fbpx Agua Beach, Palmanova | Vita

Agua Beach, Palmanova
4 stars

Vefsíða hótels

Hótel Agua Beach er staðsett alveg við ströndina í Palmanova í afar fallegu umhverfi, þar sem hægt er að njóta úsýnis yfir ströndina og hafið. 

Hótelið er eingöngu ætlað 18 ára og eldri og býður upp á góða aðstöðu  fyrir hótelgesti sína, má þar nefna móttöku sem er opin allan sólarhringinn, veitingastað og bar. Við hótelið er einnig fallegur og rótgróinn garður þar sem er sundlaug og sólbaðsaðstaða allt um kring. Í garðinum er einnig úti-veitingastaður og snarl bar þar sem boðið er upp á tapas eða smárétti svo eitthvað sé nefnt. Upp á þaki hótelsins eru tveir nuddpottar. 

Herbergin eru  vel búin öllu því helsta eins og sjónvarpi, síma, loftkælingu og öryggishólfi. Inná baðherbergjum eru helstu snyrtivörur, hárþurrka og ýmist sturta eða baðkar. Þráðlaust internet er á öllu svæði hótelsins og hægt er að sérpanta herbergi fyrir fatlaða. 

Hótelið er sérstaklega vel staðsett alveg við ströndina og stutt er að fara í miðbæinn þar sem er úrval veitingastaða. Þetta er góður kostur fyrir þá sem vilja hreyfa sig í fríinu en á Agua Beach er líkamsræktaraðstaða, sauna og hjólageymsla fyrir hjólreiðarfólk. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 22,4 km.
 • Miðbær: Rétt hjá
 • Strönd: Við strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gufubað
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Kaffivél: Te- og kaffivél

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun