Yfir hafið með Celebrity Edge

Glænýtt glæsiskip

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Sigling yfir Atlantshafið

Celebrity Edge
25.april  - 13. maí 2019
Fararstjóri: Lilja Jónsdóttir

Orlando, USA – Kings Wharf, Bermudaeyjum - Ponta Delgada, Asoreyjum - Lissabon, Portúgal - Bilbao, Spáni - Le Havre (París), Frakklandi - Southampton, Englandi.

Stutt ferðalýsing
Flogið með Icelandair til Orlando seinni part fimmtudagsins 25. april, ekið beint á Florida hotel & Conference center þar sem gist er í 3 nætur. 28.april er ekið til Ft. Lauderdale þar sem Celebrity Edge bíður við bryggju. Eftir einn dag á sjó er komið til Bermuda og þar er stoppað yfir nótt. Eftir það er haldið af stað yfir hafið og tekur siglingin 4 daga áður en að komið er til Asoreyja. Næst er komið til Lissabon eftir einn dag á sjó og síðan til Bilbao á norður Spáni. Næsti viðkomustaðu er París eða hafnarborgin Le Havre og endað á að koma til Southampton á Englandi. Síðan er flogið beint heim frá Heathrow flugvelli í London og áætluð lendig er kl. 15.15 í Keflavík þann 13. Maí.


celebrity_facebook_annonse_1200x630_edge_skip.jpg

Celebrity Edge
Celebrity Edge er nýjasta farþegaskip Celebrity Cruises, það fyrsta í nýjum Edge-flokki skipafélagsins og fer í jómfrúarferð sína í árslok 2018. skipið er 129,500 tonn að stærð og tekur um 2900 farþega. Þetta nýja skip mun breyta því hvernig við ímyndum okkur siglingar með farþegaskipum, meðal annars með nýju úrvali klefa sem standa gestum til boða.
Með Celebrity Edge eru mörkuð tímamót í því hvernig við nálgumst skipahönnun. Hvert einasta skref við hönnunina, frá fyrstu skissum upp í sýndarveruleika, var unnið í þrívídd. Hönnunin á skipinu er í algjörum sérklassa og á það bæði við um tveggja hæða klefana með sundlaugum á Edge-farrýminu þar sem útsýnið er ótakmarkað, og Töfrateppið (Magic Carpet) sem líkt og hangir utan á skipinu. Gestum býðst með þessu áður óþekkt upplifun af nálægðinni við hafið og viðkomustaðina og á það jafnt við um Edge-klefana með Infinite-veröndum og sundlaugaþilfarið þar sem útsýnið yfir hafið og viðkomustaðina er engu líkt.
Vinsamlega athugið að nýjar myndir koma af skipinu þegar það verður sjósett. 

Flugtafla

Flugnúmer Dags Brottför Kl. Áfangastaður Kl.
FI 689 25.april Keflavík 17:15 Orlando 21:10
FI 451 13.maí London (LHR) 13:05 Keflavík 15:10

Siglingaleið

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
28 apríl Fort Lauderdale, Flórida   16:30
29.april Á siglingu    
30.april  Kings Wharf, Bermúda 18:00   
1.maí Kings Wharf, Bermúda   18:00
2. - 5.maí Á siglingu    
6.maí Ponta Delgda, Asóreyjum 08:00 17:00
7.maí Á siglingu    
8.maí Lissabon, Portúgal 14:00 22:00
9.maí Á siglingu    
10.maí Bilbao, Spáni 08:00 17:00
11.maí Á siglingu    
12maí París (Le Havre) Frakklandi 07:00 21:00
13.maí Southampton, Englandi 05:30  

Ferðatilhögun

Fimmtudagur 25. april. Keflavík -  Orlando, Flórída
Flogið með Icelandar kl 17:15 frá Keflavík og lending í Orlando kl. 21:10. Ekið beint á hótel í Orlando þar sem gist er í  3 nætur fyrir siglinguna. Gisting á Florida hotel &conference center, betur þekkt sem Florida Mall hótel.


orlando_florida.jpg

Föstudagur 26. og laugardagur 27. april Orlando 
Dagskrá í samvinnu við fararstjóra. Hægt að sóla sig, fara í einhverja hinna fjölmörgu verslana sem eru í Florida Mall eða heimsækja einhvern af Disney görðunum vinsælu, Magic Kingdom, Epcot Center, Universal Studios svo einhverjir séu nefndir.
Sameiginlegir kvöldverðir sem eru ekki innifalið í verði, heldur greiðir hver fyrir sig á staðnum.


web-florida-hotel-pool-view.jpg

Sunnudagur 28. april  Orlando – Ft. Lauderdale
Ekið af stað eftir morgunverð til Ft. Lauderdale, aksturinn tekum um 3 klst. Tékkað inn í skipið um hádegi. Gengið um þetta glænýja glæsilega skip, þar til að það leggur út höfn kl. 16:30.

Mánudagur 29. april  - Á siglingu
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.

Þriðjudagur 30. april og miðvikudagur 1. maí – Kings Wharf, Bermúda
Skipið kemur til hafnar í Kings Wharf kl. 18:00 og leggur frá bryggju kl 18:00 næsta dag.
Í King's Wharf ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þar er á veitingastöðum, í verslunum eða söfnum í nágrenni við konunglegu herskipasmíðastöðvarinnar í gamla virkinu við höfnina. Síðast en ekki síst er hægt að synda með, snerta og jafnvel spjalla við þær dásamlegu skepnur sem höfrungar eru á vegum Dolphin Quest.


kings_wharf_bermuda.jpg

Fimmtudagur 2. maí – sunnudags 5. maí  - Á siglingu
Næstu fjórir dagar fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist.
Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning á kvöldin. 

Mánudagur 6. maí – Ponta Delgada, Asóreyjum
Ponta Delgada er höfuðstaður eyjunnar São Miguel og margir líta einnig á bæinn sem þann mikilvægasta á Asoreyjaklasanum. Eitt er víst, hér er margt að sjá og gera eins og göngutúr við höfnina leiðir í ljós því að auk himinbláma Atlantshafsins blasa þar við glæsilega byggingar allt frá endurreisnartímabilinu á 16. öld. Hér er líka hægt að skella sér í skipulagðar gönguferðir eða prófa kajaksiglingar og brimbrettabrun og þeir sem eru á ferðinni frá apríl fram í september eiga einstaklega góða möguleika á að berja augum hvali, náskyldir grindhvölunum sem við þekkjum hér nyrðra, norðsnjáldru og ef heppnin er með í för steypireyði.


grindhvalur_yfir_hafid_sigling.jpg

Heitar lindir og goshverir
Asoreyjar mynduðust í eldsumbrotum á Mið-Atlantshafshryggnum – þeim sama og Ísland liggur á nema svolítið sunnar. Og það voru einmitt eldsumbrotin sem sköpuðu þetta ótrúlega landslag og heillandi náttúru sem blasir við okkur á eyjaklasanum í dag. Eldgígar, garðar, gígvötn og náttúruundur á borð við heitar lindir og goshvera einkenna eyjarnar.


ponta_delgada_azores_sigling.jpg

Poca da Dona Beija
Í bænum Furnas eru náttúrulega heilsulindin Poca da Dona Beija. Hér er um að gera að dýfa sér á bólakaf í heitu laugarnar sem hafa appelsínugulan blæ af járni sem vatnið er ríkt af. Sagan segir að vatnið hafi lækningamátt en óumdeilt er að það hefur þó nokkurn slökunarmátt.

Lagoa do Fogo
Stöðuvatnið Lagoa do Fogo, Eldvatn, er á miðri São Miguel og vafalaust eitt helsta náttúruundur eyjunnar. Það varð til þegar landið seig eftir miklil eldsumbrot og myndaði mikla gosöskju sem fylltist af vatni.
 


ponta_delgada_azores_sigling2.jpg

Terra Nostra Park
Skoðið þennan stórkostlega 200 ára gamla garð þar sem lögð er áhersla á að rækta tré, plöntur, blóm og runna sem vaxa í náttúrulegu umhverfi sínu á eyjunum. Í garðinum er einnig náttúrulaug, um 40 gráðu heit, með vatn sem er stútfullt af steinefnum sem veita einstaka slökun og hvíld.


azores_garden_sigling.jpg

Lagoa Das Furnas
Við þorpið Furnas gefur að líta annað stórfenglegt gígvatn, Lagoa Das Furnas, og heitar lindir í kring. Þar gefst einnig tækifæri til að bragða cozido. Þetta er kjötkássa sem er elduð á svipaðan, en þó ekki sama, hátt og Vestmanneyingar gátu bakað brauð þar til fyrir skömmu. Þeir dýfa pottinum ofan í volgan hver og hægelda hana í nokkra tíma. Þeir sem eru hrifnir af Sous vide fúlsa varla við þessu.

Þriðjudagur 7. maí – Á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir nú til meginlands Evrópu og fyrsta stopp er Lissabon í Portúgal. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið.


tivoli_lisboa_lissabon_2.jpg

Miðvikudagur 8. maí – Lissabon, Portúgal
Dýrðlegar gamlar götur, víðfræg menningarsöfn, frábær hönnunarsöfn og verslanir, mannlífsblanda, götuveitingahús og lifandi næturlíf. 
Sagt er að besta leiðin til að kynnast borginni sé að villast í gamla borgarhlutanum. Dásamlegt er að rölta um hin þröngu steinlögðu stræti. Ekki er verra að detta inn á Art Noveau kaffihúsin við Rossio og Praca do Commercio eða önnur þjóðsöguleg kaffihús og horfa í kring um sig á mannlífið. Skoða forna listmuni og nútímalist á söfnum á borð við Gulbenkian safnið, Nútímalistasafnið, Berardo hönnunarsafnið og öðrum víðfrægum söfnum. Hér úir og grúir af menningu, vilji maður það við hafa. Hér eru líka allskonar verslanir út um allt, verslunarmiðstöðvar og ótrúlegir flóamarkaðir og sérbúðir í bland við hátískuna.
Áhugavert getur verið að fá sér far með gömlu járnbrautinni gegnum miðborgina og uppgötva að sérhvert hús og sérhver gata á sér sína sögu. Skemmtana- og næturlíf Lissabon er kafli útaf fyrir sig. Sérviskuleg sælkeraveitingahús og skyndibitastaðir eru hér jafnrétthá og úrval þjóðlegra og alþjóðlegra rétta er gífurlegt. Lissabon er spennandi kostur fyrir matgæðinga og almennt er talið að gæði veitingahúsa séu hér mjög mikil.


lissabon_borg_7.jpg

Fimmtudagur 9. maí – Á siglingu
Annar dagur til að njóta þess sem boðið er upp á í skipinu, á meðan siglt er norður með strönd Portúgals og Spánar og komið til Bilbao.


bilbao_heromynd_-_3000x2100.jpg

Föstudagur 10. maí – Bilbao, Spáni.
Bilbao er fjölmennasta borg Baskalands og höfuðstaður Biskajahéraðs, á Norður-Spáni, skammt frá landamærum Frakklands.
Bilbao hefur umbreyst úr einskonar ljótum andarunga í fagran svan síðustu ár. Hún hefur fengið róttæka andlitslyftingu, gengið í gegnum mikla lýtaaðgerð þar sem borgarskipulag hefur verið bætt og ýmiskonar grunnvirki endurnýjuð. Þessar borgarbætur hafa verið drifkraftur endurreisnar og nýs lífs fyrir íbúa og gesti. Ferðaþjónusta hefur blómstrað hin síðari ár af þessum sökum. Í reynd má segja að ný Bilbao hafi þannig risið úr rústum iðnaðarkreppu níunda áratugar síðustu aldar og umbreyst í fallega og mannvæna borg. Þar ber hæst hið útlitsfagra Guggenheim-safn eftir Kanadamanninn Frank O. Gehry. En fleiri byggingarlistardjásn hafa orðið til. Ráðstefnu- og tónlistarhöllin Euskalduna er í þeim hópi. Einnig nýtt jarðlestakerfi sem breski arkitektinn Norman Foster hannaði. Santiago Calatrava, frægasti núlifandi arkitekt Spánverja, teiknaði nýja flugstöð við flugvöllinn skammt utan borgarinnar. Eftir hann er einnig Zubizuri – Hvíta brú – en hún bættist fyrir nokkrum árum við þær brýr sem liggja yfir Nervión-fljót í borginni. Á bökkum þess, skammt frá  Guggenheim og Hvítu brú, gnæfa og ný háhýsi eftir þá Arata Isozaki frá Japan og  César Pelli frá Argentínu. Margt fleira er nýtt af nálinni eða uppgert og endurbætt.
Bilbao stendur í kvos meðal iðjagrænna hæða. Áðurnefnt Nervión-fljót rennur í gegnum hana. Í  fljótinu í gætir sjávarfalla og skipgengt er upp til borgarinnar. Fyrr á tíð var höfn þar en hún var færð til strandar.
rómaðir fyrir góðan mat og listakokka. Fiskréttir eru í sérflokki. Kóngur þeirra er saltfiskurinn í ýmsum útgáfum. En Baskar eru ekki síðri í að matreiða kjöt. 


bilbao_guggenheim_spider.jpg

Laugardagur 11. maí – Á siglingu
Síðasta dagsins á siglingu er notið á skipinu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinn , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að ganga um skipið.

Sunnudagur 12. maí - París  ( Le Havre), Frakkland
Það er óþarfi að fjölyrða um hvað París er stórkostlega heillandi og falleg borg. Í franska höfuðstaðnum tekur hvert safnið við af öðru, Louvre, d'Orsay, Picasso og Rodin. Svo eru það lystigarðar og almenningsgarðar, Tuileries á bökkum Signu og Lúxemborgargarðurinn á vinstri bakkanum, og auðvitað Sigurboginn og Eiffelturninn sem allir verða að sjá að minnsta kosti einu sinni á ævinni.


paris.jpg

Mánudagur 13. maí - Southampton, Englandi – heimferð
Tékkað út af skipinu og rútan bíður við skipshlið. Ekið sem leið liggur að Heathrow flugvelli. Flogið með Icelandair til Keflavíkur kl. 13:05 áætluð lending er 15:15.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél ORL

  8 klst

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  USD

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun