Bodrum Holiday Resort and Spa

Vefsíða hótels

Mjög góð hótelsamstæða í fagurri hlíð 50 metrum frá ströndinni í Bodrum. Fullkomin slökun eða líf og fjör, hér er allt til alls, fyrir alla fjölskylduna. Heilsulind, veitingastaðir, vatnsrennibrautir. Nokkrar mínútur með leigubíl inn í miðbæinn.

Í samstæðunni eru 440 vistarverur sem skiptast í Standard og Club herberbergi sem rúma tvo eða þrjá fullorðna eða samliggjandi fjölskylduherbergi sem rúma fjóra til fimm. Innréttingar í Standard herbergjum eru klassískar, í dökkum við með plastparketti eða teppi á gólfum en í Club herbergjum eru innréttingar litríkar og ljóst plastparkett á gólfum. Loftkæling er í öllum herbergjum, sími, sjónvarp með kapal- eða gervihnattarásum, smábar og öryggishólf. Á baðherbergjum er baðker eða sturta auk hárþurrku. Alls staðar er verönd, svalir eða gólfsíðir opnanlegir gluggar með handriði. Þráðlaus nettenging er ókeypis í móttökunni, á aðalveitingastaðnum og kaffihúsinu. 

Á aðalveitingastaðnum er hægt að velja um að sitja inni eða úti og þar fæst morgunverður, bröns, hádegisverður og kvöldverður. Á morgnana og kvöldin er hlaðborð. Auk þess eru í hótelinu veitingastaðir sem bjóða kebab, ítalska og sjávarrétti af matseðli. Barirnir eru fimm auk kaffihúss og þar er tónlist og skemmtidagskrá öll kvöld.

Í hótelgarðinum sem er stór og gróinn eru þrjár sundlaugar, þar af ein með vatnsrennibrautum, auk góðrar busllaugar fyrir börnin. Við allar laugarnar er fyrirmyndar sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum auk þess sem bekkir og beddar eru við ströndina. Afþreying er í boði allan daginn með leikjum og íþróttum fyrir börn og fullorðna.

Heilsulind er í hótelinu með innisundlaug, líkamsræktaraðstöðu, tyrknesku baði og gufubaði og hægt er að panta nudd og líkams- og snyrtimeðferðir. 
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á þvottaþjónustu. Kjörbúð og gjafavöruverslun er í hótelinu.

Bodrum Holiday Resort and Spa er á rólegum stað í fallegri hlíð með útsýni yfir Eyjahaf. Athugið að hótelið stendur í hæð og því mikið af tröppum þó að lyftur séu í öllum byggingum. Hér er hægt að endurnæra líkama og sál og engum þarf að leiðast þar sem nóg er af afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Aðeins tekur nokkrar mínútur að komast með leigubíl í lífið og fjörið í miðbæ Bodrum.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 40 km
 • Strönd: 50 m frá ströndinn í Bodrum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Aðgengi fyrir fatlaða: Hótelið er í hlíð og mikið af tröppum þó að lyftur séu í öllum byggingum
 • Nettenging: Í móttöku, á veitingastað og kaffihúsinu

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun