Bodrum Beach Resort, Gümbet

Vefsíða hótels

Hótel Bodrum Beach Resort er nýlegt 3,5 stjörnu hótel, vel staðsettt í jaðri Gümbet, Tyrklandi. Herbergi og íbúðir eru í 11 byggingum og 100 metrar eru að einkaströnd hótelsins. Fallegur garður með þremur sundlaugum, vatnsrennibraut og snakkbar. Þægilegt fyrir barnafjölskyldur og hægt að velja um að vera án fæðis, hafa morgunverð eða „allt innifalið“. Þægilegt fyrir barnafjölskyldur og hægt að velja um að vera án fæðis, hafa morgunverð eða „allt innifalið“.

Vistarverur:
Standard herbergi taka tvo.

Fjölskylduherbergi (eitt stórt herbergi) rúma 2 fullorðna og tvö börn. Í þeim herbergjum er hjónarúm og 2 kojur fyrir börnin.

Herbergin eru með parketgólfi, ísskáp og kaffivél, sérbaðherbergi með sturtu og hárþurrku, loftkælingu, LCD-sjónvarpi og svölum. Greiða þarf fyrir aðgang að neti og öryggishólf

Hótelið samanstendur af 11 byggingum og hluti þeirra eru í byggingum sem standa ofan við götuna og eru tengd með undirgöngum (Club herbergi) við garðinn og aðalbygginuna.

Hótelið er nýlegt (byggt 2011), nútímalegt og huggulegt. Í garðinum eru þrjár sundlaugar, ein stór, minni barnalaug og sú þriðja er við vatnsrennibrautina. Gestir frá handklæði til að nota við ströndina og sundlaugina án endurgjalds, en greiða þarf fyrir að láta skipta um handklæði.

Veitingastaðir eru tveir, annar fyrir morgunverð og máltíðir  sem eru innifaldar í „allt innifalið“ prógramminu, hinn er „a la carte“ eða sérréttaveitingastaður. Þar gildir sú regla að í fyrsta skipti sem gestir borða þar, greiðast € fyrir máltíðina (æa mann). Í annað skipti og þar á eftir þarf að greiða fyrir matinn skv. matseðli. Hægt er að matast bæði úti og inni.  

Á Bodrum Beach Resort er  „allt innifalið“.

Bodrum Beach Resort býður uppá Spa Center með tyrknesku baði (Hammam, sauna, nudd, hárgreiðslu o.fl. en greiða þarf fyrir alla þá þjónustu).

Nánari upplýsingar um hótelið (pdf)

Frá hótelinu eru aðeins 100 metrar á einkaströnd hótelsins. Greiða þarf fyrir sólbekki og sólhlífar á ströndinni, en ekki við sundlaugina.

1km er í miðbæð Bodrum og 750 metrar í miðbæ Gümbet.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 35 km
 • Miðbær: Bodrum 1km og Gümbet 750m
 • Strönd: 100 m
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Íbúðir
 • Nettenging: Þráðlaust, gegn greiðslu

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun