðinni bera titilinn paradís á jörð með jafnmiklum sóma og Eyja guðanna, Balí. Ægifagrar strandir og kóralrif til að kafa við, stórbrotin náttúrufegurð hvert sem litið er, litríkar trúarathafnir, mikilfengleg musteri, handverk og listir bíða þeirra sem sækja eyjuna heim. Það sem gerir Balí enn meira töfrandi er dulúðugt og seiðmagnað andrúmsloftið sem ríkir á eyjunni, töfrandi menningarheimur þar sem guðir og galdrar eru í hávegum hafðir, og gestrisni og lífsgleði heimamanna snertir við öllum þeim sem sækja hana heim. 

Balí býður upp á ævintýri fyrir alla, því að það eitt er ævintýri út af fyrir sig að liggja í gylltum sandinum og leyfa þreytunni að líða burt við undirleik öldugjálfursins. En öðruvísi ævintýri bíða þeirra sem hætta sér út í volgan sjóinn og kafa innan um kóralrif, litskrúðugar sjávarverur og skipsflök eða leika sér á brimbretti. Á þurru landi er hægt að svala ævintýraþránni við að klífa eldfjöll, leika landkönnuð innan um fjölskrúðugan hitabeltisgróðurinn og skoða musteri, hof og hella eða heilsa upp á leðurblökur og ófeimna apaketti. Í þorpum og bæjum er margt að skoða og í Ubud, sem kalla mætti menningarmiðstöð eyjarinnar, er hægt að sjá seiðmagnaðar danssýningar, skella sér á námskeið í batíklitun og silfursmíði eða næra líkama og sál í jóga. 

Nusa Dua ströndin er einn vinsælasti sumarleyfisbærinn á eyjunni. Bærinn var byggður upp með klassa ferðaþjónustu í fyrirrúmi. Úrval hótela,18 holu golfvöllur, flott verslunarmiðstöð og fjöldi veitingastaða er viðbót við hinar dásamlegu strendur eyjunnar. Nafnið Nusa Dua er dregið af tveimur litlum eyjum í austri. Þrátt fyrir að vera þróaður ferðamannastaður er margt sem minnir á upprunann, musteri, söfn o.fl. Staðurinn þykir dásamlegur fyrir brúðkaupsferðir og önnur tímamót eins og afmæli – eða bara fyrir alla sem langar að láta drauminn rætast og fara til Bali.


grand_aston_bali_2_10.jpg

 

Ferðatilhögun:

Dagur 1
Enskumælandi leiðsögumarður tekur á móti farþegum á flugvellinum í Singapúr og fylgir á hótel.

Dagur 2 – Skoðunarferð um Singapúr
Kynnist ríkri menningu, lifnaðarháttum og sögu fjölþjóðaborgarinnar Singapúr.
Fyrsti viðkomustaður ferðarinnar er Litla-Indland þar sem indverskar hefðir eru í heiðri hafðar og litríkt og lifandi hjarta indverska samfélagsins í Singapúr slær. 
Þá liggur leiðin að lóninu þar sem Singapúr-fljót rennur til sjávar. Þar stendur einkennistákn borgarinnar, hafljónið Merlion sem er hálft ljón og hálfur fiskur og á að minna á að upprunalega var borgin aðeins lítið fiskveiðiþorp. Merlion-garðurinn með stórborgarháhýsin í bakgrunni er tilkomumikil sjón. 
Frá Merlion er ekið fram hjá fjármálahverfinu og inn í Kínahverfið. Meirihluti íbúanna er kínverskur að uppruna, hér settust þeir fyrst að og þess sjást augljós merki jafnt í menningu sem mannlífi. Eitt er það sem stingur þó í stúf, í hverfinu miðju stendur merkilegt nokk eitt elsta og fegursta hindúamusteri borgarinnar. 
Síðasti viðkomustaður ferðarinnar er Grasagarðurinn, græna hjartað í borginni. Friðsæld og ró einkennir þennan elsta garð borgarinnar sem er heilir 52 hektarar að stærð og er á heimsminjaskrá UNESCO. Innan garðsins er annar garður, Orkídeugarðurinn, þar sem undurfagrar orkídeur í öllum regnbogans litum gleðja augað.
Þessi skoðunarferð er innifalin og enskumælandi leiðsögumaður sækir farþega á hótel kl. 9:00.
Ferðin tekur um 4 klst.

Dagur 3 – Frjáls dagur í Singapúr
Frjáls dagur og tilvalið að ganga um Orchard Road í miðbænum þar sem verslanir og verslunarmiðstöðvar eru í röðum.  Þeir sem ekki hafa áhuga á að versla geta t.d. farið einn hring í Singapúr Flyer, sem er risastórt Parísarhjól sem veitir útsýni yfir borgina og út á sundið milli Singapúr og Indónesíu, en um það fer öll skipaumferði til Asíu eða heimsótt Gardens by the Bay. 

Dagur 4 – Farið til Bali
Enskumælandi leiðsögumarður sækir farþega á hótel og fylgir á flugvöllinn.
Flogið til Denpasar á Bali

Komið til Bali
Enskumælandi leiðsögumarður tekur á móti farþegum á flugvellinum í Denpasar og fylgir á hótel.

Frálsir dagar á Bali og eru ákveðnar skoðunarferðir eru innifaldar.
Ferðirnar eru með enskumælandi leiðsögumanni og bókast í gestamóttöku hótelsins á Bali.
Sjá nánar í kaflanum um skoðunarferðir


bali_dans.jpg

 

Brottför frá Bali
Enskumælandi leiðsögumarður sækir farþegar á hótel og fer með á flugöllinn.

Allan tímann á Bali er innifalin þjónusta umboðsskrifstofu VITA í Desnpasar.

Sjá nánari ferðalýsingu
Upplýsingar um ferð: 

Ferðir á eigin vegum til Singapúr og Bali. Umboðsskrifstofur VITA á báðum stöðum eru farþegum innan handar á meðan á dvöl stendur. Ferðirnar bókast á skrifstofu Vita í Skógarhlíð eða símleiðis í 570 4444.

Hafðu samband
  • Veðrið

  • Gjaldmiðill

    rp

    Rupiah

    Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði