fbpx Spánn, Ítalía og Mónakó | Vita

Spánn, Ítalía og Mónakó

Celebrity EDGE

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Ítalía, Spánn og Mónakó

Celebrity EDGE 
8. - 22.október 2019
Fararstjóri  Laufey Jóhannsdóttir 

Róm og Napolí, Ítalíu – Palma og Barcelóna, Spáni – Monte Carlo, Mónakó – Santa Margherita, Flórens (La Spezia) og Róm Ítalíu.

Fundur og afhending ferðagagna hjá VITA, Skógarhlíð 12,
24.september kl. 17:30.
Bílastæði neðan við húsið og gengið inn á end hússins, gegnt Valsheimilinu.

 

Stutt ferðalýsing
Flogið er til Rómar með millilendingu í London. Dvalið í Róm í 3 nætur og farnar skoðunarferðir í Péturskirkjuna, Vatikansafnið, Kólosseum og um Forum Romanum. Fyrsti áfangastaðurinn er Napolí og er einn dagur á siglingu áður en komið er til hinnar fallegu borgar Palma á Mallorca. Áfram siglt til Barcelona þar sem Celebrity EDGE liggur við festar í eina nótt og tækifæri gefst til að fara í ferðir eða eyða dögunum í góðu yfirlæti við Römbluna. Eftir einn dag á siglingu komum við til Monte Carlo, eyðum degi þar og síðan komið til Santa Margherita sem er við Genoa flóann. Síðasti áfangastaður ferðarinnar er ítalska borgin La Spezia og þaðan er hægt að fara í dagsferð til Flórens. Að lokum er siglt er til baka til Rómar þar sem við yfirgefum skipið, en dveljum einn dag í nágrenni borgarinnar áður efn flogið er heim í með millilendingu í London eins og á útleið.

celebrity_facebook_annonse_1200x630_edge_skip.jpg         

Celebrity EDGE
Celebrity Edge er nýjasta farþegaskip Celebrity Cruises, það fyrsta í nýjum Edge-flokki skipafélagsins. Það fór í jómfrúarferð sína í árslok 2018.
Þetta nýja skip breytir því hvernig við ímyndum okkur siglingar með farþegaskipum, meðal annars með nýju úrvali klefa sem standa gestum til boða.
Með Celebrity Edge eru mörkuð tímamót í því hvernig við nálgumst skipahönnun. Hvert einasta skref við hönnunina, frá fyrstu skissum upp í sýndarveruleika, var unnið í þrívídd. Hönnunin á skipinu er í algjörum sérklassa og á það bæði við um tveggja hæða klefana með sundlaugum á Edge-farrýminu þar sem útsýnið er ótakmarkað, og Töfrateppið (Magic Carpet) sem líkt og hangir utan á skipinu. Gestum býðst með þessu áður óþekkt upplifun af nálægðinni við hafið og viðkomustaðina og á það jafnt við um Edge-klefana með Infinite-veröndum og sundlaugaþilfarið þar sem útsýnið yfir hafið og viðkomustaðina er engu líkt.

Flugtafla

Dagsetning Flugnúmer Brottför Kl. Áfangastaður Kl. 
8. október BA 801 Keflavík 10:50 London Heathrow 14:45
8. október BA 558 London Heathrow 18:35 Róm 22:10
22. október SK 682 Róm 13:25 Kaupmannahöfn 16:00
22. október FI 213 Kaupmannahöfn 21:05 Keflavík 22:25

Siglingaleið

Dagur  Áfangastaður Koma  Brottför
11.október Róm(Civitavecchia), Ítalíu   17:00
12.október Napolí, Ítalíu 07:00 21:00
13.október Á siglingu    
14.október Palma de Mallorca, Spáni 08:00 18:00
15.október Barcelóna, Spáni 09:00  
16.október Barcelóna, Spáni   20:00
17.október Á siglingu    
18.október Monte Carlo, Mónakó 07:00 20:00
19.október Santa Margherita, Ítalíu 08:00 17:00
20.október Flórens/ Písa (LaSpezia) Ítalíu 07:00 19:00
21.október Róm (Civitavecchia) Ítalíu 05:00  

FERÐATILHÖGUN

Þriðjudagur 8. október.  Keflavík - London - Róm
Ferðin hefst með flugi British Airways til London kl. 10:50 og þaðan til Rómar. Lent kl. 22:10 og ekið á The Hive Hotel, sem er gott og vel staðsett 4ra stjörnu hótel.

rom_almennt_solarlag.jpg         
Rómarborg hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgarinnar í gegnum aldirnar. Engin borg stenst samanburð við Róm þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Hér er Péturskirkjan, Vatíkanið, Sixtínska kapellan með stórkostlegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Rómartorgið eða Foro Romano, Kólósseum, Panþeon og Navónutorg. Hér skópu frægustu meistarar endurreisnarinnar og barrokktímans sín fegurstu verk sem gera borgina að risavöxnu listasafni. Róm er líka borg hinna glæsilegu gosbrunna og er Trevíbrunnurinn líklega þekktastur eftir að Fellini notaði hann í atriði í mynd sinni Hið ljúfa líf, La Dolce Vita.  Róm er líka ein af háborgum tískunnar og engir eru Ítölum fremri þegar kemur að hönnun og tísku. Það er gaman að versla í Róm, hvort sem er í verslunum heimsfrægra hönnuða, eða í freistandi sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á hinum líflega flóamarkaði, Porta Portese.

celebrity_constellation_rome_vatican_st_peters_basilica_2.jpg         
Miðvikudagur 9. október - Róm
Morgunverður og afslöppun fyrir hádegi.
Skoðunarferð: Vatikanið, Sixtínska Kapellan og Péturskirkjan.
Við hefjum ferðina kl. 14:00 á því að skoða Vatíkansafnið sem hýsir stórkostlegustu verk klassíska tímans og endurreisnarinnar. Úr Vatíkansafninu er gengið í Sixtínsku kapelluna þar sem margrómuð verk endurreisnarinnar prýða veggina. Stórkostlegastar af þeim öllum eru loftmynd Michelangelos af sköpun heimsins og mynd hans af dómsdegi á gaflinum fyrir ofan altari páfa. Að skoða þessi verk er vart með orðum lýst. Þaðan er gengið í eina stærstu og fegurstu kirkju kristninnar, Péturskirkjuna,
sem er helgasta kirkjan í kaþólskum sið og reist yfir gröf Péturs postula. Förum síðan með rútunni að torginu Piazza Navona, en þar er upplagt að borða hádegisverð. Eftir það er frjáls tími til að njóta miðborgarinnar og allir fara heim á hótel þegar þeim hentar.

rom_almennt_1.jpg         
Fimmtudagur 10. október – Róm
Skoðunarferð: Hálfs dags ferð að skoða Kólosseum og   Forum Romanum.
Ekið er að voldugasta hringleikhúsi heims, Kólosseum. Það er í senn tákn borgarinnar en einnig þess tíma þegar þrælar og kristnir menn þurftu að berjast fyrir lífi sínu meðan æstur múgurinn hrópaði á meira blóð. Bygging Kólosseum hófst rúmlega 70 e. kr. en talið er að féð til byggingarinnar hafi komið úr ránsfeng úr musteri gyðinga í Jerúsalem. Þegar mannvirkið er skoðað undrast maður tækni og listfengi Rómverja fyrir tvö þúsund árum. Frá Kólosseum er gengið út á gamla rómverska torgið, Forum Romanum, þar sem fornminjarnar eru skoðaðar, en þetta er eitt stærsta fornleifasafn heims og allt utanhúss. Þaðan er gengið upp á Kapitolhæð þar sem m.a. ráðhús Rómar stendur í dag. Ekið til baka á hótelið, en þeir sem vilja geta verið eftir í bænum og farið heim á eigin vegum.

rom_coliseum.jpg         
Föstudagur 11. október   - Ekið frá Róm til Citiavecchia
Eftir morgunverð er tékkað útaf hótelinu og ekið til bæjarins Citiavecchia og tekur aksturinn liðlega eina klukkustund. Komum að höfninni um kl.13:00 og þar bíður skemmtiferðaskipið Celebrity EDGE okkar. Innritun fer fram við skipshlið og gengið eru um borð þar sem ljúffengur hádegisverður er til reiðu. Brottför frá hóteli kl. 11:00.

napoli_italy_9.jpg         
Laugardagur 12. október.  Napólí
Napolí er fræg hafnarborg og er þriðja stærsta borgin á Ítalíu.  Í miðborginni má sjá gamlan arkitektúr, þar á meðal 13. aldar virki Castel Nuovo, Piazza della Borsa og Piazza Plebiscito.  Borgin hefur að geyma margar mjög fallegar byggingar, bæði frá tímum Grikkja og Rómverja og er þétt byggð og litrík.  Napolí er þekkt fyrir einstaka matarmenningu sem spannar þá helst pizzur, pasta, sjávarfang og einstaklega gott kaffi. Frá Napolí sést bæði eyjan Capri og eldfjallið fræga Vesúvíus.

celebrity_edge_grand_plaza_2.jpg         
Sunnudagur 13. Október -  Siglingadagur
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.

palma mallorca_verslun_vita         
Mánudagur 14. október   - Palma, Mallorca
Palma er heillandi borg með breiðstræti, þröngur göngugötur, litlar og snotrar verslanir og verslunarmiðstöðina PORTO PI. Ýmis þekkt söfn eru í og við Palma, t.d. Castell de Bellver sem hýsir Sögusafn Mallorca. Byggingin sjálf er virki í gotneskum stíl frá upphafi 14. aldar á 112 metra hárri hæð þrjá kílómetra frá borginni. Í Museu de Mallorca gefur að líta mörg sagnfræðilega mikilvæg verk er lúta að borginni. Ekki má heldur gleyma safni með verkum eftir katalónska listamanninn Joan Miró sem bjó og starfaði í Palma frá 1956 til dauðadags 1983. Hin fagra dómkirkja, í gotneskum stíl,  gnæfir yfir borgina og þaðan er mikið og fagurt útsýni yfir höfnina, þar sem hundruð lystisnekkja liggja.

sagrada_familia_barcelona.jpg         
Þriðjudagur 15. október og miðvikudagur 16.október   - Barcelona
Barcelona er á norðaustanverðum Spáni, um 145 km sunnan landamæra Spánar og Frakklands.  Gestir þyrpast til borgarinnar frá öllum heimshornum til að njóta sérstöðu hennar, menningar og fegurðar. Þegar H.C. Andersen kom til Barcelona árið 1862 lét hann svo um mælt að borgin væri „París Spánar“. Það geta margir tekið undir. Borgin er mikils háttar menningarsetur með heillandi sögu. Þar er alls staðar að finna góða veitingastaði, sjarmerandi kaffihús, minjasöfn og merkar byggingar auk stórkostlegra dæma dæma um skreyti- og byggingarlist módernismans svo sem hann er nefndur á Spáni, þ.e. „art nouveau“ upp á frönsku og ensku eða Jungsendstíl upp á þýsku.

celebrity_edge_grand_plaza_1.jpg
Fimmtudagur 17. október  - Siglingadagur
Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.

 

france_sigling_miðjarðarhaf_villefranche174f.jpg
Föstudagur 18. október  - Monte Carlo, Mónakó
Spilavíti, skútur og stórkostlegt útsýni, glamúr og glæsilíf Miðjarðarhafsins, allt þetta sameinast í borgríkinu Mónakó. Það kemur fljótt í ljós hvort lukkan er með ykkur í liði þegar sest er að borðum í spilavítinu í Monte Carlo en ekki gleyma að virða fyrir ykkur hrífandi, skrauti hlaðinn byggingarstílinn og íburðinn í marmarasalnum. Þá er gaman að skoða kastalann sem er heimili furstafjölskyldunnar og er að hluta frá 13. öld. En það er fleira en fallegar byggingar í Mónakó því að stutt frá flottu verslununum á Princess Grace stræti er gylltur sandurinn á Larvotto-ströndinni sem bíður eftir þreyttum tám sem þrá að baða sig í sólinni.

verona_italy_torg.jpg
Laugardagur 19. október  - Santa Margeherita, Ítalíu
Santa Margherita er á miðri Ítölsku rívíerunni, um 6 kílómetra frá Portofino og gefur þeim nafntogaða bæ ekkert eftir í fegurð. Bærinn er nægilega stór til að allir geti fundið sér eitthvað skemmtilegt að gera en nær um leið að viðhalda sjarmerandi smábæjarstemmingu. Fáið ykkur göngutúr undir pálmatrjánum meðfram strandlengjunni, skoðið smábátahöfnina eða sleikið sólina við ströndina. Kaffihús, veitingastaðir, barir og verslanir standa í röðum meðfram sjónum og ekki má gleyma ísbúðunum sem selja sinn ljúffenga gelato.
Frá Santa Margherita bjóðum við upp á mikið úrval skoðunarferða. Meðal þeirra er Three Pearls of the Paradise Coast, eða Þrjár perlur Paradísarstrandarinnar, þar sem farið er til þriggja helstu lúxusdvalarstaðanna í bæjunum Santa Margherita, Portofino og Rapallo. Í ferðinni gefst einstakt tækifæri til að drekka í sig hrífandi náttúrufegurð og stórkostlegan arkitektúr Ítölsku rívíerunnar. Önnur ferð er til Cinque Terre þar sem gullfalleg þorpin liggja utan í klettunum meðfram sjónum og vínviður er ræktaður á stöllum í fjallshlíðunum. Hvað sem þið veljið að skoða með okkur er öruggt að það verður á ósvikinn og einstakan hátt.

manarola-cinque-terre.jpg
Sunnudagur 20. október  -  La Spezia, Ítalíu
Næsti áfangastaður er La Spezia í Ligurian-héraði á Ítalíu, en við hina stórbrotnu strandlengju Cinque Terre standa fimm lítil fiskiþorp sem eru hvert öðru fallegri. Húsin eru í öllum regnbogans litum og mörg þeirra eru frá því snemma á miðöldum. Monterosso reis fyrst á 7. öld þegar fólk kom þangað í leit að felustað undan villimönnum sem þá herjuðu á Ítalíuskagann. Riomaggiore var stofnað af grískum landnemum á 8. öld og seinna á miðöldum bættust við þorpin Vernazza, Corniglia og Manarola. Þorpin hanga utan í bröttum hæðum við sjóinn og á milli þeirra eru hlykkjóttir vegir, en einnig er hægt að sækja þau heim með járnbrautinni sem lögð var á 19. öld og með ferjunni sem fer eins og strætó á milli þorpanna.
Frá La Spezia er líka hægt að fara til hinnar fögru og merku Flórens. Borgin er frægust fyrir það að þar hófst ítalska endurreisnin á 14. öld. Á meðal þess sem vert er að sjá eru tilkomumikil torg og óviðjafnanlegar 15. aldar borgarútlínur sem ber við himin – heillandi og ógleymanleg reynsla fyrir alla sem koma til borgarinnar. Þessi fagra borg hefur að geyma margar stórkostlegar byggingar. Þar skal fyrsta telja Santa Croce-kirkju þar sem margir þjóðhöfðingjar Ítalíu eru grafnir. Hún var vígð á 15. öld og er eitthvert glæsilegasta dæmið um gotneska skreytilist í Flórens.

celebrity_edge_grand_plaza_3.jpg         
Mánudagur 21. október  -  Komið til hafnar í Citavecchia
Við kveðjum skipið og ökum til Rómar þar sem við gistum aftur á The Hive hótel.

Þriðjudagur 22. október  -  Heimferð.
Morgunverður á hóteli og frjáls dagur fram að brottför.
Flogið heim í með SAS og Icelandair kl. 13:25 frá Róm með millilendingu íu Kaupmannahöfn kvöldflug heim og lending í Keflavík kl. 22:25.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef FCO

  5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun