Skrautgarður Frakklands

Hjólaferð í Loire dalnum

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Spennandi hjólaferð í fallegu umhverfi

30. mai- 7. júní 2019
Fararstjóri: Brynjar Karlsson

Ferðatilhögun

Dagur 1

Morgunflug með Icelandair til Parísar og lent um kl 13.00 á Charles de Gaulle  flugvelli. Þar bíður okkar rúta sem að flytur okkur til Tours. Þegar að fólk hefur komið sér fyrir þá er upplagt að byrja á að ná í hjólin í leiguna eða að setja saman hjólin sem að fólk hefur flutt með sér. Í framhaldi af því munum við rölta saman í 1-2 tíma undir leiðsögn um bæinn. Við endum í gamla bænum og fólk kemur sér sjálft aftur á hótelið.


loire_tours_france.jpg

Dagur 2

Við tökum daginn hæfilega snemma og förum (lest eða rútu, ræðst af fjölda og fleiru) til Langeais og hjólum þaðan til hallarinnar Azay-le-Rideau, þar sem að við stöldrum við og dáumst að því hvernig höllin speglast í vatnsfletinu. Þaðan er haldið sem leið liggur til baka til Tours en komið í við í Villandry þar sem þeir sem vilja geta skoðað höllina og heimsfræga skrautgarðana við höllina. Komum heim þreytt og sæl að loknum degi fullum af súrefni og fegurð. Hjólavegalengd um 40 km.

Dagur 3

 Farið upp með ánni til Amboise í byrjun dags og borgin og höllin þar skoðuð. Hjólað til Chenonceaux. Þessi höll er sérstök fyrir margra hluta sakir þ.á.m. er ballsalurinn sem er á brú yfir ána sérstaklega eftirminnilegur. Komið við í Vouvray á bakaleiðinni og smakkað á freyðivínunum. Um 50 km dagleið.


chenonceaux-hjol

Dagur 4

 Frjáls dagur í Tours. Fyrir þá sem ekki láta sér nægja að rölta um og njóta borgarinnar þá er hægt að skipuleggja ferð örlítið upp eftir ánni til að skoða minjar um klaustrið sem að Heilagur Marteinn af Tours stofnaði þar árið 372.

Dagur 5

 Við leggjum upp frá Blois þar sem að við skoðum okkur um og hjólum svo af stað þar til að við komum til Châmbord. Þessi höll er ein sú stærsta og mikilfenglegasta í Frakklandi. Hjólum svo í rólegheitunum eins og leið liggur til Orléans þar sem farangurinn býður okkar á hótelinu. Þessi dagur er lengsti hjóladagurinn eða um 63 km.


loire_chambord_chateau_frakkland.jpg

Dagur 6

 Við hvílumst eftir átök dagsins áður og skoðum borgina og helstu kennileyti í léttri hjólaferð um borgina.


orleans- hjol

Dagur 7

Tökum hring útfrá Orléans og skoðum hallirnar í Meung og Beaugency og kíkjum í  vínsmökkun á leiðinni heim.


Orleans- hjol

Dagur 8

Rúta flytur okkur á Charles De Gaulle og við fljúgum heim með Icelandair klukkan 17:40.

Ferðaáætlunin hér að ofan er einungis áætlun. Breytingar geta orðið vegna veðurs og annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna og einnig ef að tækifæri birtast til að gera ferðina betri og skemmtilegri.


icelandair_dsc2723.jpg

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef íkon mynd af flugvél CDG

    3:20

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun