fbpx Best Jacaranda, Costa Adeje | Vita

Best Jacaranda, Costa Adeje
4 stars

Vefsíða hótels

Best Jacaranda er skemmtilegt og flott hótel á frábærum stað á suðurströnd Tenerife. Falleg hönnun og allt til alls fyrir geggjað frí í sólinni!

Á hótelinu eru 563 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Herbergin eru björt, rúmgóð og snyrtileg. Veggir eru ljósmálaðir og húsgögn eru klassísk. Flísar eru á gólfum. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp með gervihnattastöðvum og míníbar. Baðherbergin eru mjög snyrtileg. Þau eru flísalögð og þar eru sturta og bað, hárþurrka og helstu snyrtivörur. Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd. 

Á hótelinu er veitingastaður þar sem er boðið upp á máltíðir af girnilegu hlaðborði. Þar er hægt að fylgjast með matreiðslufólki leika listir sínar og vikulega eru þemamáltíðir í matsalnum. Einnig er bar í hótelgarðinum þar sem hægt er að fá sér svaladrykk og svo er snarlbar á hótelinu sem er opinn allan daginn. Þar er notalegt að sitja og njóta útsýnisins. Á hótelinu er líka píanóbar þar sem myndast skemmtileg stemning. Fjölmargir veitingastaðir og barir eru í grennd við hótelið svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hótelgarðurinn er stór og fallegur en hönnunin á honum hverfist í kringum stórfenglegan klettavegg með fossi. Garðurinn er vel gróinn af pálmatrjám og suðrænum plöntum. Í garðinum eru fjölmargar sundlaugar og þar er góð aðstaða til sólbaðsiðkunar, nóg af sólbekkjum, sólhlífum og gott pláss. 

Á hótelinu er líkamsræktarstöð með sánu, þar er líka tennisvöllur, strandblakvöllur fjölnota íþróttavöllur, borðtennisborð og skemmtilegt leikjaherbergi. Á kvöldin eru sýningar haldnar fyrir gesti hótelsins. Fyrir börnin er skemmtilegt leikherbergi, bíóherbergi, leikvöllur, krakkadiskótek og fjölbreytt afþreying. 

Best Jacaranda hótelið er í stuttri göngufjarlægð frá ströndinni og verslunar- og afþreyingarmöguleikar í grenndinni eru endalausir. Einnig eru góðir samgöngumöguleikar nálægt hótelinu svo það er auðvelt að komast á milli staða.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
 • Strönd: Stutt á strönd, 500 m á Playa de Fanabe og Torviscas

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Líkamsrækt: með gufu

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun