fbpx Aquahotels Sal Vila Verde | Vita

Aquahotels Sal Vila Verde
4 stars

Vefsíða hótels

Þægilegt íbúðahótel á góðum stað í Santa Maria. 10 mínútna gangur á Ponta Preta ströndina en einnig er ókeypis skutla þangað og í miðbæinn nokkrum sinnum á dag. 

Í hótelinu eru 207 íbúðir í fjórum byggingum. Hægt er að velja um 42 fermetra stúdíó sem rúma tvo, 64 fermetra íbúðir með einu svefnherbergi, 100 fermetra íbúðir með tveimur svefnherbergjum og 150 fermetra villur með þremur svefnherbergjum og lítilli einkasundlaug. Íbúðir og villur rúma allt að sex fullorðna. Innréttingar eru smekklegar, viður er millibrúnn og áklæði í mismunandi lit. Flísar eru á gólfum. Loftkæling og upphitun er alls staðar, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og öryggishólf. Eldhúskrókar eru vel útbúnir, með ísskáp, helluborði og háfi, örbylgjuofni, brauðrist, kaffivél og hraðsuðukatli og öllum nauðsynlegum áhöldum til matargerðar. Þvottavél er einnig í eldhúskrók. Á baðherbergjum er baðker eða sturta, hárþurrka og baðvörur. Svalir eða verönd eru búin húsgögnum. Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum gegn gjaldi.

Hlaðborðsveitingastaður er í hótelinu, en einnig veitingastaður þar sem boðið er upp á sérrétti heimamanna og alþjóðlega rétti af matseðli. Þá er einnig sportbar og sundlaugabarir og tvö kvöld í viku geta gestir notið lifandi tónlistar.

Sundlaugar eru við hverja byggingu í samstæðunni, ein fyrir fullorðna og önnur ætluð börnum, með góðri sólbaðsaðstöðu í kring. Einnig eru sér leiksvæði fyrir börn. Tveir tennisvellir og blakvöllur eru við hótelið.

Kjörbúð með ágætisúrvali er á svæðinu, einnig ísbúð og bakarí þar sem bæði fást brakandi fersk croissant og nokkrar gerðir af pitsum. 

Vila Verde er á góðum stað, 10 mínútur frá hvítum sandinum á Ponta Preta ströndinni. Miðbær Santa Maria er í um 2 kílómetra fjarlægð og þar eru veitingastaðir og skemmtilegar litlar verslanir og vatnasport við ströndina. Það er um að gera að nýta sér ókeypis skutlur.

Ferðamannaskattur í Cabo Verde er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli. Skatturinn er 2 Evrur á mann á nótt og greiðist við innritun á hóteli.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 14 km
 • Miðbær: Um 2 km í miðbæ Santa Maria, ókeypis skutla
 • Strönd: 10 min á Ponta Preta ströndina

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging á sameiginlegum svæðum gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: og upphitun

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun