Vesturströnd Bandaríkjanna

Siglt frá Vancouver til Los Angeles

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband

Myndagallerí

Vesturströnd Bandaríkjanna

 

Celebrity Infinity
14. – 29. september 2017

Fararstjóri: Lilja Jónsdóttir

Vancouver, Kanada – Seattle - Astoria - San Fransisco - Monterey - Santa Barbara - Los Angeles og Denver, Bandaríkjunum.

Ferðatilhögun:

Flogið er í beinu flugi með Icelandair til Vancouver síðdegis fimmtudaginn 14. september. Fyrstu 3 næturnar er gist í Vancouver og þann 17. september er siglt af stað um Kyrrahafið áleiðis til Seattle.  Næsti áfangastaður er Astoria í Oregon fylki og eftir það tekur við einn dagur á siglingu. Síðan taka við San Francisco, Monterey, Santa Barbara og lýkur siglingunni í Los Angeles. Dvalið er í tvær nætur í kvikmyndaborginni frægu, Hollywood. Ferðin endar í Colorado fylki þar sem við gistum í þrjár nætur, áður en flogið er til Íslands síðdegis miðvikudaginn 29. september í beinu flugi Icelandair. Lending í Keflavík kl. 06:35 að morgni 30. september.

Um Skipið

Celebrity Inifinity er í svokölluðum „Millenium" flokki hjá Celebrity Cruises, sem er næsthæsti klassi skipafélagsins. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika. Celebrity Infinity fór í sína jómfrúarferð árið 2001 og var allt tekið í gegn árið 2011. Skipið er 91.000 lestir tæplega 300 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega. Aquaspa er heilsulind með nuddpottum, gufu, sauna, persneskum garði og sólarium með glerþaki. Ótal sérfræðingar bjóða ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir gegn gjaldi. Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er til reiðu allan sólarhringinn. Á efsta þilfarinu er skokkbrautin, þar sem hægt er að ganga eða hlaupa hringinn um skipið. Unaðslegur hitabeltisgarður er í útsýnisturninum. "The Conservatory" og á sólarþilfarinu er sundlaug, sólbekkir og barir. Kvöldverður er borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem heitir Olympic og er á tveimur hæðum. Við sérstök tækifæri er gaman að bóka borð á Qsine veitingastaðnum, þar sem gestir velja sér matseðilinn með Ipad. Barir eru um allt skip og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í flottu 4ra hæða leikhúsi. Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Milennium ógleymanlega.


celebrity_infinity.jpg

 

Flugtafla

Flugnúmer Dags Brottför Kl. Áfángastaður Lending
FI 697 14.september Keflavík 17:15 Vancouver 17:50 
UA 544 26.september Los Angeles 10:50 Denver 14:05
FI 670 29.september Denver 17:20 Keflavík 06:35 +1

Siglingatafla

Dagur Höfn Koma  Brottför
17.september Vancouver, Kanada   16:00
18.september Sealltle, Washington fylki 07:00 16:00
19.september Astoria,Oregon 10:30 19:00
20. september Á siglingu    
21. september San Francisco, Kaliforníu 08:00 20:00
22.september Monterey, Kaliforníu 07:00 17:00
23.septrmber Santa Barbara, Kaliforníu 09:00 17:00
24.september Los Angeles, Kaliforníu 07:00  

Ferðatilhögun.

Vancouver
Borgin er rómuð fyrir náttúrufegurð og mikla menningarfjölbreytni og stendur á vesturströnd Bresku Kólumbíu. Hún er áttunda fjölmennasta borg í Kanada, með ríflega 600 þúsund íbúa. Ef grannbyggðir eru taldar með eru íbúarnir á Vancouver-svæðinu 2,3 milljónir.  Hvergi í Kanada búa fleiri þjóðarbrot saman og né tungurnar fleiri sem talaðar eru. Rúmlega helmingur borgarbúa hefur ekki ensku að móðurmáli. Götusteinsstrætin í Gastown hverfinu (gamla bænum), Litla-Ítalía og Kínahverfið ljá Vancouver einnig alþjóðlegan blæ. Í þúsundir ára bjuggu salís-indíánar á þessu svæði. Saga þeirra og menningarhefð einkenndist af djúpstæðri virðingu fyrir manninum og náttúrunni. Slíkt er ofið í menningararf borgarinnar. Þekktasti frumherji í Vancouver er e.t.v. þjóðsagnahetjan  „Gassy Jack“ Deighton en hann setti á laggirnar fyrstu krána á þessum slóðum árið 1867 í suðurströnd Burrard-víkur. Svæðið varð þekkt undir nafninu Gastown. Í grenndinni var hinn frægi almenningsgarður, Stantley Park, opnaður 1888. Hann er nefndur eftir Stanley lávarði og jarli af Derby sem var þá landstjóri í Kanada.             

 


vancouver.jpg

 

Fimmtudagur 14. september.  Keflavík Vancouver
Flogið með Icelandair kl. 17:15 til Vancouver og áætlað að lenda þar kl. 17:50 ( staðartími). Ekið að Pinnacle Vancouver Harbourfront hótelinu, þar sem gist er næstu þrjár nætur á þessu glæsilega 4ra stjörnu hóteli sem er með útsýni yfir höfnina.

Föstudagur 15. september.  Vancouver
Um morguninn fer Lilja fararstjóri með hópinn í gönguferð um miðborgina, eftir gönguna er eftirmiðdagurinn frjáls.


imgp5076_edited-2clock.jpg

 

Laugardagur 16. september.  Vancouver Island
Dagsferð að skoða þessa fallegu eyju, en Victoria stendur á suðurodda eyjunnar, sem er líklega þekktust fyrir milt loftslag og mikla útilífsiðkan íbúanna. Í reynd hefur borgin oftar en einu sinni verið tilnefnd „frískasta borg“ í Kanada. Hún er höfuðstaður í Bresku Kólumbíu og afar „ferðamannavæn“ borg.  Butchart garðurinn er einn helsti ferðamannsegullinn, auk 150 ára sögu og  veitingastaða og verslana í fremstu röð.

Sunnudagur 17. september.  Vancouver Celebrity Infinity
Ekið frá hóteli að höfninni þar sem skipið okkar Celebrity Infinity liggur við bryggju. Tékkað inn um hádegi, byrjað á því að ganga um skipið og fá sér hádegisverð. Lagt er úr höfn kl. 16:00


Celebrity Infinity, Infinity, celebrity, sigling, skemmtiferðaskip, cruise, cruiseship

 

Mánudagur 18. september.  Seattle, Washington fylki
Síðan 1980 hefur Seattle verið kölluð Smaragðsborgin - Emerald City - vegna þess hve allt er þar grænt og gróið. Íbúarnir eru um 620 þúsund. Fjölþætt þjóð- og menningarblanda einkennir borgina þar sem saman fer bandarísk og asísk menning í bland við menningu amerískra frumbyggja. Og allt með Puget-sund og Ólympsfjöll í bakgrunni. Ekki skemmir  að þar er hægt að njóta ferskasta skelfisks á þessum slóðum við Kyrrahaf og smakka á hinu góða kaffi sem Seattle er rómuð fyrir.


seattle_skyline.jpg

 

Þriðjudagur 19. september.  Astoria, Oregon
Hundruð húsa í viktorískum stíl standa í röðum í bröttum og skógivöxnum hæðum þessarar elstu landnemabyggðar í Bandaríkjunum vestan Klettafjalla. Gaman er að ganga um endurlífgaðan miðbæinn, frá þriðja áratug aldarinnar sem leið, í þessari fallegu borg við ósa Kólumbíuár. Einnig getur verið skemmtilegt að ferðast nokkra kílómetra til Fort Clatsop þar sem hermennirnir Meriwether Lewis og William Clark höfðu vetursetu í tjaldbúðum sínum 1805-1806 er þeir könnuðu og lögðu undir sig land fyrir Bandaríkin á þessum slóðum


astoria_riverfront_trolley_on_trestle_west_of_2nd_street-crop.jpg

 

Miðvikudagur 20. september.  Dagur á siglingu
Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið


celebrity_infinity.jpg

 

Fimmtudagur 21. september.  San Francisco, Kaliforníu
San Francisco er einnig þekkt fyrir samtals 42 hæðir sínar, sem eru allt að 30m háar. Þær eru gjarnan mjög brattar og eru ástæða þess að sporvagnakerfi var tekið í notkun í borginni árið 1873. Borgin er ein mikilvægasta hafnarborg vesturstrandar Bandaríkjanna, aðallega vegna mjög góðra náttúrulegra hafnaraðstæðna. Í og við flóann er að finna eyjarnar Treasure Island, Farallon Island að ógleymdri fyrrum fangaeyjunni Alcatraz, sem nú hýsir safn.


cable-car-san-francisco.jpg

 

Föstudagur 22. september.  Monterey, Kaliforníu
Monterey er tæpa 200 kílómetra sunnan við San Francisco. 30 þúsund íbúar bæjarins byggja afkomu sína að mestu á ferðaþjónustu og fiskveiðum. Monterey varð á sínum tíma rithöfundinum John Steinbeck að innblæstri í bókinni Cannery Row.  Nú á dögum státar bærinn af stærsta sjávardýrasafni í heimi þar sem m.a. má sjá sæotra og sæljó


screenshot-2014-10-30-14.09.04-large.jpg

 

Laugardagur 23. september.  Santa Barbara, Kaliforníu
Santa Barbara er oftar en ekki kölluð Ameríska Rivieran. Fallegar strendur, tignarleg fjöll og litrík menning gera Santa Barbara að vinsælum áfangastað. Á höfninni í Santa Barbara er hin heimsfræga Stearns Wharf, skemmtileg trébryggja með fjölda veitingastaða og verslana sem gaman er að ganga um. Í Nokkura mínútna akstri er Santa Ynez Valley  þar sem vínekrur og ræktaland teigja sig inn eftir dalnum. Dalurinn er einstaklega fallegur


downtown-santa-barbara.jpg

 

Sunnudagur  24. september.  Los Angeles, Kaliforniu
Los Angeles er þekktust fyrir að vera þar sem  Hollywood skiltið gnæfir yfir borgina og öll kvikmyndafyrirtækin og stúdíóin eru eins og Paramount Pictures, Universal and Warner Brothers. Hin fræga gata Hollywood Boulevard og TCL Chinese Theatre þar sem fræga fólkið hefur markað handa og fótspor sín í steipuna. Komið til Los Angeles snemma morguns. Eftir morgunverð er farið frá skipinu, stigið um borð í rútu og farið í hálfs dags ferð til Santa Monica. Ferðinni lýkur á hótel Le Montrose Suite, sem er í Hollywood. Gist í 2 nætur.


alikgriffin_santa_monica_pier_hdr_s.jpg

 

Mánudagur 25. september.  Los Angeles, Hollywood
Morgunverður á hóteli, skoðunarferð – kvöldið frjálst og gist í Hollywood.


160701133938-hollywood-walk-fame-exlarge-169.jpg

 

Þriðjudagur 26. september.  Los Angeles - Denver
Eftir morgunverð er ekið út á flugvöll og flogið til Denver í Colorado, þar sem tekið er á móti hópnum og ekið á hótel Springhill Suites Denver Downtown, sem eins og nafnið gefur til kynna er í miðborginni

Miðvikudagur 27. september.  Denver
Skoðunarferð um borgina um morgunin og síðan er seinniparturinn frjáls.


explore-denver.jpg

 

Fimmtudagur 28. september
Dagskrá í samráði við fararstjóra.

Föstudagur 29. september.  Heimferð
Frjáls dagur fram að brottför, en flogið er heim til Íslands í beinu flugi Icelandair og áætlað að lenda í Keflavík kl. 6:35 að morgni 30.september.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef íkon mynd af flugvél YVR

    8

    Eftirmiðdagsflug

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði