fbpx Val Di Fiemme | Vita

Val Di Fiemme

Langar, breiðar og þægilegar brekkur

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Val di Fiemme. Langar og góðar brekkur

Skíðasvæði sem kemur skemmtilega á óvart fyrir breiðar og þægilegar brekkur. Þægilegt fyrir byrjendur, langar og góðar brekkur fyrir þá sem elska langt rennsli, notalegar skógarbrekkur og svo eru líka brattari bekkur fyrir þá huguðu. Barnagarður fyrir krakkana að ógleymdum gönguskíðabrautunum. Dalurinn er einn af þeim fallegustu í ítölsku Ölpunum, sá næsti við Val Gardena – sunnan við Dólómítana. Brekkurnar eru langar og breiðar og þykja heimamenn einstakir snillingar að hugsa vel um brekkurnar. Í fjallinu eru 30 veitingastaðir, fjallakofar og barir en sá frægasti er líklega kampavínsbarinn – sem allir verða að heimsækja.

Lyftur og svæðið

Skíðasvæðinu þjóna 45 lyftur og geta skíðaiðkendur valið um 127 brekkur, sem eru samtals 107 kílómetrar.  Allar skíðabrekkur eru með búnaði til að framleiða snjó. Í fjallinu er sérstakur barnagarður og svæðið því einkar þægilegt fyrir barnafólk. Hótel á svæðinu eru fá þannig að rými er gott í brekkuknum og biðraðir þekkjast varla.

Hótelin

VITA er með samning við hótel Shandranj sem stendur við veginn til Pampeago. Skíðarúta stoppar fyrir framan hótelið. Það tekur 7 – 10 mín að aka upp í fjall.
Næsti bær heitir Tesero og þangað er um 10 mín akstur niður dalinn og hægt að komast þangað með skíðarútunni.

Það er ekki fararstjórn í þessum ferðum en hægt er að hafa samband við fararstjóra í Selva.  

Frá bænum Cavalese er farið á skíðasvæðið Alpe-Cermis, en þangað gengur skíðarútan.
Skemmtileg tilbreyting og svo er Cavalese skemmtilegur og sjarmerandi ítalskur bær. 
Á svæðinu er einnig að finna eitt besta gönguskíðaland Ítalíu. Þar eru Heimsbikarmót haldin reglulega þar sem brautir eru frábærar en þær eru alls 150 km langar.

Ath. Allir skíðafarþegar VITA fá 20% afslátt hjá Everest ferða- og útvistaverslun ef keyptur er skíðabúnaður eða skíðafatnaður, með því að framvísa staðfestingu á skíðabókun frá VITA fyrir veturinn 2022-2023. Verslunin er staðsett í Skeifan 6, 108 Reykjavík

Lesa nánar um Val di Fiemme
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef VRN

  4 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

 • Bjórverð

  Meðalverð 4-6 EUR

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun