fbpx Yndislega Karíbahaf | Vita

Yndislega Karíbahaf

með Celebrity Millennium

Þessi ferð er uppseld

Hafa samband

Myndagallerí

Á skemmtiferðaskipi suður um höf 

Celebrity Millennium
4. - 19. mars 

Orlandó og Ft. Lauderdale, Flórída – Puerto Plata, Dóminíska Lýðveldið – San Juan, Puerto Rico – ST. Croix, US Vigin Eyjar – St. Johns, Antigua – Basseterre, St.Kitts & Nevis – Philipsburg, St. Marteen -   Ft. Lauderdale og Orlandó, Flórída

Stutt ferðalýsing:
Flogið seinnipartinn  4. mars  til Orlando með Icelandair og lending kl. 20:00, ekið beint á hótel þar sem gist er í 3 nætur fyrir siglingu. Þann 7. mars er ekið til Ft. Lauderdale þar sem farið er í skip „Celebrity Millennium“. Siglingin hefst með degi á siglingu og síðan er komið á hverja eyjuna af annari, Fyrst er Dóminkanska Lýðveldið, Puerto Rico, US Virgin Island,Antigua, st.Kitts & Nevis og síðast er St Marteen eftir það eru tveir dagar á sjó áður en komið er til hafnar í Ft. Lauderdale. Ekið aftur til Orlando og gist í tvær nætur á Florida hótel.  19. mars er síðan flogið heim á leið.


celebrity_millennium_skip.jpg

Um skipið
Celebrity Millennium er í svokölluðum „Millenium" flokki hjá Celebrity Cruises, Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika.
Celebrity Millennium fór í sína jómfrúarferð árið 2000 og allt tekið í gegn í febrúar 2019.
Þá var skipt um klefa og allt tekið í gegn og er nú í ljósum léttum stíl.
Skipið er 91.000 lestir tæplega 300 metrar og með rými fyrir liðlega 2.200 farþega. Aquaspa er heilsulind með nuddpottum, gufu, sauna og sólarium með glerþaki. Ótal sérfræðingar bjóða ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir gegn gjaldi.
Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn.
Á efsta þilfarinu er skokkbrautin, þar sem hægt er að ganga eða hlaupa hringinn um skipið. sólarþilfarinu er sundlaug, sólbekkir og barir. Kvöldverður eru borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem heitir Metropolitan og er á tveimur hæðum. Við sérstök tækifæri er gaman að bóka borð á Qsine veitingastaðnum, þar sem gestir velja sér matseðilinn með Ipad.
Barir eru um allt skip og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í flottu 3ja hæða leikhúsi. Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Milennium ógleymanlega


celebrity_millennium2.jpg

Flugtímar:

Flugnúmer Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI 689 4. mars Keflavík 17:15 Orlando Int. 20:00
FI 688 19. mars Orlando Int. 18:45 Keflavík 06:00 + 1

Siglingaleið:

Dagur Áfangastaður  Koma Brottför
7. mars Ft. Lauderdale, Flórída    16:00
8. mars Á siglingu    
9. mars  Puertó Plata,  Dóminíska Lýðveldið 07:00 16:00
10. mars San Juan, Púertó Ríkó  09:30 18:30
11. mars St. Croix, Bandarísku Jómfrúaeyjar 08:00 17:00
12. mars St. Johns, Antigua  08:00 17:00
13. mars  Basseterre, St. Kitts & Nevis  08:00 17:00
14. mars Philisburg, St. Maarten  07:00 16:00
15. mars  Á siglingu    
16. mars Á siglingu    
17. mars  Ft. Lauderdale, Flórída 07:00  

Florida mall hotel_231.jpg

Ferðatilhögun:

Föstudagur 4. mars - Keflavík til Orlando
Flogið seinni partinn í beinu flugi Icelandair til Orlando kl.17:15. Áætluð lending í Orlando kl. 20:00 að staðartíma. Flugið tekur um 8 klst og er tímamunurinn 5 klst. Rútan bíður hópsins og ekið er beint á Florida hotel & Conference Center sem er betur þekkt sem Florida Mall hótel þar sem gist er í þrjár nætur fyrir siglingu.


fh-gallery-2-5963dac3bf744.jpg

Laugardagur 5. og sunnudagur 6. mars - Orlando
Morgunverður á hótelinu og dagarnir frjálsir, gaman að skoða verslanirnar í mollinu og í næsta nágrenni. Mjög góður sundlaugargarður er við hótelið, þar  sem notarlegt er að leggjast á bekk og njóta sólarinnar.


Florida Hotel Orlando

Mánudagur 7. mars   Orlando  - Ft. Lauderdale
Eftir morgunverð er ekið sem leið liggur til Ft. Lauderdale þar sem Celebrity Millennium liggur við bryggju, og siglir af stað  kl. 16:00. Áður en lagt er af stað þá er um að gera að ganga um skipið og skoða sig um. Um kvöldið er dýrindis 3ja rétta kvöldverður og skemmtun. 


celebrity_millennium_cosmopolitan.jpg

Þriðjudagur 8. Mars - Á siglingu
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og síðan er skemmtilegt t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


sigling_karibahaf_mid_sudur_amerika_2.jpg

Miðvikudagur 9. mars  Puerto Plata, Dóminíska Lýðveldið
Puerto Plata er elsta borgin í norðurhluta Dóminíska lýðveldisins og mikill ferðamannastaður. Borgarmyndin er heillandi, hafið umlykur borgina og í baksýn gnæfa fjöllin yfir hana. Skemmtilegt er að heimsækja lifandi hafnarsvæðið, Malecon, en þar eru litríkar verslanir og fjöldi bygginga frá 19. öld. Borgin er fræg fyrir Parque Independencia (eða Parque Central) en garðurinn er fullur af fallegum pálmatrjám og byggingum í viktorískum stíl. Í Puerto Plata er hægt að fara með kláfum upp í fjöllin og virða fyrir sér stórbrotið útsýni yfir borgina. Einnig er hægt að heimsækja kakóræktun og frábært er að nýta tækifærið og kaupa raf (e. amber) því það er afar tært þarna um slóðir.


sigling_ny_karibahaf_san_juan.jpg

Fimmtudagur 10. mars. San Juan, Puerto Ríkó
Komið til San Juan á Puerto Rico, eyjunnar sem er ein af þeim stærstu í Austur Karíbahafi. Landslag eyjunnar einkennist af fjöllum, neðanjarðarhellum, kóralrifjum, hvítsendnum ströndum og ótrúlega þéttum regnskógi sem sér eyjunni fyrir fersku vatni. San Juan er skemmtileg blanda af nútímalegri borg verslunar og viðskipta með spilavítum, glæsihótelum og gamla bænum með sínu litríka og heillandi mannlífi.


karibahafið_folk_vita

Föstudagur 11. mars.  ST. Croix, US Virgin eyjum
St. Croix, Bandarísku-Jómfrúreyjum.
St. Croix er stærsta eyjan sem Bandaríska Júmfrúreyjum.  Eyjan er hæðótt og vaxin þéttum frumskógi á köflum.  Danir keyptu St. Croix árið 1700 og næstu árin var voru þrælar, sem rænt hafði verið í Afríku notaðir til að rækta sykurreyr um alla eyjuna.  Úr sykurreyrnum var unnin hrásykur, sem fluttur var til Danmerkur.  Enn má sjá dönsk áhrif á byggingum og á máli heimamanna. Nú eru flestar sykurmyllurnar rústir einar en ferðamönnum er gjarnan boðið að smakka saft af pressuðum sykurreyr og eyjaskeggjar brugga sitt eigið Cruzan romm.


antigua_karibahaf_1.jpg

Laugardagur 12. mars   St. Johns, Antigua
Ekki er vitað um byggð á eyjunni Antiqua fyrr en um 1600 þegar Englendingar námu þar land. Eyjan tilheyrði Breska Samveldinu til ársins 1981, þegar hún hlaut sjálfstæði.  Nú er Antugua vinsæll ferðamannastaður með þægilegt  loftslag, tilkomumikið  landslag, notaleg andrúmsloft og síðast en ekki síst 366 strendur.


sigling_ny_karibahaf_st_kitts.jpg

Sunnudagur 13. mars Basseterre, St. Kitts & Nevis
Sofandi eldfjöll, gullnar sandstrendur og hrífandi skógi vaxnar fjallshlíðar St. Kitts eiga sinn þátt í að gera ferð þína um Karíbahafið ævintýri líkasta. Bretar fundu eyjuna árið 1623 og Frakkar settust þar að árið 1625 og þessi ríka nýlendusaga eyjunnar endurspeglast í yfirgefnum virkjum, skrúðgörðum, torgum borgarinnar og byggingargerðarlistinni. 

 


sigling_ny_karibahaf_st_maarten.jpg

Mánudagur 14. mars  Philipsburg, St Maarten
Árið 1648 ákváðu Spánverjar að yfirgefa virki sitt á eyjunni og þá urðu nokkrir hollenskir og franskir hermenn eftir og ákváðu að dvelja þar áfram. Fljótlega eftir þennan atburð sömdu Hollendingar og Frakkar  um að skipta eyjunni í tvo hluta og þannig er það enn í dag.  Philipsburg tilheyrir hollenska hlutanum eins og sjá má á ýmsum byggingum bæjarins.  Eyjan er einkum þekkt fyrir góðar strendur og verslanir.


celebrity_millennium_shop_area_2.jpg

Þriðjudagur  15. og miðvikudagur 16. mars  Á sliglingu
Tveir síðustu dagarnir fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi,  allt sem ekki hefur verið gert en þú ert allaf að hugsa um að skella þér í. Hvort sem það er dekur í spainu eða eitthvert skemmtilegt námskeið eða fyrirlestur. Síðan eru tilboð í verslununum, sérstklega síðustu dagana í siglingunni


hm-entrance-5ac2683cc4425.jpg

Fimmtudagur 17. mars Ft. Lauderdale – Orlandó
Celebrity Millennium leggur að bryggju í Port Everglades í Ft. Lauderdale um kl. 07:00. Eftir morgunverð er farið frá borði og ekið sem leið liggur til Orlando og aftur á Florida hotel & Conference Center þar sem gist er í 2 nætur áður en flogið er heim á leið.


floridahotel-gallery-04-5f7f852a94b24.jpg

Föstudagur 18. mars  Orlando
Góður sundlaugargarður með bekkjum, heitum potti, borðum og stólum og innangengt í ágætis heilsurækt. Veitingasaður og bar auk þess sem að það er lítil verslun og Starbucks. Innangengt er í mallið þar sem eru yfir 160 verslanir fyrir utan þær sem eru staðsettar fyrir utan og eru í göngufæri.


florida-hotel-pool-view.jpg

Laugardagur 19. mars.  Heimferð
Morguninn frjáls Tékkað út af hótelinu og flogið til Keflavíkur er kl. 17:45 og lending kl. 06:00 að morgni sunnudagsins 20. mars  

 

 

 

 

Sjá nánari ferðalýsingu

Þessi ferð er uppseld

Hafa samband
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef MCO

  8

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun