Tavira í Portúgal

Gist í miðbænum og stutt í skemmtilegt golf!

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

NÝTT! Hinn heillandi bærTavira og Benamor golfvöllurinn stutt frá er mjög skemmtileg nýjung hjá VITAgolf. Bærinn býður upp á svo marga möguleika varðandi mat, menningu og sögu. Benamor golfvöllurinn er stuttur, fallegur og bráðskemmtilegur sem hentar öllum kylfingum og þó sérstaklega byrjendum og kylfingum með háa forgjöf.

Tavira er lítill bær við landamæri Portúgals og Spánar. Frá Faro flugvelli tekur aðeins um 40 mínútur að keyra. Sjá kort. 
Í þessum fallega bæ búa um 20.000 manns en áin Gilao skiptir bænum í tvennt. Landslagið í kringum Tavira er einstaklega fallegt með litlu fallegu Ilha eyjuna rétt fyrir utan með sínar ljósu baðstrendur. Það er fátt eins heillandi eins og að sitja á aðal torginu í Tavira i ljósaskiptunum og fylgjast með mannlifinu og fuglunum. 

18 holu Benamora golfvöllurinn er örstutt frá hótelinu eða u,þ.b. 7 mínútur í bíl. Benamora er bráðskemmtiegur golfvöllur í fallegu umhverfi sem Sir Henry Cotton hannaði,
Klúbbhúsið og andrúmslofið er einstaklega notalegt. 

Gist er á Maria Nova Lounge hótelinu sem er allt nýuppgert og fínt. 

Þessar ferðir eru kjörnar fyrir fólk sem vill spila 18 holur á dag með golfbíl á léttum og skemmtilegum golvelli og njóta bæjarlífsins og allt sem það hefur uppá að bjóða á kvöldin.

Rástímar eru bókaðir fyrir okkar hópa á milli kl. 09:00 og 10:00 daglega með örfáum undantekningum þegar mót eru haldin á vellinum.
31. mars eigum við rástíma frá  12:40.
7. apríl eigum við rástima frá     13:12
13. apríl eigum við rástíma frá   13:04

Skortkortið af Benamor sýnir að völlurinn er stuttur og allir eiga möguelika á fullt af pörum og fuglum!


skorkort_benamor.png

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél FAO

  4,5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  EUR

  Euro

  Gengi

 • Golf

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði