Ariston

Vefsíða hótels

Notalegt, fjölskyldurekið hótel á frábærum stað við efra torgið í miðbæ Madonna. Það er örstutt í skíðalyftur, brekkur og búðir, og á hótelinu sjálfu er veitingastaður og heilsulind.
Aðeins er um 50 metra gangur að næstu skíðalyftu, og stutt í verslanir.

Herbergin eru rúmgóð og búin öllum helstu þægindum; gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi og svölum. Á baðherbergjum er bæði baðkar og sturta og hárþurrka.
Á hótelinu er líkamsrækt og heilsulind með sundlaug, nuddpotti, sánu og tyrknesku baði. Þar er tilvalið að slaka á eftir erfiðan dag í brekkunum.
Frítt er í sauna og sund. Nudd- og snyrtimeðferðir eru einnig í boði gegn gjaldi og hægt er að leiga baðslopp fyrir 10 evrur. 

Á veitingastað hótelsins er boðið upp á ítalska rétti og rétti frá miðjarðarhafinu, bæði nýja og hefðbundari rétti. Í vínkjallaranum er mikið úrval og ef þú ert ekki viss gefur vínþjónninn góð ráð. 

Á hótel Ariston er hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að hótelið sé með nettengingu, getur sambandið verið slitrótt og óöruggt.
Þeim sem verða að komast á netið, t.d. vegna vinnu er ráðlagt að taka með sér G-4 tengi.
Þetta á við öll hótelin í bænum.

Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 2 - 3 Evrur á mann á nótt veturinn 2017 - 2018.
Gildir aðeins fyrir 15 ára og eldri.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 150 km
 • Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
 • Skíðalyfta: 50 m í Belevedere og 100 m í 5 Laghi
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging gegn gjaldi á sameiginlegum svæðum
 • Heilsulind: Kostar 9 EUR
 • Sundlaug: Innisundlaug

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun