Valencia

Stórborg og strönd fyrir Moggaklúbbinn

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Töfrablanda - borg og sólarströnd - Moggaklúbbsferð

Beint flug með Icelandair
Fararstjóri er Kristín Arna Bragadóttir
Helgarferð 10. - 14. október

Valenciuborg, sem er höfuðborg Valenciuhéraðs á Spáni, verður vinsælli meðal ferðamanna um allan heim með degi hverjum og skal engan undra því að hún hefur yfir að búa töfrablöndunni borg og sólarströnd á sama stað. Hún er oft kölluð „Litla Barcelona“ en þrátt fyrir að Valencia sé þriðja stærsta borg Spánar þá telst hún eimmitt frekar lítil stórborg og því er auðvelt og gaman að ganga eða hjóla á milli staða og mismunandi hverfa borgarinnar.

Miðborgin

Miðborgin býr yfir mikilli sögu og geymir skemmtileg söfn sem gaman er að heimsækja, matarmarkaðurinn þar er einnig ævintýri heim að sækja og byggingin sem hýsir hann þykir einn af gimsteinum módernisma í Valenciu. Líkt og í Barcelona eru nokkur mismunandi hverfi í borginni sem að hvert hefur sitt einkenni, fína hverfið, Kínahverfið og lista- og nemahverfið með mikið af nýjum veitingastöðum, skemmtistöðum og hönnunarbúðum. Ekki má gleyma ströndinni en í ca. 10 mínútna keyrslu frá miðborginni liggur baðströndin við fallegt Miðjarðarhafið. Þar er hægt að njóta allrar þeirrar þjónustu sem helstu sólarstrendur Spánar bjóða uppá og þegar hungrið fer að segja til sín stendur valið á milli ógrynni veitingastaða við strandlínuna sem að bjóða margir hverjir uppá hina frægu spænsku Paellu en hún er eimmitt upprunnin í þessu höfuðhéraði hrísgrjóna- og appelsínuræktunar.

Túría almenningsgarðurinn

Um miðja borgina og niður að stórri höfninni hlykkjast svo það sem margir telja það allra besta við Valenciuborg en það er Túría almenningsgarðurinn. Níu kílómetrar af grænu svæði sem áður var farvegur fyrir Túría ána en eftir að hún flæddi yfir bakka sína og olli miklum skemmdum í borginni árið 1957 var ákveðið að færa farveg ánnar fram hjá borginni. Gamla árfarveginum var síðan breytt í almennningsgarð með skokk og hjólabrautir, stórt leiksvæði fyrir börnin byggt á sögunni um Gúllíver í Putalandi, gosbrunna, blómagarða, lítið tívolí ofl. Í enda garðsins, næst höfninni og ströndinni, eru byggingar sem að kallast saman: „Borg lista og vísinda“. Þetta er klasi af 6 byggingum sem að innihalda óperuhöll, vísinda- og listasöfn, stjörnuver, bíó og stærsta sædýrasafn Evrópu. Þessar byggingar voru byggðar á árunum 1996-2005 og þykja ekki bara fallegar heldur líka stórkostlegt hönnunarafrek og í dag eru þær eitt stærsta einkennismerki Valenciuborgar.

Verslun

Fyrir þá sem hafa gaman af því að versla þá býður Valencia uppá allt það besta, allt frá glingurmörkuðum til hátísku, þú finnur það hér. Í borginni eru nokkrar stórar verslunarmiðstöðvar og einnig verslunargötur með verslunarkeðjum eins og HM, Zöru, Mango, Cos, Nike, Adidas, El Corté Inglés, snyrtivöru- og raftækjaverslunum, hátísku eins og Marc Jacobs, Rolex, Hermes og Louis Vuitton. Einnig er mikið af skóverslunum og búsáhaldaverslunum.

Valencia er frábær nýr áfangastaður á Spáni sem heldur sterkt í sínar hefðir og menningu um leið og þeir bjóða framþróun og nýsköpun velkomna. Góður matur, afslappað andrúmsloft, skemmtileg menning og stórkostlegur arkitektúr einkenna þessa höfuðborg appelsínu- og hrísgrjónaræktunar á Spáni.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél FF

  5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði