Spilakennsla - Islantilla!

Lærðu að lækka skorið!

 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  176.000 kr    og 12.500 Vildarpunktar** á mann í tvíbýli

 • Flug

Myndagallerí

Nafnið á ferðinni er fundið! Ferðin mun heita Spilakennsluferð. 

Um leið og við óskum Tryggva Þór Tryggvasyni til hamingju með slagorðið viljum við þakka þeim 220 manns sem sendu inn um 1000 tillögur af nafni ferðarinnar.  Við óskum honum góðrar ferðar. 

VITAgolf er að fara af stað með skemmtilega nýjung fyrir kylfinga næsta vor. Boðið verður upp á sérstaka ferð til Islantilla 25. mars til 1. apríl þar sem kylfingar fá markvissa leiðsögn í spilakennslu.

Við erum heppin að hafa með okkur til liðs fjóra íslandsmeistara í golfi - Sigurður Hafsteinsson (eldir kylfinga), Karen Sævarsdóttir, Ólafur Björn Loftsson og Ragnar Ólafsson sem samanlagt hafa verið í keppnisgolfi í yfir 100 ár.

Þau verða fararstjórar og munu leika með kylfingum og kenna hvernig hægt er að lækka skorið með bættri ákvörðunartöku, sterku leikskipulagi og með því að spila inn á styrkleika sína.

Þessi ferð er sérsniðin fyrir kylfinga sem vilja læra keppnisgolf, læra hvenær best er að leika af varfærni og hvenær á að spila til sóknar. Kennslan hentar jafnt byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og er aðal markmið ferðarinnar að lækka skorið hvers og eins án þess að fara í miklar tæknibreytingar. 

Kennararnir munu meðal annars skoða hvernig kylfingar:

        Haga kylfuvali sínu við mismunandi aðstæður
        Stilla miðið sitt.
        Meta hvort ákveðið högg sé áhættunnar virði
        Lesa hallann á og í kringum flatir
        Forðast veikleika sína og spila inn á styrkleikana
        Koma sér úr vandræðum
        Haga rútínunni sinni 

Golfkennarar:
Sigurður Hafsteinsson fyrrverandi landsliðsmaður og fyrrverandi Íslandsmeistari eldri kylfinga
Karen Sævarsdóttir fyrrverandi landsliðskona og áttfaldur Íslandsmeistari í höggleik
Ólafur Björn Loftsson fyrrverandi landsliðsmaður og fyrrverandi Íslandsmeistari í höggleik
Ragnar Ólafsson fyrrverandi landsliðsmaður, fyrrverandi íslandsmeistari, fyrrverandi landsliðþjálfari, einvaldur og liðstjóri GSÍ.

Að sjálfsögðu verður sett upp allskonar áskoranir og golfmót í ferðinni sem allir munu hafa gaman af.
Almennt um Islantilla hér

 

Sjá nánari ferðalýsingu
 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  176.000 kr    og 12.500 Vildarpunktar** á mann í tvíbýli

 • Flug
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef -> FAO

  4,5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  -

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði