fbpx Tenerife - Moggaklúbbur | Vita

Tenerife - Moggaklúbbur

7. des, 11 nætur

Coral Compostela Beach Golf★★★Fyrir 2

07. desember, 11 nætur.

129.900

Á mann m.v. 2 í íbúð með 1 svefnherbergi á Coral Compostela Beach Golf

Parque Cristobal★★★ -Fyrir 2-

07. desember, 11 nætur.

139.900

Á mann m.v. 2 í smáhýsi með 1 svefnherbergi á Parque Cristobal.

Tigotan★★★★Fyrir 2

07. desember, 11 nætur.

159.900

Á mann m.v. 2 í herbergi með hálfu fæði á Tigotan. 

Myndagallerí

Njóttu veðurblíðunnar á Tenerife

Skemmtilegur ferðamannastaður með fallegum ströndum og líflegu umhverfi. Úrval af afþreyingu er á svæðinu. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 
Sól og veðursæld allt árið um kring. Við helstu stendurnar er hægt að finna úrval af veitingastöðum, spennandi verslanir, kaffihús og bar. 

Tenerife býður uppá fjölbreytta afþreyingu fyrir unga sem aldna og hér að neðan eru nokkrir staðir sem hægt er að leggja leið sína til.  


tenerife_almennt_1.jpg

Loro Parque:

Frábær dýragaður þar sem hægt er að sjá dýrin leika listir sínar eins og höfrunga, sæljón, páfagauka og fl.  Mörgæsanýlendan í Loro Parque er stórfengleg og gaman er að sjá górillur, tígrisdýr, skjaldbökur, hákarla og önnur dýr þar.

El Teide:

Er hæsti tindur Spánar sem er 3.718 metrar. Enginn sem kemur til Tenerife missa af því að skoða þennan frábæra þjóðgarð. Loftslagið á svæðinu er ólíkt því sem þekkist annarsstaðar á eyjunum en það er oft kallað hitabeltisháfjalla-loftslag og þykir einstakt. Ekki gleyma að taka með ykkur peysu því að hægt er að fara með kláf upp í 3.555m hæð.   


tenerife_almennt_teide.jpg

Santa Cruz:

Er höfuðstaður Tenerife. Þangað er gaman að koma og er iðandi mannlíf við höfnina á torginu Plaza de España. Mörg söfn eru þar eins og lista- , náttúru- og mannvísindasafn, sögusafn ofl. Þar er einnig gaman að kíkja í verslunarmiðstöðvarnar og sjá hvað þær hafa upp á að bjóða.


tenerife_almennt_santa_cruz.jpg

Siam Park:

Er nýlegur og stórskemmtilegur vatns-rennibrautargarður ofan við Costa Adeje. Garðurinn býður upp á fjölbreyttar sundlaugar og rennibrautir af öllum stærðum og gerðum. Í garðinum eru sólbekkir og læsanlegir skápar sem hægt er að leigja. Ef veður leyfir, er opið alla daga frá kl. 10:00 til 17:00.  

GO-KART Karting club Tenerife:

Er sagður einn af bestu go-kart ökubrautargarði í Evrópu. Skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Nánari upplýsingar fást í hótelmóttöku eða hjá fararstjórum í viðtalstímum.    

Freebird One:

Er sigling sem farin er frá höfninnni í Puerto de Colón sem er við Costa Adeje. Siglt er meðfram ströndinni þar sem eru skoðaðir hvalir og höfrungar og síðan er boðið upp á mat um borð, en siglingin tekur um fjóra tíma.   

Medieval:

Er kvöldskemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem riddarar miðalda sýna listir sínar.  Burtreiðar, bardagar og dansandi hestar yfir borðhaldi.     

Subarmino:

Er Kafbátaferð sem fer á klukkutíma fresti alla daga frá höfninni í San Miguel. Ekki missa af því að komast í kynni við hið margbrotna dýralíf neðansjávar. Kafbátafyrirtækið býður uppá rútuferðir án endurgjalds nokkrum sinnum á dag. Upplýsingar í viðtalstímum hjá fararstjórum.  


tenerife_almennt_ameriska.jpg

Piramide Arone Show:

Er kvöldskemmtun þar sem þema sýningarinnar er söngur, dans og tónlist að spænskum hætti.   

Jeep Tenerife:

Er dagsferð með jeppum um eyjuna. Fyrsta viðkoma er á útsýnisstaðnum La Escalona og þaðan haldi til Vilaflor. Síðan er farið er um þjóðgarðinn Teide og stoppað er í Chío, Masca og Tamaimo.

Jeep Comera:

Þessi ferð hefst með því að farið er með ferju frá Tenerife til eyjunnar La Gomera þar sem farið er í eins dags jeppaferð með enskumælandi fararstjóra.  

LA Gomera / F.Olsen:

Er dagsferð til La Gomera þar sem farið er vítt og breytt um eyjuna. Lagt er af stað frá gististað snemma morguns og ferja tekin yfir til La Gomera. Innifalið í ferðinni er hádegisverður.  

Fararstjórar VITA veita allar nánari upplýsingar um ferðir á staðnum.

Sjá nánari ferðalýsingu

Coral Compostela Beach Golf★★★Fyrir 2

07. desember, 11 nætur.

129.900

Á mann m.v. 2 í íbúð með 1 svefnherbergi á Coral Compostela Beach Golf

Parque Cristobal★★★ -Fyrir 2-

07. desember, 11 nætur.

139.900

Á mann m.v. 2 í smáhýsi með 1 svefnherbergi á Parque Cristobal.

Tigotan★★★★Fyrir 2

07. desember, 11 nætur.

159.900

Á mann m.v. 2 í herbergi með hálfu fæði á Tigotan. 

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef TFS

  5:30

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

 • Bjórverð

  2 EUR

 • Rafmagn

  220 Volt

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun