fbpx Bahia Serena | Vita

Bahia Serena
4 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott íbúðahótel á frábærum stað við gyllta Playa Serena sandströndina í Almería. Heilsulind, veitingastaðir, verslanir og afþreying á hótelinu. Veitingastaðir og verslanir í næstu götum, nokkrir metrar á ströndina og stutt í golf og aðra afþreyingu.

Í hótelinu eru 250 íbúðir, 45 til 70 fermetrar að stærð, sem rúma frá tveimur og upp í sex einstaklinga. Innréttingar eru klassískar, smekklegar og þægilegar. Flísar eru á gólfum.  Alls staðar er loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og ókeypis þráðlausri nettengingu. Öryggishólf er gegn gjaldi. Eldhúskrókur er búinn helluborði, viftu, kaffivél, ísskáp og tilheyrandi eldhúsáhöldum. Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og baðvörur. Svalir eru búnar húsgögnum og af öllum svölum er í það minnsta að hluta útsýni til sjávar.

Morgun-, hádegis- og kvöldverður er af hlaðborði alla daga á veitingastaðnum Alborán. La Chalupa er afslappaður veitingastaður þar sem úrvalið af réttum af matseðli er nægt og það sama má segja um vínseðilinn. Kaffihúsið Galatea er svo með úrval kaffidrykkja og með því auk áfengra drykkja og það sama gildir um barinn á veröndinni og í innigarði hótelsins. 

Í hótelgarðinum er góð sundlaug með bekkjum og sólhlífum í kring. Sérlaug er fyrir börnin. Starfsfólk heldur úti dagskrá með íþróttum og tónlist fyrir alla aldurshópa frá morgni til kvölds.  

Heilsulind er í hótelinu með upphitaðri innilaug og gufubaði. Boðið er upp á ýmsar gerðir nudd- og líkamsmeðferða auk snyrtimeðferða af öllu tagi. Líkamsræktaraðstaðan er góð með nýjum tækjum.
Í miðju hótelsins er tilkomumikill innigarður, með glerþaki yfir efstu hæðinni. Þar er hægt að setjast að snæðingi eða svala þorstanum. Móttakan er að sjálfsögðu opin allan sólarhringinn og þar er bíla- og hjólaleiga, þvottaþjónusta og farangursgeymsla, auk gjafavöruverslunar og lítillar kjörbúðar.

Bahia Serena er á frábærum stað við Playa Serena ströndina í Roquetas de Mar. Aðeins nokkrir metrar á ströndina og strandgötuna sem liggur alla leið inn í miðbæinn. Veitingastaðir og verslanir í næstu götum, vatnasport við ströndina og fimm hundruð metrar í golfvöllinn.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 43 km
 • Miðbær: Í göngufæri
 • Strönd: Nokkrir metrar í strönd
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun