Apartments Deya, Santa Ponsa

Vefsíða hótels

Einfaldar íbúðir , vel staðsettar í hinum vinsæla strandbæ Santa Ponsa.

Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og svefnsófum í setustofu. Eldhúskrókur er með helluborði, ísskáp og örbylgjuofni og allar eru þær með sérbaðherbergi og svölum eða verönd. Loftkæling er í öllum íbúðum svo og sjónvarp. Netsamband er ekki í íbúðum en á almenningssvæðum er hægt að komast í samband og þarf að borga sérstaklega fyrir það. Hótelið stendur hátt í bænum og því er útsýni úr þeim afbragðsgott en á móti kemur að þær henta ekki fólki sem á erfitt um gang.

Enginn veitingastaður er í íbúðahótelinu en þó er þar bar og sundlaugarbar þar sem hægt er að fá sér drykk og bita og horfa á sjónvarp um leið. Drykkja- og snarlsjálfsalar eru einnig á svæðinu. Mikið úrval veitingastaða er í nágrenninu. Stór sundlaug með lítilli barnalaug er í garðinum og þar er einnig stórt sólbaðssvæði. 

Nóg er við að vera nenni fólk ekki að liggja endalaust í sólbaði. Hægt er að leigja sér reiðhjól, fara í líkamsrækt og hvorki fleiri né færri en þrír golfvellir eru í Santa Ponsa. Eins og annars staðar í grennd við Palma er ekki langt að fara í vatnsskemmtigarð eða sædýrasafn og í Magaluf, strandbæ skammt frá Santa Ponsa, er hægt að komast í körtuakstur (Go-Kart). Santa Ponsa er aðeins í 20 km fjarlægð frá höfuðborginni Palma og þangað gengur strætó á 45 mínútna fresti.

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 34 km
 • Strönd: um 350 m
 • Veitingastaðir: Í nágrenninu

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Nettenging: Á almenningssvæðum gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun