fbpx Yndislega Karíbahaf | Vita

Yndislega Karíbahaf

með Celebrity Reflection

Ferðinni frestað og áætluð á sama tíma að ári.

Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Á skemmtiferðaskipi suður um höf 

Celebrity Reflection
11. - 28. nóvember.
Ferðinni er frestað og áætluð á sama tíma að ári.

Fararstjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir

Ft. Lauderdale, Flórída – Philispsburg, St Maarten – Castries, St. Lucia – Bridgetown, Barbados – St. John, Antigua – Basseterre, St. Kitts & Nevis – Ft. Lauderdale, Flórída

Stutt ferðalýsing:
Flogið seinnipartinn  11. nóvember til Orlando með Icelandair og lending kl. 20:50, ekið beint á hótel þar sem gist er í 2 nætur fyrir siglingu. 13. nóvember er ekið til Ft. Lauderdale þar sem farið er í skip.
Siglingin hefst með tveimur siglingardögum og síðan er komið á hverja eyjuna af annari, Fyrst er St. Maarten síðan St. Lucia, Barbados, Antigua og síðast en ekki síst st.Kitts & Nevis. Eftir það eru aftur tveir dagar á sjó áður en komið er til hafnar í Ft. Lauderdale. Ekið aftur til Orlando og gist í fimm nætur á Florida hótel og upplifað Black Friday í mollinu. 
28. nóvember er síðan flogið heim á leið.


celebrity_reflection_16.jpg

Um skipið
Celebrity Reflection  var smíðað 2012 og er nýjasta og ennig stærsta skipið í Solstice klassanum. Skipið er 16 hæðir, 125.000 rúmlestir, um 319 metrar á lengd og með rými fyrir 3046 farþega.
Á efsta þilfari sem er það 16. er Solstice dekkið, þar sem hægt er að njóta útsýnisins meðan legið er á sólbekk og slakað á.
Næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með miklu útsýni. 14. þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir mögluleikar á ýmsum dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl.  Á Promenade þilfarinu eru litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.
Kvöldverður er borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille , sem býður ítalska rétti og lúxus steikur. Bóka þarf borð og greiða þjónustugjald á sérrétta veitingastöðum skipsins, gjaldið er frá 20 – 50 usd á mann, fer eftir stöðum.
Barir og setustofur eru um allt skip og þegar kvölda eru glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.
Vínspesíallistar frá vínræktarhéruðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters og kenna ykkur  að þekkja göfug vín og velja það besta um borð.

Flugtímar:

Flugnúmer Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI 689 11. nóvember Keflavík 17:25 Orlando Int. 20:50
FI 688 28. nóvember Orlando Int. 17:45 Keflavík 06:00 + 1

Siglingaleið:

Dagur Áfangastaður  Koma Brottför
13. nóvember  Ft. Lauderdale, Flórída    16:00
14. nóvember Á siglingu    
15. nóvember Á siglingu    
16. nóvember  Philipsburg, St. Maarten 07:00 16:00
17. nóvember Castries, St. Lucia 08:00 17:00
18. nóvember Bridgetown, Barbados 08:00 17:00
19. nóvember St. Johns, Antigua 10:00 19:00
20. nóvember Basseterra, St. Kitts & Nevis 08:00 17:00
21. nóvember Á siglingu    
22. nóvember Á siglingu    
23. nóvember Ft. Lauderdale, Flórída 07:00  

Ferðatilhögun

Miðvikudagur 11. nóvember - Keflavík til Orlando
Flogið seinni partinn í beinu flugi Icelandair til Orlando kl.17:25. Áætluð lending í Orlando kl. 20:50 að staðartíma. Flugið tekur um 8 klst og er tímamunurinn 5 klst. Rútan bíður hópsins og ekið er beint á Florida hotel & Conference Center sem er betur þekkt sem Florida Mall hótel þar sem gist er í tvær nætur fyrir siglingu.


web-florida-hotel-pool-view.jpg

Fimmtudagur 12. nóvember - Orlando
Morgunverður á hótelinu og dagurinn frjáls, gaman að skoða verslanirnar í mollinu og í næsta nágrenni. Mjög góður sundlaugargarður er við hótelið, þar  sem notarlegt er að leggjast á bekk og njóta sólarinnar.


celebrity_reflection_12.jpg

Föstudagur 13. nóvember - Orlando, Ft. Lauderdale
Eftir morgunverð er ekið sem leið liggur til Ft. Lauderdale þar sem Celebrity Reflection liggur við bryggju, og siglir af stað kl.16:00. Áður en lagt er af stað þá er um að gera að ganga um skipið og skoða sig um. Um kvöldið er dýrindis 3ja rétta kvöldverður og skemmtun.


celebrity_reflection_4.jpg

Laugardagur 14. nóvember - Á siglingu
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og síðan er skemmtilegt t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


celebrity_reflection_7.jpg

Sunnudagur 15. nóvember - Á siglingu
Annar dagur til að njóta þess sem boðið er upp á í skipinu, á meðan siglt er áleiðis til hinnar yndislegu St. Maarten. Mikið um að vera og margt hægt að skoða og gera. Líkamsræktin eða leggjast á bekk og láta dekra við sig í nuddi eða bara njóta sólarinnar á sundlaugardekkinu. Einnig hægt að vera innandyra, sitja á kaffihúsinu fara á málverkauppboð eða á einhver af þeim fjölmörgu námskeiðum sem í boði eru.


sigling_ny_karibahaf_st_maarten.jpg

Mánudagur 16. nóvember - Philipsburg, St Maarten
Árið 1648 ákváðu Spánverjar að yfirgefa virki sitt á eyjunni og þá urðu nokkrir hollenskir og franskir hermenn eftir og ákváðu að dvelja þar áfram. Fljótlega eftir þennan atburð sömdu Hollendingar og Frakkar um að skipta eyjunni í tvo hluta og þannig er það enn í dag. Philipsburg tilheyrir hollenska hlutanum eins og sjá má á ýmsum byggingum bæjarins. Eyjan er einkum þekkt fyrir góðar strendur og verslanir.


austur_karibahaf.jpg

Þriðjudagur 17. nóvember - Castries, St Lucia
St. Lucia hefur tilheyrt breska samveldinu síðan árið 1803. Í gegnum tíðina hafa Frakkar oft ráðið þar ríkjum, sem  skýrir hin frönsku áhrif sem eru áberandi á eyjunn. Bærinn Castries er þekkur fyrir litríkan útimarkað og úrval verslana. Eyjan er sérstæð með þéttum regnskógum, tilkomumiklum fossum, fallegum ströndum, heitum uppsprettum og eina eldfjall heimsins sem heimamenn fullyrða að hægt sé að aka í gegnum.


castries_saint_lucia_2.jpg

Miðvikudagur 18. nóvember - Bridgetown, Barbados
Barbados var nýlenda Breta í mörg herrans ár, en fékk sjálfstæði árið 1966. Þar eimir eftir af enskum áhrifum á þessari yndislegu eyju þar sem þjóðarsport Englendinga, krikket heldur ennþá velli og te er gjarnan borið fram í postulínsbollum. Eyjan er vinsæll áfgangastaður ferðamanna bæði frá Evrópu og Ameríku.


antigua_karibahaf_1.jpg

Fimmtudagur 19. nóvember - St. Johns, Antigua
Ekki er vitað um byggð á eyjunni Antiqua fyrr en um 1600 þegar Englendingar námu þar land. Eyjan tilheyrði Breska Samveldinu til ársins 1981, þegar hún hlaut sjálfstæði. Nú er Antugua vinsæll ferðamannastaður með þægilegt  loftslag, tilkomumikið landslag, notaleg andrúmsloft og síðast en ekki síst 366 strendur.


sigling_ny_karibahaf_st_kitts.jpg

Föstudagur 20. nóvember - Basseterre, St. Kitts & Nevis
Sofandi eldfjöll, gullnar sandstrendur og hrífandi skógi vaxnar fjallshlíðar St. Kitts eiga sinn þátt í að gera ferð þína um Karíbahafið ævintýri líkasta. Bretar fundu eyjuna árið 1623 og Frakkar settust þar að árið 1625 og þessi ríka nýlendusaga eyjunnar endurspeglast í yfirgefnum virkjum, skrúðgörðum, torgum borgarinnar og byggingargerðarlistinni.


celebrity_reflection_20.jpg

Laugardagur 21. og sunnudagur 22. nóvember - Á siglingu
Tveir síðustu dagarnir fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi,  allt sem ekki hefur verið gert en þú ert allaf að hugsa um að skella þér í. Hvort sem það er dekur í spainu eða eitthvert skemmtilegt námskeið eða fyrirlestur. Síðan eru tilboð í verslununum, sérstaklega síðustu dagana í siglingunni.


orlando_florida.jpg

Mánudagur 23. nóvember - Ft. Lauderdale, Orlando
Celebrity Reflection leggur að bryggju í Port Everglades í Ft. Lauderdale um kl. 07:00. Eftir morgunverð er farið frá borði og ekið sem leið liggur til Orlando og aftur á Florida hotel & Conference Center þar sem gist er í 5 nætur áður en flogið er heim á leið.


Florida Hotel_3.jpg

Þriðjudagur 24. og miðvikudagur 25. nóvember - Orlando
Góður sundlaugargarður með bekkjum, heitum potti, borðum og stólum og innangengt í ágætis heilsurækt. Veitingastaður og bar auk þess sem að það er lítil verslun og Starbucks. Innangengt er í mallið þar sem eru yfir 160 verslanir fyrir utan þær sem eru staðsettar fyrir utan og eru í göngufæri.

Fimmtudagur 26. nóvember - Þakkargjörðardagur
Einn mesti hátíðisdagur bandaríkjamanna. Gaman að upplifa steminguna. Þakkargjörða kvöldverður á hótelinu. 


thakkargjord_thanksgiving.jpg

 

Föstudagur  27. nóvember - Svartur föstudagur
Stærsti verslunardagur ársins og hefst hann eldsnemma í flestöllum verslunum og sumar opna upp úr miðnætti. Upplagt að skella sér í slaginn eða fylgjast með, þar sem það eru miklar útsölur í öllum búðum.


svartur_fostudagur_black_friday.jpg

Laugardagur 28. nóvember - Heimferð
Tékkað út af hótelinu, áætlaður flugtími til Keflavíkur er kl.17:45 og lending kl. 6:00 að morgni sunnudags.

Sjá nánari ferðalýsingu

Ferðinni frestað og áætluð á sama tíma að ári.

Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef MCO

  8

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun