UM VITA

Á þessum síðum finnur þú allar upplýsingar um VITA, nýjustu tilboðin, ferðaskilmála, upplýsingar um hópabókanir og fleira.

Greiðsluskilmálar

LOKAGREIÐSLA

Ferðir sem bókaðar eru á bókunarvef VITA og breytt er eftir að innborgun hefur verið gerð, þarf að fullgreiða á söluskrifstofu VITA.

VILDARPUNKTAR SEM GREIÐSLA

Hver farþegi getur nýtt 12.500 vildarpunkta sem 10.000 greiðslu inná bókun og eingöngu þegar ferð er bókuð á bókunarvef VITA.
Einungis er hægt að greiða með Vildarpuntum við bókun. Ekki seinna í ferlinu. Starfsmenn VITA hafa ekki aðgang að vildarkerfi Icelandair

FULLNAÐARGREIÐSLA OG GREIÐSLUKJÖR

Þegar bókað er með netbókunarvél VITA er boðið uppá að greiða 40.000 kr staðfestingargjald í almennar ferðir en 80.000 kr í sérferðir eins og skemmtisiglingar. Fullnaðargreiðslu þarf að ganga frá minnst 6 vikum fyrir brottför í allar ferðir nema sérferðir og skemmtisiglingar sem þarf að fullgreiða minnst 8 vikum fyrir brottför. Boðið er upp á greiðsludreifingu í samstarfi við Visa, Mastercard og Netgíró.
Ef greitt er með Netgíró er greitt í einni greiðslu til VITA og svo er hægt að skipta greiðslum samkvæmt reglum Netgíró.
Minnst er hægt að dreifa greiðslum á 2 mánuði og mest í 36 mánuði. Greiðslurnar eru vaxtalausar á sumarferðum VITA og eingöngu þegar gengið er frá samningi á skrifstofu VITA . Lántökukostnaður er mismunandi eftir fyrirtækjum.
Visa og Mastercard bjóða uppá rafræn skilríki og þá er hægt að greiða símleiðis. Einnig er hægt að nota staðfestingarnúmer Netgíró.
Ef greitt er á skrifstofu er hægt að skipta greiðslu á fleiri en eitt greiðslukort (á ekki við um tímabil).
Þegar bókað er á skrifstofu VITA (gegn 2.500 kr bókunargjaldi) er boðið uppá að greiða 40.000 kr staðfestingargjald í almennar ferðir en 80.000 kr í sérferðir og skemmtisiglingar.

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun