fbpx Best Roquetas | Vita

Best Roquetas
4 stars

Vefsíða hótels

Gott hótel á besta stað við Playa Serena sandströndina í Roquetas del Mar. Skemmtilegir veitingastaðir og verslanir í næsta nágrenni og stutt í golf og aðra afþreyingu.

Í hótelinu eru 496 rúmgóðar vistarverur sem skiptast í 26 fm herbergi sem ætluð eru allt að þremur og 54 fm íbúðir fyrir allt að tvo fullorðna og þrjú börn. Innréttingar eru smekklegar og flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, sími, snjallsjónvarp með gervihnattarásum, lítill ísskápur og öryggishólf. Í íbúðum er eldhúskrókur með helluborði, örbylgjuofni, ísskáp og nauðsynlegum eldhúsáhöldum. Á baðherbergjum er sturta eða bað auk hárþurrku. Verönd eða svalir eru búnar húsgögnum. Ókeypis þráðlaus nettenging er á öllu hótelinu.

Morgun-, hádegis- og kvöldverður er af hlaðborði alla daga. Úrvalið er nægt og hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum. Þar að auki er kaffihús á hótelinu, setustofubar og snarlbar við sundlaugina. 

Í hótelgarðinum er góð sundlaug með vatnsrennibraut og tveir pottar til að slaka á. Bekkir og sólhlífar eru um allan garðinn og hægt er að leigja handklæði. Úr garðinum er hægt að ganga beint niður á ströndina þar sem er nóg af bekkjum, sólhlífum og að sjálfsögðu gylltum sandi. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin og starfræktur er krakkaklúbbur yfir háannatíma. Einnig er dagskrá fyrir fullorðna og mínigolf, billjarð og risaskákborð fyrir þá sem hafa ánægju af að tefla. Innisundlaugin er opin yfir kaldari mánuðina.
Í móttökunni er hjólaleiga, þvottaþjónusta og farangursgeymsla meðal annars.

Best Roquetas er á frábærum stað í rólegu umhverfi við Playa Serena ströndina í Roquetas de Mar. Beint aðgengi á ströndina og hægt er að ganga eftir strandgötunni alla leið inn í miðbæinn. Veitingastaðir og verslanir í næstu götum, vatnasport við ströndina og nokkur hundruð metrar í golfvöllinn.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 43
 • Strönd: við Playa Serena
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Íbúðir
 • Leiga á strandhandklæðum
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun