fbpx Veróna | Vita

Veróna

Ein fegursta borg Ítalíu

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Verona, heimkynni Rómeó og Júlíu

Beint flug með Icelandair
Fararstjóri er Guðmundur Viðar Karlsson

Helgarferð 8. - 11. október

Verónaborg, ein fegursta borgin á Ítalíu, stendur í miðju Venetohéraði í norðausturhluta landsins. Velmegun og blómstrandi mannlíf hefur einkennt borgina nánast frá upphafi og gerir enn, eins og sést á flottu kaffihúsunum og verslunum sem standa í röðum við steinilögð stræti gamla bæjarins. Borgin er vinsæll áfangastaður fyrir dagsferðir frá bæjum og borgum í kring en einnig til helgardvalar eða lengri tíma. Í borginni er margt að skoða, allt frá svölunum, þar sem Júlía stóð og hlustaði á ástarjátningar Rómeós, til rómverskra minja. Staðsetningin veldur því að Veróna hentar einstaklega vel þeim sem hafa áhuga á að skoða þennan hluta landsins, almenningssamgöngur eru góðar og þægilegt skjótast þaðan til áhugaverðra staða á borð við Gardavatn, Vicenza, Padova eða jafnvel Feneyja.


verona_italy_folk_dekkri.jpg

Veróna er ein elsta borg Ítalíu og þar eru minjar frá tímum Rómaveldis hvert sem auga er litið. Þar á meðal er hið stórkostlega hringleikahús Arena þar sem hlýða má á óperur yfir sumartímann. Gamli bærinn er sjarmerandi og það er auðvelt að gleyma sér á rölti um þröngar steinilagðar göturnar með glæsibyggingar á báðar hendur. Söfn og kirkjur borgarinnar geyma leynda listmuni og það er ógleymanlegt að tylla sér á tröppurnar í rústum rómverska hringleikahússins handan árinnar og njóta undurfagurs útsýnisins. 

Áhugaverðir staðir

Elsti bæjarhlutinn (centro storico) er umkringdur fornum borgarmúrum og Adige-áin rennur í boga meðfram þeim. Til að komast þangað er farið fram hjá Porta Nuova hliðinu rétt hjá lestarstöðinni og bílaumferðinni fylgt eftir Corso Porta Nuova og undir Portoni della Brà, bogadregið borgarhliðið sem hefur staðið sína vakt frá fjórtándu öld. Handan þess tekur sögulegur kjarni borgarinnar við. Þegar inn fyrir borgarmúrana er komið blasir Piazza Brà við, gríðarstórt torg og Arena-hringleikahúsið við enda þess. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er til hægri á torginu, eins og greypt inn í gömlu borgarmúrana.


verona_italy.jpg

Via Mazzini

Göngugatan Via Mazzini, lögð glansandi marmara, liggur í gegnum hjarta bæjarins að Piazza Erbe, fallegasta torgi Veróna. Það er um að gera að njóta þess að þræða þröngar sjarmerandi götur gamla bæjarins og virða fyrir sér glæsilegar byggingarnar en þá getur verið kostur að hafa kort við höndina.


verona_piazze_erbe.jpg

Vekjum athygli á gistináttaskatti sem borgaryfirvöld í Verona innheimta af ferðamönnum. Þetta eru €1,5 - 3 á mann á nótt og greiðist beint til hótels við brottför. Verð er birt með fyrirvara um breytingar. 

Sjá nánar um Verona
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Matur og drykkur

 • Skoðunarferðir

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef VRN

  4

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  EUR

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun