fbpx Bahia Principe Costa Adeje, Fjölskylduvænt hótel

Bahia Principe, Costa Adeje

Vefsíða hótels

Fjölskylduvænt hótel sem er eins og lítið þorp út af fyrir sig. Stendur á kletti við sjóinn, um 10 km utan við Costa Adeje á Tenerife. Allt innifalið.

Herbergin eru rúmgóð, og í þeim er gervihnattasjónvarp, loftkæling, smábar, öryggishólf (gegn gjaldi) og svalir. Þráðlaus nettenging er í boði á hótelinu. Á baðherbergjum er hárþurrka, baðkar, baðvörur og sturta.

Í stórum garðinum eru 3 sundlaugar, þar af ein fyrir börn. Aðstaða er til að leika fótbolta, tennis, skvass, strandblak og borðtennis. Dagskrá fyrir börnin í barnaklúbbnum fyrir 4-12 ára. Hótelið er í samstafi við þrjá golfvelli í nágrenninu.
Fyrir miðju hóteli er útisvæði þar sem er dagskrá á kvöldin.

Í heilsulindinni er líkamsrækt og nuddpottur. Hægt er að panta sér margs kyns nudd- og snyrtimeðferðir.

Veitingastaðirnir á hótelinu sjálfu eru þrír; á Mirador er hlaðborð í morgun-, hádegis- og kvöldverð. Auk þess eru Rodizio með brasilískt grill á kvöldin og Portofino með ítalska rétti. Nokkrir barir eru á hótelinu, þar á meðal er einn í sundlaugargarðinum, annar í anddyrinu og snarlbar með létta rétti.

Allt innifalið: Allir innlendir drykkir og snarl og allar máltíðir á Mirador, hlaðborðsstað hótelsins, en auk þess þrír kvöldverðir á viku á einhverjum hinna veitingastaðanna. Athugið að bóka þarf á þessa veitingastaði, og þar eru gerðar kröfur um snyrtilegan klæðaburð.

Hægt er að leigja handklæði á hótelinu til að hafa í sundlaugargarðinum en færð skilagjald til baka.

Fínt hótel í rólegu umhverfi. Hægt er að panta ,,skutlur" um hótelið. Ekkert annað í nágrenninu en allt til alls á hótelinu. Costa Adeje er í um 10 km fjarlægð og þar er hægt að finna veitingastaði og verslanir. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 km
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Leiga á strandhandklæðum
 • Nettenging
 • Herbergi: Eingöngu hótelherbergi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun