fbpx Best Pueblo Indalo, Mojácar | Vita

Best Pueblo Indalo, Mojácar
3 stars

Vefsíða hótels

Mjög fínt íbúðahótel á flottum stað við ströndina í hjarta Mojácar á Almería strandlengjunni. Í u.þ.b klst akstursfjarlægð frá Almeria. Góður kostur fyrir þá sem vilja slaka á í sólinni og svo er stutt í golfið.
Hótelið er lágreist og hvítmálað og er hönnun þess í arabískum stíl.

Á hótelinu eru tæplega 540 íbúðir. Í boði eru tvær stærðir af íbúðum, fyrir tvo til fjóra einstaklinga eða fyrir fjóra til sex einstaklinga. Íbúðirnar eru rúmgóðar og bjartar og innréttingar snyrtilegar enda stutt síðan hótelið var tekið í gegn. Á gólfum er parket eða flísar. Íbúðirnar eru með loftkælingu, öryggishólfi, sjónvarpi og stofu með svefnsófa. Einnig hafa þær eldhús með öllum helstu áhöldum, ísskáp og örbylgjuofni. Svalir með útihúsgögnum fylgja íbúðunum. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru hárþurrka, baðkar, sturta og helstu snyrtivörur.

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir þar sem hægt er að njóta veitinga af hlaðborði. Þar er hægt að fylgjast með kokkunum undirbúa innlenda og alþjólega rétti og njóta svo veitinga innandyra eða utandyra. Eftir matinn er gott að fá sér drykk á öðrum af tveimur börum hótelsins og fylgjast með skemmtidagskrá á kvöldin. Á hótelinu er líka snarlbar sem er opinn á daginn og kaffitería. 

Hótelgarðurinn er stór og opinn með öllu sem þarf til að eiga gott frí. Þar eru fjórar sundlaugar; tvær fyrir fullorðna og tvær fyrir börn, en önnur þeirra er með sjóræningjatengdum leikföngum. Einnig er góð og vel búin sólbaðsaðstaða og verönd þar sem hægt er að setjast saman við borð og spjalla saman eða spila. Boðið er upp á skipulagða hreyfingu og leiki í sundlauginni og krakkaklúbbur er starfræktur fyrir börnin og í garðinum er einnig góð leikaðstaða. Síðan er hægt að fara í þythokkí, keilu og margt fleira.

Best Pueblo Indalo er stórt íbúðahótel sem býður upp á allt sem þarf fyrir gott fjölskyldufrí í sólinni. Stutt ganga er á ströndina til að breyta um umhverfi og einnig er hægt að leiga sér bíl og fara og kanna héraðið en við hótelið er möguleiki á fríum bílastæðum.

Vinsamlega athugið að VITA er ekki með akstur til Mojácar og þar er ekki viðtalstími fararstjóra. Á vefsíðunni https://www.checkmybus.es/almeria-aeropuerto/mojacar er hægt að bóka rútu til og frá Mojácar. 
Einnig getur starfsmaður VITA pantað leigubíla fyrir okkar viðskiptavini. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 85 km
 • Strönd: Sutt að ganga á strönd
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun