fbpx Yndislega Karíbahaf | Vita

Yndislega Karíbahaf

með Celebrity Ascent

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Á skemmtiferðaskipi suður um höf 

Celebrity Ascent
27. mars - 7.apríl 

Orlando og Ft. Lauderdale, Flórída – Nassau, Bahamas – Cosumel, Mexíkó – Geore Town, Grand Cayman -  Ft. Lauderdale og Orlando, Flórída

Stutt ferðalýsing:
Flogið til Orlando í Flórída með Icelandair 27. Mars  gist í Orlando  í 4 nætur í Orlando áður en haldið er í siglinguna. Á þessum 7 dögum er komið á nokkrar yndislegar eyjar í Karíbahafinu. Fyrst er það Nassau á Bahamas, Cosumel í Mexíkó og að síðust en ekki sýst er Grand Cayman einnig eru  3 dagar á sjó og þá er lystisemda á Celebrity Ascent notið í botn. Eftir siglingu er síðan ekið aftur til Orlando og flogið heim seinni partinn..

Um skipið
Celebrity Ascent er fjórða og nýjasta skipið í nýjum Edge-flokki skipafélagsins og fer í sína fyrstu ferð haust 2023. Þetta nýja skip mun breyta því hvernig við ímyndum okkur siglingar með farþegaskipum, meðal annars með nýju úrvali klefa sem standa gestum til boða.
Með Celebrity Ascent eru mörkuð tímamót í því hvernig við nálgumst skipahönnun. Hvert einasta skref við hönnunina, frá fyrstu skissum upp í sýndarveruleika, var unnið í þrívídd. Hönnunin á skipinu er í algjörum sérklassa, algjört augnakonfekt og hönnunarsprengja fyrir fagurkera .  Töfrateppið (Magic Carpet) sem líkt og hangir utan á skipinu. Gestum býðst með þessu áður óþekkt upplifun af nálægðinni við hafið og viðkomustaðina og á það jafnt við um Edge-klefana með Infinite-veröndum og sundlaugaþilfarið þar sem útsýnið yfir hafið og viðkomustaðina er engu líkt.

Flugtímar:

Flugnúmer Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI 689 27. mars Keflavík 17:15 Orlando Int. 21:35
FI 688 7.april Orlando Int. 18:30 Keflavík 06:00 + 1

Siglingaleið:

Dagur Áfangastaður  Koma Brottför
31. mars Ft. Lauderdale, Flórída    15:30
1.april Nassau,Bahamas 07:00 17:00
2.april Á siglingu    
3.apríl Cosumel, Mexíco 08:00 19:00
4.apríl Á siglingu    
5.april George Town, Grand Cayman 07:00 17:00
6.apríl Á siglingu    
7. apríl Ft. Lauderdale, Flórída     

Ferðatilhögun:


Florida Hotel_3.jpg

Miðvikudagur  27. mars -  Ferðin hefst Keflavík Orlando
Flogið í beinu flugi Icelandair til Orlando  kl. 17:15  og lending áætluð kl. 21:35 að staðartíma. Rútan bíður og ekið er beint á hótel í Orlando  The Florida Hotel & Cionference Center. Þar sem gist er í 4 nætur fyrir siglingu.


florida-hotel-pool-view.jpg

Fimmtudagur 28. – laugardags 30.mars Orlandó, Flórída
Dagana notið í Orlando. Frjálsir dagar að njóta á hótelinu sem er við Florida Mall þar sem yfir 160 verslanir eru. Einnig er mikið úrval veitingastaða í mollinu og allt um kring. Einnig er hægt að njóta í notalegum sundlaugargarði hótelsins.   


the_ Florida_ Hotel_Conference_ Center

Sunnudagur  31. Mars  Orlandó  - Ft. Lauderdale  - Celebrity  Ascent
Eftir morgunverð er ekið til Ft. Lauderdale og tekur aksturinn liðlega 3 klst , upp úr hádegi er komið að Port Everglades og innritað í skip. Upplagt að nýta sér hádegisverðarhlaðborðið áður en útsýnis er notið í útsiglingunni. Celebrity BAscent  leggur úr höfn kl.  15:30


Bahamas_nassau_Atlandis_sigling_Karíbahaf_1.jpg

Mánudagur 1.april  Nassau, Bahamas
Í dag er Nassau á Bahamaeyjum þekktust fyrir sól , strendur, pálmatré og notalegt loftslag, en fortíðin er býsna skrautleg. Englendingar, Frakkar og Spánverjar börðust um yfirráðin, Nassau var heimkynni sjóræningja og Spánverjar brenndu borgina til grunna þrisvar sinnum. Allt hefur þó verið með kyrrum kjörum frá árinu 1740 og núna flykkjast ferðamenn til eyjunnar alls staðar úr heiminum.


celebrity_edge_rooftopgarden_2.jpg

Þriðjudagur  2.apríl Á siglingu
Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið. 


karibahaf_cozumel_mexico.jpg

Miðvikudagur 3.april  Cosumel, Mexícó
Cozumel er litrík og heillandi eyja, sannkallaður gimsteinn í yndislegu loftslagi Mexíkóflóa. Eyjan er rétt fyrir utan Yucatán skagann og einkenni hennar eru himinblár sjórinn og kóralrif.  Paradís þeirra sem kanna lífríki sjávarins, en Cozumel er nafntoguð fyrir þá sem vilja kafa við fullkomnar aðstæður. Um miðbik eyjunnar eru rústir frá tímum Maya sem eru þess virði að heimsækja. Farþegar fá heilan dag á þessum yndislega stað. 


celebrity_edge_magic_carpet.jpg

Fimmtudagur  4.apríl Á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir nú til Möltu. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið.


karibahaf_cozumel_scuba.jpg

Föstudagur 5.april  George town, Grand Caymen
George Town er litrík og leiftrandi borg, þar sem allir ættu að geta upplifað ævintýri við sitt hæfi, hvort sem það er með því að sleppa sleppa fram af sér beislinu í tollfrjálsum verslunum eða sökkva sér í snorkl, leggjast í bátsferðir eða á silkimjúkar sandstrendur, nú eða heilsa upp á viðkunnanlegar stingskötur við næsta sandrif.


celebrity_edge_grandplaza.jpg

Laugardagur 6.april Á siglingu
Síðasta dagsins er notið á skipinu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.


celebrity_edge_eden_balcony.jpg

Sunnudagur 7.april  Ft. Lauderdale  - heimferð
Tékkað út úr skipi og rútan bíður og ekið er til Orlando,  Flogið heim á leið.  Flug Icelandair með brottför kl.  18:30  áætluð lending kl 06:00 að morgni 8. April

 

 

 

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef MCO

    8

    Eftirmiðdagsflug

  • Gjaldmiðill

    $

    Dollar

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun