Yfir Atlantshafið
frá Flórída til Barcelóna
Myndagallerí
Yfir Hafið með Celebrity Edge
Frá Flórída til Barcelóna
13. april – 5. maí
Fararstjóri: Lára Birgisdóttir
Orlandó og ft. Lauderdale, Flórída – Royal Naval, Bermuda – Madeira, Portúgal – Malaga, Cartagena, Palma de Mallorca, Barcelóna, Valencia og Alicante, Spáni
Stutt Ferðalýsing
Flogið með Icelandair til Orlando í Flórída, fjórar nætur í Orlandó áður en ekið er til Ft. Lauderdale þar sem siglingin hefst. Siglt er í tvo daga áður en komið er til Bermuda eyja. Siglingin yfir hafið tekur síðan 5 daga áður en komið er til hinnar undurfögru Madeira. Þar næst er siglt inn í Miðjarðarhafið og fyrsta stopp er á Malaga og haldið áfram upp með strönd Spánar með viðkomu í Cartagena, Palma á Mallorca er næst og síðan endað í Barcelóna þar sem Celebrity Edge leggur að bryggju að morgni 1. maí. Tvær nætur í Barcelóna og síðan tvær nætur í Valencia áður en flogið er heimleiðis frá Alicante 5. maí.
Celebrity Edge
Celebrity Edge fyrsta í nýjum Edge-flokki skipafélagsins og fór í jómfrúarferð sína í árslok 2018. Þetta nýja skip hefur breytt því hvernig við ímyndum okkur siglingar með farþegaskipum, meðal annars með nýju úrvali klefa sem standa gestum til boða. Nú eru skipin orðin þrjú í þessum klassa sem nefnt er eftir fyrsta skipinu Edge. Það fjórða er væntanlegt í lok árs 2023
Með Celebrity Edge eru mörkuð tímamót í því hvernig við nálgumst skipahönnun. Hvert einasta skref við hönnunina, frá fyrstu skissum upp í sýndarveruleika, var unnið í þrívídd. Hönnunin á skipinu er í algjörum sérklassa og á það bæði við um tveggja hæða klefana með sundlaugum á Edge-farrýminu þar sem útsýnið er ótakmarkað, og Töfrateppið (Magic Carpet) sem líkt og hangir utan á skipinu. Gestum býðst með þessu áður óþekkt upplifun af nálægðinni við hafið og viðkomustaðina og á það jafnt við um Edge-klefana með Infinite-veröndum og sundlaugaþilfarið þar sem útsýnið yfir hafið og viðkomustaðina er engu líkt.
Flugtafla
Flugnúmer | Dags | Flugvöllur | Brottför | Flugvöllur | Lending |
---|---|---|---|---|---|
FI 689 | 13. april | Keflavík | 17:15 | Orlando intl. | 21:00 |
FI 585 | 5. maí | Alicante | 16:10 | Keflavík | 18:40 |
Siglingarleið
Dagur | Áfangastaður | Koma | Brottför |
---|---|---|---|
17. april | Fort Lauderdale, Flórída | 16:00 | |
18. april | Á siglingu | ||
19. april | Á siglingu | ||
20. april | Royal Naval Dockyard, Bermuda eyjar | 08:00 | 17:00 |
21. april | Á siglingu | ||
22. april | Á siglingu | ||
23. april | Á siglingu | ||
24. april | Á siglingu | ||
25. april | Á siglingu | ||
26. april | Madeira (Funchal) Portúgal | 08:00 | 17:00 |
27. april | Á siglingu | ||
28. april | Malaga, Spáni | 08:00 | 17:00 |
29. april | Cartagena, Spáni | 08:00 | 17:00 |
30. april | Palma de Mallorca, Spáni | 08:00 | 17:00 |
01. maí | Barcelóna, Spáni | 05:00 |
Ferðatilhögun
Fimmtudagur 13. apríl Brottför
Flogið er til Orlando seinni part 13. april með Icelandair eða kl 17:15 lending í Orlando er áætluð kl. 21:00 að staðartíma. Þar bíður rúta og ekið er að Florida Hotel & Conference Center þar sem gist er næstu fjórar nætur

Föstudagur 14. – sunnudags 16. apríl Orlando
Morgunverður á hótelinu og dagarnir frjálsir, gaman að skoða verslanirnar í mollinu og í næsta nágrenni. Góður sundlaugargarður með bekkjum, heitum potti, borðum og stólum og innangengt í ágætis heilsurækt. Veitingastaður og bar auk þess sem að það er lítil verslun og Starbucks. Innangengt er í mollið þar sem eru yfir 160 verslanir fyrir utan þær sem eru staðsettar fyrir utan sem eru í göngufæri.

Laugardagur 17. apríl – Orlando – Ft. Lauderdale – Celebrity Edge
Eftir morgunverð er ekið til Ft. Lauderdale sem tekur um 3 klst. gerum örstutt stopp á leiðinni. Komið að skipshlið og tékkað inn.
Gaman að ganga um skipið áður en siglt er af stað. Hádegisverður um leið og komið er í um borð og Celebrity Edge leggur frá bryggju kl. 16:00

Sunnudagur 18. og mánudagur 19. apríl - Á siglingu
Fyrstu tveir dagarnir eru á siglingu og góður tími gefst til að skoða skipið og sjá hvað í boði er. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.

Þriðjudagur 20. apríl Royal Naval Dockyard, Bermuda

Miðvikudagur 21. – þriðjudagur 25. apríl Á siglingu
þá er siglt yfir hafið í átt að Evrópu, næstu fimm dagar er um að gera að njóta þess sem í boði er á þessu glæsilega skipi. Mikið er um dýrðir á meðan á siglingunni stendur, alls kyns kynningar og námskeið í næstum því hverju sem er. Glæsilega sýningar á hverju kvöldi auk þess að flækjast á milli staða þar sem boðið er upp á uppákomur.

Miðvikudagur 26. apríl Madeira, Portúgal
Friðsæld, fallegt landslag og fjölbreyttur gróður ásamt afar mildu veðurfari, heillar og laðar til sín ferðamenn víða að. Madeira er frekar lítil portúgölsk eyja, tæplega 800 ferkílómetrar, en saga hennar er afar forvitnileg. Eyjan sjálf og nálægu eyjarnar Porto Santo og Desertas eyjar voru mikilvæg bækistöð hins mikla landkönnunar- og nýlenduveldis Portúgala fyrr á öldum og drógu að sér sæfara og drekkhlaðin kaupskip sunnan úr heimi. Þá sem nú er hér létt yfir öllu og gaman að vera. Við mætum dugmiklum og fjörugum eyjarskeggjum og fjölbreyttu mannlífi í höfuðborginni Funchal sem og í hinum fjölmörgu þorpum inni á eyjunni þar sem lífið gengur samt í allt öðrum takti og andrúmsloftið er annað.
Funchal, sem stendur við skínandi klettastrendur Atlantshafsins, er fjölskrúðug og falleg borg með um 112.000 íbúa. Yfir borginni gnæfa háir og klettóttir fjallatindar. Funchal er gömul nýlenduborg, lifandi og skemmtileg. Steinlagðar gangstéttir og þröngar götur einkenna bæinn og endurnýjuð gömul hús standa við hlið nýtísku kaffihúsa og glæstra veitingastaða. Hér eru líka fyrirtaks hótel og iðandi fjörugt og margrómað næturlíf. Borgin er nútímaborg með fágað yfirbragð.
Fimmtudagur 27. apríl Á siglingu
Dagur á sjó.

Föstudagur 28. apríl Malaga, Spáni
Það er ekki að ástæðulausu að vinsældir Malagaborgar á Costa del Sol hafa vaxið jafnmikið undanfarið meðal ferðalanga og raun ber vitni. Í áraraðir féll þessi fagra borg í skuggann af öðrum borgum í Andalúsíu, eins og Granada, Kordóva og Sevilla, en það er liðin tíð. Matargerðin jafnast á við það sem best gerist í Barcelona og menning og listir á við það sem við þekkjum í Madrid. Listmálarinn Picasso var fæddur í borginni og haft var eftir honum að þeir einir sem gætu kallað sig sanna kúbista hefðu fæðst í Malaga.

Laugardagur 29. apríl Cartagena, Spáni
Hafnarborgin Cartagena liggur á suðausturströnd Spánar, umlukin fimm hæðum sem mynda náttúrulegt hafnarstæði. Cartagena, eða Nýja-Karþagó, var höfuðvígi Karþagómanna þegar þeir réðu lögum og lofum á Spáni fyrir Krist og nefndu þeir hana því eftir höfuðborg sinni. Sagan, allt aftur til fornaldar, drýpur því af hverju strái á hafnarsvæðinu. Borgin er umlukin múrum, virkisveggir umkringja höfnina og víða má sjá rómverskar rústir.
Það er heillandi og því gott að gefa sér góðan tíma til að rölta eftir þröngum götunum sem eru svo einkennandi fyrir gamla bæjarhlutann eða slaka bara á og setjast niður á einu af kaffihúsunum, börunum eða veitingastöðunum við sjávarsíðuna.

Sunnudagur 30. apríl - Palma de Mallorca
Mallorca hefur lengi vel verið vinsælasta eyja Íslendinga í Miðjarðarhafinu. Nokkrir áhugaverðir staðir eru Playa de Palma, Palma Nova, Santa Ponsa, Sa Coma og Alcudia. Hitastigið er þægilegt, oftast á milli 25-30 stiga hiti og létt golan sem blæs frá hafi sér til þess að hitastigið er alltaf bærilegt.
Mallorca er stærsta eyjan i Balearic eyjaklasanum um 80 km frá austurströnd Spánar í Miðjarðarhafinu. Eyjan er rómuð fyrir mikla náttúrufegurð, fjölbreytilegt landslag og síðast en ekki síst breiðar og fallegar strendur sem gera eyjuna að paradís sóldýrkenda. Síðustu ár hafa sífellt fleiri ferðamenn farið í göngu- og hjólaferðir, enda landslagið og náttúran óviðjafnanleg. Ferðamennska á Mallorca hefur aukist jafnt og þétt frá 1960 og nú er svo komið að yfir 10 milljónir ferðamanna heimsækja eyjuna á ári hverju og margir þeirra koma aftur og aftur. Af þeim mörgu ferðamönnum sem reglulega heimsækja eyjuna er spænska konungs-fjölskyldan líklega þekktust en hún hefur komið sér upp dvalarstað rétt fyrir utan höfuðstað eyjunnar Palma.

Mánudagur 1. maí Barcelóna
Celebrity Edge leggst við bryggju kl. 05:00 að morgni.
Eftir morgunverð er farið frá borði og farið í skoðunarferð um borgina fram yfir hádegi sem endar á hádegisverði. Tékkað inn á hótel Catalonia Barcelona Plaza þar sem gist er í tvær nætur.

Þriðjudagur 2. maí Barcelóna
Frjáls dagur í þessari yndislegu borg. Hótelið er vel staðsett rétt við Römbluna og hægt að ganga um hana og í Gotneska hverfið þar sem gaman er að ganga um og njóta þröngra gatna og skemmtilegs mannlífs.

Miðvikudagur 3. maí Barcelóna – Valencia
Eftir morgnverð er ekið til Valencia og tékkað inn á hótel þar sem gist er í tvær síðustu næturnar í ferðinni. Hótelið er SH Valencia Palace sem er glæsilegt 4* hótel

Fimmtudagur 4. maí Valencia
Farið í ferð út úr borginni

Föstudagur 5. maí. Valancia – Alicante
Brottför frá Valencia fyrir hádegi og ekið til Alicante þaðan sem flogið er heim til Íslands
Áætluð brottför er kl. 16:10 og lendin í Keflavík kl. 18:40
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef
MCO
8
Eftirmiðdagsflug
-
Gjaldmiðill
$Dollar
Gengi