Vilamoura í Portúgal

Mekka golfsins í Algarve!

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Dvalið er á glæsilegu 5* hóteli.

"Ég byrjaði minn golfferða feril með Íslendinga fyrir u.þ.b. 20 árum síðan einmitt á Vilamoura svæðinu. Það eru margir íslenskir kylfingar sem eiga örugglega góðar minningar frá þessu svæði og ég er fullviss um að okkar farþegar verða eins ánægðir núna eins og þeir voru á þeim tíma. Vilamoura er einfaldlega algjört "must on the bucket list" hvers kylfings!"
Peter Salmon

Með það í huga höfum við búið til glæsilegan pakka og prógram sem okkur langar að kynna fyrir kylfingum sem vilja fara í öðruvísi golfferð. Ferðin er ólík hinum  hefðbundnu golfferðum að því leiti að við splilum ekki ótakmarkað golf og förum ekki í hlaðborð á kvöldin. Við spilum 18 holur snemma dags á 5 frábærum golfvöllum, hvílum eftir hádegi fram að kvöldmat en þá kynnumst við ótrúlegu úrvali af gæða veitingastöðum skammt frá hótelinu auk tveggja frábærra veitingastaða á hótelinu. Ef menn vilja spila golf eftir hádegi munum við að sjálfsögðu skoða þann möguelika úti. Þetta er mjög spennandi hágæða ferð á eitt vinsælasta og glæsilegasta golfsvæði í Evrópu. 

Gist verður á mjög flottu 5* hóteli, The Lake Resort sem við teljum að muni henta hópnum mjög vel. það er í u.þ.b. 4-5 mín. göngutúr frá höfninni í Vilamoura þar sem gríðarlega mikið úrval er af frábærum veitinastöðum og börum. Vilamoura er um 30 min. akstur frá Faro flugvöllur. Sjá kort.

ATH! Golfbilar kosta 40 evrur fyrir 18 holur. Rafmagnskerrur 15 evrur fyrir 18 holur og kerrur 5 evrur fyrir 18 holur. Golbílar og kerrur er ekki hægt að bóka né greiða fyrirfram. 

Á þeim tímum sem við erum að spila er framboð gott af golfbílum og kerrum og því nægilegt að ganga frá leigu áður en farið er að spila.
Greiðist og gengið frá í golfskálanum.

04. okt. Flogið með Icelandair í beinu flugi til Faro kl. 15.30, komið kl. 20.40.

05. okt. Golf spilað á Laguna golfvelli. Rástímar 09:06  

06. okt.  Golf spilað á  Pinhal. Rástímar  09:06 

07. okt. Golf spilað á Millennium. Rástímar 09:00

08. okt.  Golf spilað á  Victoria. Rástímar  09:00 

09. okt. Frjáls dagur

10. okt. Golf spilað á Old Course. Rástímar 09:00

11. okt. Golf spilað á  Laguna.  Rástímar  09:06 

12. okt. Golf spilað á Pinhal golfvelli. Rástímar 08:30 

03. okt. Golf spilað á Old Course. Rástímar  08:30

14. okt. Flug heim frá Faro er kl.19.00 og brottför frá hótelinu verður um kl. 16.20

 

verdlaun_minni.jpg

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Ummæli Vilamoura

Ferð 18.-28. Október, 2017, Vilamoura

"Ferð okkar hjónanna til Vilamoura í október var hreint út sagt frábær! Hótelið Lake Spa Resort, er mjög glæsilegt, herbergin góð og matur og þjónusta eins og best verður á kosið. Hótelið er í göngufæri við ströndina og sundlaugagarðurinn óvenju fjölbreyttur og skemmtilegur.

Það er stuttur gangur niður að höfninni þar sem er fjöldi veitingastaða og verslana. Það er óhætt að segja að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í mat og drykk! Hópurinn spilaði 5 velli sem var hver öðrum glæsilegri  og þjónusta vallarstarfsmanna og í golfskálum var til fyrirmyndar. Allt skipulag ferðarinnar og fararstjórn, sem var í höndum Peters Salmon, var í einu orði sagt frábær! Sannarlega 5 *ferð!"  Guðrún S. Eyjólfsdóttir og Snjólfur Ólafsson

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél FAO

  4

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Gengi

 • Golf

Gististaðir

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði