Suður Karíbahaf

Norður, Mið og Suður Ameríka

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband

Myndagallerí

Suður Karíbahaf

Celebrity Reflection
2.  – 18. nóv 2018
Fararstjóri Lára Birgisdóttir

Ft. Lauderdale – Flórída, George Town – Grand Cayman, Cartagena – Kólumbíu, Colon – Panama, Puerto Limon – Kosta Ríka, Puerto Costa Maya – Mexíkó, Cozumel – Mexíkó,  Ft. Lauderdale – Flórída.

Flogið til Orlando í beinu flugi Icelandair, gist í þrjár nætur á hótel Avanti Resort í Orlando áður en ekið er til Ft. Lauderdale þar sem farið er um borð í lúxus skemmtiferðaskipið Celebrity Reflection. Siglt er suður um  Karíbahafið og eftir einn dag á siglingu er er komið til Grand Cayman. Eftir annan dag á siglingu er komið til Cartagena í Kólumbíu og þaðan til Colon í Panama og síðan til Puerto Limon á Kosta Ríka. Eftir það er haldið norður með Mið – Ameríku til  Mexico og fyrra stoppið er í Puerto Costa May og hið seinna á hinni rómuðu Cosumel, eftir það er einn dagur á siglingu áður en komið er aftur til Ft. Lauderdale. Eftir siglingu er gist í 2 nætur á The Florida hotel & Comference Center sem þekkt er sem Florida Mall hótel í Orlando fyrir heimferð.


celebrity_reflection_18.jpg

Celebrity Reflection
Celebrity Reflection  var smíðað 2012 og er nýjasta og ennig stærtsa skipið í Solstice klassanum. Skipið er 16 hæðir, 125.000 rúmlestir, um 319 metrar á lengd og með rými fyrir 3046 farþega.
Á efsta þilfari sem er það 16. Er Solstice dekkið, þar sem hægt er að njóta útsýnisins meðan legið er á sólbekk og slakað á.
Næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með miklu útsýni. 14. þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir mögluleikar á ýmsum dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl.  Á Promenade þilfarinu eru litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.
Kvöldverður eru borin fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille , sem býður ítalska rétti og lúxus steikur. Bóka þarf borð og greiða þjónustugjald á sérrétta veitingastöðum skipsins, gjaldið er frá 20 – 50 usd á mann, fer eftir stöðum.
Barir og seturstofur eru um allt skip og þegar kvölda eru glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.
Vínspesíallistar frá vínræktarhéruðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters og kenna ykkur  að þekkja göfug vín og velja það besta um borð.

Fluglisti

Flugnúmer  Dags Brottför Kl. Áfangastaður Kl. 
FI 689 2. nóvember Keflavík 17:15 Orlando int. 21:10
FI 688 18. nóvember Orlando Int. 18:00 Keflavík 06:10+1

Siglingarleið

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
5. nóvember Fort Lauderdale, Flórída    16:00
6. nóvember Á siglingu    
7. nóvember George Town, Grand Cayman 07:00 17.00
8. nóvember Á siglingu    
9. nóvember Cartagena, Kólumbíu 07:00 17:00
10. nóvember Colon, Panama 09:00 17:00
11. nóvember Puerto Limon, Kosta Ríka 07:00 18:00
12. nóvember Á siglingu    
13. nóvember Puerto Cosa Maya, Mexíkó 11:00 18:00
14. nóvember Cozumel, Mexíkó 07:00 18:00
15. nóvember Á siglingu    
16.nóvember Fort lauderdale, Flórída 07:00  

Ferðatilhögun

Föstudagur 2. nóvember, Keflavík – Orlando
Flogið er til Orlando síðdegis eða kl. 17:15 og áætluð lending kl. 21:10 á Orlando International flugvellinum. Ekið með hópinn á Avanti Resort sem er  Þar sem gist er í 3 nætur fyrir siglingu.

Laugardagur 3. og sunnudagur 4. nóvember, Orlando
Dagarnir teknir rólega á hótelinu. Avanti hótelið er staðsett á International Drive sem er falleg gata með mikið af afþreyingu og veitingastöðum. I ride strætóarnir ganga fram og til baka eftir götunni og er sniðugt að nýta sér þá því International Drive er mjög löng.


celebrity_reflection_5.jpg

Mánudagur 5. nóvember, Orlando - Fort Lauderdale
Eftir morgunverð er ekið til Ft. Lauderdale og tekur aksturinn liðlega 3 klst , upp úr hádegi er komið að Port Everglades og innritað í skip.  Upplagt að nýta sér hádegisverðarhlaðborðið áður en útsýnis er notið í útsiglingunni. Skipið leggur úr höfn kl.  16:00


celebrity_reflection_7.jpg

Þriðjudagur 6. nóvember, á siglingu
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


austur_karibahaf_3000x1800.jpg

Miðvikudagur 7. nóvember, George Town - Grand Cayman
George Town er litrík og leiftrandi borg, þar sem allir ættu að geta upplifað ævintýri við sitt hæfi, hvort sem það er með því að sleppa fram af sér beislinu í tollfrjálsum verslunum eða skella sér í snorkl, leggjast í bátsferðir eða á silkimjúkar sandstrendur, nú eða heilsa upp á viðkunnanlegar stingskötur við næsta sandrif.


celebrity_reflection_8.jpg

Fimmtudagur 8. nóvember, á siglingu
Dagur á sjó og um að gera að njóta þess að fara í heilsulindina þar sem hægt er að láta dekra við sig, eða jafnvel að taka á því í heilsuræktinni. Alltaf mikið um að vera í verslunum, vörur á tilboðum og svo er  kannski er einhver bar sem ekki hefur tekist að heimsækja.

Föstudagur 9. nóvember, Cartagena - Kólumbíu
Risavaxinn veggur og virki umlykja gömlu borgina en þau eru á heimsminjaskrá UNESCO.  Það er margt að sjá í borginni en þar er iðandi mannlíf, söfn, gallerí og skemmtileg matar- og drykkjarhefð.


sigling_panama.jpg

Laugardagur 10. nóvember, Colon - Panama
Þegar Columbus fyrst lenti á ströndum Panama árið 1502 varð hann var svo hrifinn af  hinum ótrúlega gullforða sem hann sá hjá innfæddum, að hann skrifaði í dagbók sína: "Í þessu landi Veragua sá ég meira gull á fyrstu tveimur dögum sem ég sá á fjórum árum á Hispaniola.
Borgin er önnur stærsta tollfrjálsa höfn í heimi, og hægt er að kaupa ýmislegt í Colón. Þangað er líka áhugavert að koma, fyrir þá sem hafa áhuga á skógum, vistfræði og umhverfinu almennt. Þar eru bæði  hinn mikli þjóðgarður Chagres National Park og Gamboa regskógurinn sem sem liggur innan Soberania þjóðgarðsins.

Sunnudagur 11. nóvember, Puerto Limon - Costa Ríka
Fáir staðir eru betur til þess fallnir að kynna sér mannlífið og menninguna á Kostaríka en Puerto Limon, mikilvægasta hafnarborg Kostaríka og höfuðstaður Limon-héraðs. Sögu borgarinnar má rekja allt aftur til 1502 þegar hér var aðeins lítið sjávarþorp sem Kristófer Kólumbus varpaði akkerum við í leit að nýjum löndum. Borgin Puerto LImon var ekki stofnuð sem slík fyrr en 1870 þegar útflutningur á banönum og kornvörum út um allan heim var í miklum blóma. Upp á síðkastið er borgin þekktari fyrir útflutning á kasjúhnetunum gómsætu. Þetta er ein af elstu borgum Kostaríka og því upplögð til að kynnast litríku mannlífinu og óspilltri náttúrufegurðinni í Limon-héraði.


celebrity_reflection_4.jpg

Mánudagur 12. nóvember, á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir nú til Mexico. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 4ra rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið.


mexico_fishing.jpg

Þriðjudagur 13. nóvember, Puerto Costa Maya – Mexico
Costa Maya er við Karíbahafsströnd Mexíkó. Banco Chinchorro kóralrifið er rétt undan ströndinni og þar er stórkostlegt að kafa og snorkla. Þeir sem hafa áhuga á sögunni njóta þess án vafa að skoða fornar Maya-rústir í Cacchoben og Kohunlich, en hinir sem hafa ekki nokkurn áhuga á neinu ævafornu þurfa ekki að hafa áhyggjur því að hér er líka hægt að stunda búðaráp af bestu gerð. Verslunarmiðstöðin er nýopnuð og þar er séð fyrir öllu því að hægt er að kæla sig niður með því að fá sér sundsprett eða setjast við bar úti í miðri saltvatnslaug


mexico_2.jpg

Miðvikudagur 14. nóvember, Cozumel – Mexico.
Cozumel er litrík og heillandi eyja, sannkallaður gimsteinn í yndislegu loftslagi Mexíkóflóa. Eyjan er rétt fyrir utan Yucatán skagann og einkenni hennar eru himinblár sjórinn og kóralrif.  Paradís þeirra sem kanna lífríki sjávarins, en Cozumel er nafntoguð fyrir þá sem vilja kafa við fullkomnar aðstæður. Um miðbik eyjunnar eru rústir frá tímum Maya sem eru þess virði að heimsækja. Farþegar fá heilan dag á þessum yndislega stað. 


mexico_1.jpg

Fimmtudagur 15. nóvember, á siglingu
Síðasta dagsins er notið á skipinu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.


web-florida-hotel-pool-view.jpg

Föstudagur 16. nóvember, Ft. Lauderdale – Orlando
Eldsnemma að morgni leggst Celebrity Reflection að bryggju í Ft.Lauferdale. Eftir morgunverð er farið í land og bíður rúta eftir hópnum og er ekið til Orlando, tekur aksturinn um 3 klst. Tékkað inn á Florida Hotel & Conference Center þar sem gist er síðustu 2 næturnar í ferðinni.


Florida Hotel_3.jpg

Laugardagur 17. nóvember, Orlando
Dagsins notið í Orlando. Florida Hoterl & Conference Center er sambyggt Florida mall, þar sem er innangengt í um 160 verslanir sem í mallinu eru. Í hótelinu er einnig ágætis sundlaugargarður þar sem hægt að njóta góða veðursins, svo ekki sé talað um alla þá fjölmörgu skemmtigarða sem eru í Orlando.


orlando_florida.jpg

Sunnudagur 18. nóvember, Orlando – Keflavík.
Flogið frá Orlando flugvellinum kl. 18:00 og lending í Keflavík að morgni 8. Nóvember kl. 06:10

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél MCO

  8

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun