fbpx Yfir hafið, Spánn og Bahamas með Allure of the Seas

Yfir hafið, Spánn og Bahamas

Allure of the Seas

Siglingunni frestað um ár

Ferðinni hefur verið frestað og er áætluð á sama tíma að ári. Vinsamlega hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is eða hringja í síma 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Barcelona til Miami

með Allure of the Seas
29. október  - 18. nóvember.
Siglingunni er frestað og er áætluð á sama tíma að ári. 
Fararstjóri: Lára Birgisdóttir

Barcelóna, Palm de Mallorca, Valencia Spáni - Tenerife Kararíeyjum - Cococay, Bahamas - Miami, Flórída 

Stutt Ferðalýsing
29. október er flogið með Icelandair til Amsterdam og síðan áfram með KLM til Barcelóna, 3 nætur í Barcelóna áður en farið er í Allure of the Seas sem er eitt af stærstu skemmtiferðaskipum í heimi.
1. nóvember er siglt af stað og komið til Mallorca og Valencia í Miðjarðarhafi og eftir að siglt er í gegn um Gíbraltasund út á Atlantshaf er stoppað einn dag á Tenerife áður en siglt er yfir hafið  tekur siglingin viku og þá er ævintýraheimsins sem býr á Allure of the Seas notið. Þegar komið er til Bandaríkjana er komið á hina ótrúlegu eyju Cococay. Perfect day at Cococay eru einkunnarorð þessarar litlu eyju sem Skipafélagið  Royal Caribbean á og hafa þeir skapað ekta Karabíahafs stemmingu á eyjunni. Eftir að komið er til hafnar í Miami þann 15. nóvember er ekið til Orlando þar sem síðustu 3 dögunum í þessari ferð er notið á Florida hotel & Conference Center ( Florida Mall) 18. nóvember er flogið heim með Icelandair og lending í Keflavík kl 6:00 að morgni 19. nóvember

Flugtafla

Flugnúmer Dags Brottför kl. Áfangastaður  Kl.
FI 500 29. október  Keflavík 07:40 Amsterdam 11:15
KL1675 29. október Amsterdam 16:55 Barcelóna  19:05 
FI 688 18.nóvember Orlando 17:45 Keflavík 06:00+1

Siglingarleið

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
1. nóvember Barcelóna, Spáni    17:00
2. nóvember Palma de Mallorca, Spáni  08:00 19:00
3. nóvember Valencia, Spáni  08:00 19:00
4. nóvember Á siglingu    
5. nóvember Á siglingu    
6. nóvember  Tenerife, Kanaríeyjum 08:00 19:00
7. nóvember  Á siglingu    
8. nóvember Á siglingu    
9. nóvember Á siglingu    
10. nóvmber Á siglingu    
11. nóvember Á siglingu    
12. nóvember Á siglingu    
13. nóvember Á siglingu    
14. nóvember Perfect day Cococay, Bahamas 08:00 19:00
15. nóvember  Miami, Flórída  05:00  

allure_of_the_seas.jpg

Allure of the Seas
Allure of the Seas fór í sína jómfrúarferð í desember 2010. Allur of the Seas er eitt af stærstu skemmtiferðaskipum heims, þau eru fjögur skipin í Oasis Classa hjá Royal Caribbean sem eru þau stærstu. Skipið er mikill ævintýraheimur. Í miðju skipinu er lystigarðinn "Central Park", "The Boardwak", sem er opið afturþilfar með karnival stemmningu og aftast er hin hið ótrúlega vatnaleikhús þar sem dýfingameistarar og sundfólk sýnir listír á heimsmælikvarða. Göngugatan eða Grand Promenade er yndisleg gata með verslunum, kaffihúsi, pizzastað og börum. Frábær gata þar sem alltaf er líf og fjör. Í þessu ótrúlega skipi eru 25 veitingastaðir allt frá Pylsubar og í mjög fína veitingastaði, fyrir utan mikið af börum og öðrum skemmtistöðum.
Klefar eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, sjónvarpi með flatskjá, ísskáp eða smábar - eftir vali, hárþurrku, snyrtiborði og öryggishólfi. Baðherbergi með sturtu og snyrtivörum. Herbergisþjónusta allan sólarhringinn.


barcelona_3.jpg

Ferðatilhögun

Fimmtudagur 29. október. Keflavík  - Barcelóna
Flogið til Amsterdam með Icelandair í morgunflugi kl. 07:40 og síðan áfram frá Amsterdam til Barcelóna. Lending í Barcelóna áætluð kl. 19:05 þar sem rúta bíður hópsins og ekið á hótel Tryp Barcelona Apolo þar sem gist er í 3 nætur. Kvöldverður.


sagrada_familia_barcelona.jpg

Föstudagur 30. október. Barcelóna
Barcelona á norðaustanverðum Spáni, um 145 km sunnan landamæra Spánar og Frakklands.  Gestir þyrpast til borgarinnar frá öllum heimshornum til að njóta sérstöðu hennar, menningar og fegurðar. Þegar H.C. Andersen kom til Barcelona árið 1862 lét hann svo um mælt að borgin væri „París Spánar“. Það geta margir tekið undir. Borgin er mikils háttar menningarsetur með heillandi sögu. Þar er alls staðar að finna góða veitingastaði, sjarmerandi kaffihús, minjasöfn og merkar byggingar auk stórkostlegra dæma um skreyti- og byggingarlist í módernískum og „art nouveau“-stíl

Eftir morgunverð er farið í hálfs dags skoðunarferð um Barcelóna þar sem meðal annars verður farið í La Basílica i Temple Expiatori de la Sagrada Família  (Höfuðkirkja og friðþægingarmusteri hinnar helgu fjölskyldu), þekktari sem La Sagrada Familia,  er án efa frægasta verk katalónska arkitektsins Antonis Gaudí. Hún er í raun einskonar tákn Barselónuborgar. Enn er verið að byggja hana en stefnt að því að ljúka verkinu 2026, á aldarártíð arkitektsins. Við skoðum hana bæði að utan og innan. Park Güell er garður í hlíðunum ofarlega í borginni, nefndur eftir helsta bakhjarli Gaudís, katalónska auðjöfrinum Eusebi Güell. Hugmynd þeirra með garðinum var að hanna íbúðarhverfi fyrir efnafólk í upphafi 20. aldar. Það fór hinsvegar útum þúfur en eftir stendur þessi einstaki garður.


Barcelona_rci_montjuic122f.jpg

Laugardagur 31. október. Barcelóna
Frjáls dagur í þessari yndislega borg þar sem gaman er að ganga eftir hinni frægu römblu svo ekki sé talað um gotneska hvefið þar sem þröngar fallegar göturnar hlykkjast milli torga.


allure_of_the_seas.jpg

Sunnudagur 1. nóvember. Barcelóna – Allure of the Seas
Eftir að tékkað er út af hótelinu er ekið niður á bryggju þar sem Allure of the Seas bíður okkar. Tékkað inn og fylgst með þegar skipið siglir burtu frá Barcelóna. Um kvöldið er borin fram dýrindis kvöldverður og skemmtun af bestu gerð.


palma_mallorca_domkirkja.jpg

Mánudagur 2. nóvember. Palma de Mallorca, Spáni
Mallorca hefur lengi vel verið vinsælasta eyja Íslendinga í Miðjarðarhafinu. Nokkrir áhugaverðir staðir eru Playa de Palma, Palma Nova, Santa Ponsa, Sa Coma og Alcudia. Hitastigið er þægilegt, oftast á milli 25-30 stiga hiti og létt golan sem blæs frá hafi sér til þess að hitastigið er alltaf bærilegt. 
Mallorca er stærsta eyjan i Balearic eyjaklasanum um 80 km frá austurströnd Spánar í Miðjarðarhafinu. Eyjan er rómuð fyrir mikla náttúrufegurð, fjölbreytilegt landslag og síðast en ekki síst breiðar og fallegar strendur sem gera eyjuna að paradís sóldýrkenda. Síðustu ár hafa sífellt fleiri ferðamenn farið í göngu- og hjólaferðir, enda landslagið og náttúran óviðjafnanleg. Ferðamennska á Mallorca hefur aukist jafnt og þétt frá 1960 og nú er svo komið að yfir 10 milljónir ferðamanna heimsækja eyjuna á ári hverju og margir þeirra koma aftur og aftur. Af þeim mörgu ferðamönnum sem reglulega heimsækja eyjuna er spænska konungs-fjölskyldan líklega þekktust en hún hefur komið sér upp dvalarstað rétt fyrir utan höfuðstað eyjunnar Palma.


valencia_borg_1.jpg

Þriðjudagur 3. nóvember. Valencía
Valenciuborg, sem er höfuðborg Valenciuhéraðs á Spáni, verður vinsælli meðal ferðamanna um allan heim með degi hverjum og skal engan undra því að hún hefur yfir að búa töfrablöndunni borg og sólarströnd á sama stað. Hún er oft kölluð „Litla Barcelona“ en þrátt fyrir að Valencia sé þriðja stærsta borg Spánar þá telst hún eimmitt frekar lítil stórborg og því er auðvelt og gaman að ganga eða hjóla á milli staða og mismunandi hverfa borgarinnar.


Allure_sigling_karíbahaf_Oasis_Promenade_6184.jpg

Miðvikudagur 4. og fimmtudagur 5. nóvember. Á siglingu
Næstu tveir dagar fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist.
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


tenerife_almennt_15.jpg

Föstudagur 6. nóvember. Tenerife
Helstu einkenni Tenerife eru gylltar strendur og veðursæld allan ársins hring. Þetta er skemmtilegur ferðamannastaður þar sem hægt er að finna hinar ýmsu miðjarðarhafskræsingar. Hér er fjölbreytt úrval af verslunum og skemmtilegum mörkuðum. Ameríska ströndin er sú vinsælasta, oft kölluð ,,leikvöllurinn". Við strandlengjuna er hægt að finna ýmiss konar vatnasport, fara í hvalaskoðun eða gula kafbátinn. Strandgatan er lífleg og skemmtileg og á kvöldin er fjörugt næturlíf. Það besta við Tenerife er að hvíla sig á volgum sandinum og fá sér sundsprett í sjónum.


tenerife_almennt_istock_costa_adeje.jpg

Laugardagur 7. – föstudagsins 13. nóvember Á siglingu
Heil vika á siglingu meðan að siglt er þvert yfir Atlantshafið. Mikið um að vera á Allure of the Seas sem er fullt af alls konar afþreyingu.

 


Allure_sigling_karíbahaf_Oasis_promenade_2734.jpg

Grand Promenade
Göngugatan í skipinu er með verslunum, Kaffihúsi, pizzastað, pöbb og skemmtistöðum. Gatan iðar af lífi allan daginn og langt fram á kvöld, svo eitthvað sé nefnt er dansað Zumba, götumarkaður og alls konar uppákomur.


Allure_sigling_karíbahaf_Oasis_boardwalk_2728.jpg

Boardwalk.
Glæsileg hringekja, Vatnsleikhúsið þar sem eru ótrúlegar sýningar og alls kyns skemmtun, Klifurveggur þar sem hægt að að reyna sig í klifri, auk þess sem þar eru veitingasaðir.


allure_of_the_seas_1.jpg

Central Park
Glæsilegur garður í miðju skipi með yfir 2000 lifandi plöntum, Kaffihúsi og nokkrum fínum veitinarstöðum.


royal_caribbean_-_oasis_allure_vita_18.jpg

Sundlaugardekkið og Sólaríum.
Alltaf líf og fjör á sundalaugardekkinu, lifandi músik auk þess sem farið er í leiki við sundalaugarnar. Einnig er Sólaríum eða yfirbyggt svæði fremst á skipinu með heitum og köldum pottum sólbaðsaðstöðu og bar, þarna er rólegra en við sundlaugardekkið. 


Allure_sigling_karíbahaf_Oasis_flowrider_2704.jpg

Sportdekkið: Minigolf, Flowrider sem er brimbrettalaug, Zip line þar sem hægt er að svífa 10 hæðum yfir Boardwalk, Körfuboltavöllur, borðtennis og margt fleira.


Karibahaf_cococay_.jpg

Laugardagur 14. nóvember. Cococay, Bahamas
Cococay er langt í frá hinn dæmigerði ferðamannastaður á Bahamaeyjum því að eyjan er með vistvæna vottun. Sjórinn er kristaltær og dúnmjúkur sandurinn leikur við tærnar á óspilltum ströndum. Hér er svo sannarlega hægt að fá útrás fyrir ævintýraþrána með því að snorkla í sjónum og kanna undraveröldina sem þar birtist, með kóralrifjum, gömlum skipsflökum, stingskötum og skrautlegum fiskum, eða þeysast fram hjá Great Stirrup Cay vitanum og Starfish Alley á vatnaketti. Boðið er upp á gönguferð með leiðsögn um þessa fallegu vistvænu eyju, sem endar á afskekktri strönd, Barefoot Beach, þar sem hægt er að fara á kajak. Þeir sem kjósa að slaka bara á og njóta andartaksins ættu að setjast við fljótandi barinn við ströndina með svalanda Coco Loco kokteil við hönd.


sigling_yfir_hafid_lauderdale_florida_2.jpg

Sunnudagur 15. nóvember. Miami, Flórída
Allure of the Seas leggst að bryggju kl. 05:00 að morgni 15. nóvember. Eftir morgunverð er farið úr skipi og þar bíður rútan og ekið er til Orlando.
Komið á Florida hotel & Conference Center sem betur er þekkt sem Florida Mall hótel, þar er gist í þrjár nætur.


florida-hotel-pool-view.jpg

Mánudagur 16. og þriðjudagur 17. nóvember. Orlando
Tveggja daga notið í Orlando. Á hotelinu og í nágrenni við það. Góður sundlaugargarður með bekkjum, heitum potti, borðum og stólum og innangengt í ágætis heilsurækt. Veitingastaður og bar auk þess sem að það er lítil verslun og Starbucks. Innangengt er í mallið þar sem eru yfir 160 verslanir fyrir utan þær sem eru staðsettar fyrir utan og eru í göngufæri.


the_florida_hotel.png

Miðvikudagur 18. nóvember. Heimferð
Flogið er til Keflavíkur kl.17:45 og áætluð lending í Keflavik kl. 06:00 að morgni 19. nóvember

Sjá nánari ferðalýsingu

Siglingunni frestað um ár

Ferðinni hefur verið frestað og er áætluð á sama tíma að ári. Vinsamlega hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is eða hringja í síma 570-4444.

Hafa samband
 • Hagnýtar Upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef BCN

  5 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Euro

  Gengi

 • Rafmagn

  110 og 220 volt

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun