fbpx Split | Vita

Split

Ótrúleg náttúrufegurð

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Split - Menning og náttúrufegurð.  Ein fallegasta borg Evrópu!

Beint flug með Icelandair

30.sept. - 4.okt, 4 nætur

Fararstjóri: Sigrún Eiríksdóttir

Split var stofnuð af Forngrikkjum á 2. eða 3. öld fyrir Krist en síðar komu þangað Rómverjar og um 650 varð Split höfuðstaður Dalmatíu héraðs. Borgin ber sterk merki rómverska tímabilsins en ein þekktasta byggingin þar er höll rómverska keisarans Diokletíusar. Borgin var svo næstu aldir undir yfirráðum margra en Króatía er sjálfstætt ríki frá 1991 og hefur verið í Evrópusambandinu frá árinu 2013.

Split er önnur stærsta borg Króatíu með um 180 þúsund íbúa en einnig stærsta borg Króatíu við Adríahafið. Hún er rómuð fyrir fegurð og hreinleika og er af mörgum talin ein fallegasta borgin í Evrópu. Þar er að finna  mjög marga fallega rómverska minnisvarða sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara en eldri hluti borgarinnar er á heimsminjaskrá UNESCO.  Split er í senn fjölskylduvæn en býður einnig upp á fjörugt næturlíf. Hún hefur svo sannarlega upp á margt að bjóða; fallegar byggingar, söfn, veitingahús, verslanir, hönnunarvörur og fallegar baðstrendur. Bačvice er nafnið á þekktustu ströndinni í Split en hún er örstutt frá hinni rómuðu höll Diokletusar keisara.   Frá Split er auðvelt að komast í eyjahopp en í kringum Króatíu eru margar fallegar eyjar eins og t.d. eyjarnar Brac, Hvar og Vis.  

Það þarf engan að undra að Króatía hafi orðið fyrir valinu við gerð margra mynda enda fegurð landsins einstök.  Game of Thrones þættirnir voru t.d. teknir að hluta upp í Króatíu (færri vita þó að leikarinn John Malkovich er af króatískum ættum og eyðir gjarnan fríi sínu í Króatíu). Töluverð vín- og bjórframleiðsla er í Króatíu og víða boðið upp á vínsmökkun. Rakija er hinn frægi jurtalíkjör Króatíumanna og er oft drukkinn sem fordrykkur.  Mikil matarmenning er í Króatíu en hvert hérað er með sína sérstöðu í mat. Sjávarfang er mjög algengt við sjávarsíðuna en Miðjarðarhafsmatur er almennt mjög áberandi í bland við alþjóðlegan mat. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Kaffimenning er mjög sterk í Dalmatíuhéraði þar sem Split er staðsett og því mjög auðvelt að finna góð kaffihús og fá sér eins og einn “kava“ eins og Króatar kalla kaffið sitt. 

Verslanir eru á hverju strái í Split bæði miðbænum og einnig eru verslunarmiðstöðvar.

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Skoðunarferðir

 • Flogið með Icelandair

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef SPU

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  KN

  Croatian kuna

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun