Vínsmökkun og léttar göngur

Vín og ganga í Umbríu og Toscana

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Vínsmökkun og léttar gönguferðir heim á vínbúgarðana

05. - 12. maí 2019

Hvernig væri að bregða sér í vínsmökkun í héröðunum Umbríu og Toskana á Ítalíu og  fara í stuttar gönguferðir heim á búgarðana og í víngerðarhúsin.Vita Sport og Göngu-Hrólfur  hafa skipulagt slíka ferð í samvinnu við Dominique Pledel hjá Vínskólanum. Í þessum héröðum eru framleidd sum af þekktustu vínum Evrópu eins og Brunello vínin. Auðvitað kynnumst við þeirri klassik ásamt ýmsum öðru spennandi og skemmtilegum vínum. Fyrsti viðkomustaður er bærinn Orivieto í Umbríu þar sem gist er eina nótt, einstakt neðanjarðarhellakerfi skoðað og bragðað á Orvieto hvítvínum DOC. Þá verður gist tvær nætur í bænum Bevanga og farið þaðan til Montefalco og á búgarðinn Caprai til að bragða á rauðu sagrantino og Montefalco DOCG víni. Þá liggur leiðin til Toscana þar sem við kynnumst Chanti vínum bæði DOC og DOCG  á búgarðinum Dieovolo, fáum hádegisverð og kynningu á Sangiovese þrúgunni og vínunum. Í bænum Bagnio Vigno í þjóðgarinum Val dOrcia þar sem gist verður næstu þrjár nætur eru heitar lindir og hægt að slaka á í heitum náttúrulegum böðum. Þaðan er haldið til Montepulsiano til að kynnast  Nobili DOCG vínum á búgarðinum hjá Tana Gata fjölskyldunni. Síðan er það konungurinn sjálfur, Brunnello Montalcino DOCG vín. Í heimsókn á Poggio Rubino búgarðinum fáum við áhugaverða fræðslu, léttan hádegisverð og brögðum á framleiðslunni. Þá er haldið áleiðs til Rómar þaðan sem flogið verður heim en á leiðinni er gist eina nótt á skemmtilegu „spa“hóteli í nágrenni við Pitigliano. Hér brögðum við á svokölluðum „Super Toscan vínum“ Sovana rautt DOC  Pitigliano hvítt DOC.

Dagur 1.  Reykjavík - Róm- Orvieto

Lagt upp frá Keflavík að morgni dags, eftir viðkomu í á Heathroflugvelli er lent í  Róm um kvöldmatarleitið og ekið um tvo tíma til Orvieto í Umbríu. Orvieto er einstök söguleg borg sem staðsetja má eitthverstaðar milli himins og jarðar. Þarna var mikilvæg miðstöð Etruska sem grófu fjölmarga hella og kjallara í mjúkt móbergið,(tuff). Í svalanum neðanjarðar þroskaðist vínið hægt og náði sérstökum eiginleikum. Í dag er einstakt völudarhús hella undir borginni. Um 1200 undirgöng, hvelfingar, brunnar, stigar, námur, grafhýsi og leynigöng. Frá mörgum höllum og glæsihúsum liggja undirgöng á örugga staði utan borgarmúranna.  Þar sem bærinn stendur á hárri óaðgengilegri klettaborg var auðvellt að stjórna þaðan allri umferð milli Flórens og Rómar. Í lok 13.aldar bjuggu um 30.000 manns í bænum, nú eru íbúarnir um 20.000. Í Orvieto eru margar áhugaverðar byggingar því bærinn var sumardvalarstaður all magra páfa frá 1154 fram á 16.öld. Gist í gamla miðbænum á hótel Il Corso. Kvöldverður á hótelinu.

Dagur 2.  Orvieto ofan jarðar og neðan

Við förum í skoðunarferð með leiðsögn um  „Orvieto underground“ og fræðumst um þetta einstaka hellakerfi, bergið, landið og jarðveginn. Eftir hádegisverð á eigin vegum  á veitingarhúsi í bænum er ekið til Decugnano dei Barbi  til að smakka Orivieto hvítvín sem þar er ræktað og framleitt.  Síðan er ekið með rútu til Bevanga þar sem gist verður næstu tvær nætur á hótel El Rancho .it Kvöldverður á hótelinu.

Dagur 3.  Bevagna, Montefalco og þrúgan Sagrantino

Í dag skoðum við bæina Bevagna og Montefalco,drekkum í okkur einstaks andrúmslofts þeirra og brögðum á vínframleiðslu úr þrúgunni sagrantino.  Við byrjum dagin í Bevanga sem á rætur að rekja til Etruska og Rómverja. Þar er mikið af rómverskum rústum og áhugaverðum kastölum. Við fáum okkur hádegisverð í bænum áður haldið er akandi til Montefalco. Þar í bæ eru fjölmargar áhugaverðar kirkjur, í þeirri  forvitnilegustu, San Francisco sem nú er fornminjasafn eru frægar freskur  með myndum úr  lífi Heilags Frans. Frá Montefalco er gengin um 4.5 km leið til Caprai  sem er einstaklega skemmtilegur og áhugaverður vínbúgarður.  Eftir að hafa skoðað ræktunina og bragðað á vínframleiðslunni (Rautt Sagrantino og Montefalco vín) er ekið til baka til  Bevagna og gist aðra nótt á hóteli El Rancho. Kvöldverður á hótelinu.

Dagur 4.  frá Umbríu til Toscana. Chanti, Dievole

Eftir um tveggja tíma akstur er komið inn í Toscanahérað austan við Siena þar heimsækjum við Dievolo  sem er mjög sérstæður staður. Eftir stutta göngu skoðum við staðinn og fáum einstaka kynningu á  víngerðarlist hefðum Chianti svæðisins og Sangiovese þrúgunum sem þar eru ræktaðar. Síðan brögðum við á afurðunum og fáum léttan hádegisverð við vínekrurnar.  Síðdegis eftir um klukkutíma akstur til suðurs erum við komin inn í hjarta Torcana. Við höldum gegnum Castelnuovo Berardeng til  Bagno Vignoni sem  stendur í hæðum í þjóðgarðinum Val d’Orcia  (2001 bjuggu þar 30 manns).  Í bænum eru heitar lindir sem voru uppgötvaðar af pílagrímum á leið til Rómar forðum. Böðin hafa þó líklega verið nýtt allt frá tímum Etruska og Rómverja og þangað hafa sótt  páfar og prelátar. Þrátt fyrir ýmis áföll og stríð hefur bærinn varðveitt miðalda ásýnd sína og arkitektúr. Þarna má fara í stutta gönguferð eða slaka á í heitum pottum, en næstu þrjár nætur er gist á hinu skemmtilega og rómatíska gistihúsi Posta Marcucci kvöldmatur á hótelinu.

 Dagur 5.  Montepulciano, Tanta Gata búgaðinum  (Nobile vín)

Vínáhugamenn  á ferð á þessum slóðum geta ekki gengið framhjá Montepulciano. Þó vínunum þar sé ekki hampað eins mikið og hinum frægu Chianti eða Brunello vínum þá eiga þau sína sérstöðu í litrófi ítalskra vína. Bærinn Montepulciano er þekktur fyrir fjölbreytta matvælaframleiðslu en þó sérstaklega vínin og margir telja að Vino Nobile sé með því besta á Ítalíu.  Bærinn stendur á um 600 metra hárri klöpp, þaðan er frábært útsýni til allra átta og glæsibyggingar sem prýða götur og torg bera þess vitni að þar hafa færustu aritektar miðalda komið að.  Eftir hádegisverð og skoðunarfeð í bænum  er farið í stutta gönguferð til Tana Gatta Eftir sögulegt yfirlit hjá Tana Gatta fjölskyldunni  fáum við að smakka á Montepulciano Nobile vínunum. Síðdegis er hægt að koma við í Pienza. Pius II páfis sem var einn af sonum bæjarins lét endurbyggja hann um 1459 og fékk til þess færustu arkitekta þess tíma, þar er nú fyrsta humaniska borgarskipulag Evrópu. Árið 1996 var bærinn settur á lista UNESCO sem menningarminjar og árið 2004 var allur Val d'Orcia dalurinn UNESCO friðaður sem menningarlandslag. Síðan haldið heim á hótel og í heitu pottana.

Dagur 6. Heimsókn til Montalcino. Brunello konungur.                                                              

 Farið með rútu til  Montalcino, sem er heimabær hinna frægu Brunello Montalcino vína, en Montalcino er einnig áhugaverður sögulegur bær.  Eins og svo margir bæir á þessum slóðum stendum hann á hæð og gnæfir yfir umhverfi sínu. Þaðan er einstakt útsýni yfir dali með silfurlita olívulundi, vínekrur og engi. Nafnið dregur bærinn af eikartrjám sem áður einkenndu þetta svæði. Á miðöldum hagnaðist Montalcino á þjónustu við pílagríma á leið til Rómar, þeirra tíma ferðaþjónsutu. Á síðustu árum hefur verið mikill efnahagslegur uppgangur í bænum og má þakka það  Brunello di Montalcino vínunum. Þau eru unnin úr sangiovese grosso þrúgunni sem vex í hlíðunum umhverfis bæinn. Árið 1960 var fjöldi framleiðenda um 11 en nýverið voru þeir um 200 sem framleiddu 330.000 kassa af Brunello vínum á ári.  Brunello vínið var það fyrsta sem fékk viðurkenninguna. Denominazione di Origine Controllata e Garantita (DOCG). Eftir skoðunarferð um bæinn göngum við um 3 kílómetra leið til Poggio Rubino, og fáum áhugaverða fræðslu um þetta sérstæða vín, léttan hádegisverð og brögðum á framleiðslunni. Síðan er ekið til baka  á hótelið.

 Dagur 7. Ekki klassískt enn „Super Super Super Tuscan“   

Við yfirgefum Val d´Orcia og ökum í um 1.30 tíma suður til Vignoni Sovana í Maremma. Eftir að hafa skoðað okkur um í Sovana og fengið okkur hádegisverð  er farið í 2.5 km göngu til Sassotondo til að bragða á framleiðslunni . Við erum komin út úr hinum klassísku og sögulegu vínhéröðum en þó á mjög áhugaverðar slóðir. Loftslagið hér er hagstætt fyrir ýmiskonar vínræktun og Super Toscan eins og vínið er kallað ætti ekki að valda vonbrigðum.  Síðan er gengin um 2.5 kílómetra leið frá Sovana til Pitogliano,þessi litli sæti bær hefur verið kallaður litla Jerúsalem vegna fjölmenns gyðingasamfélags sem þar þróaðist og blandaðist eðlileg inn í bæjarlífið. Það eru fáir gyðingar í dag en synagógan ber sögunni vitni. Eftir að hafa litast um í bænum er ekið á hótel Relais Terme di Sorano  þar sem enn er hægt að baða sig í heitum laugum.

 Dagur 8. 2. maí, Pitigliano - Rome  Reykjavík

Eftir hádegi er ekið um 2.30 tíma frá Toscana og gegnum Lazio á Fiumicino flugvöllinn í Róm  og flogið til London Heathrow og þaðan til Keflavíkur.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél FCO

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Kortasýn

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun