fbpx Caserio, Playa del Inglés | Vita

Caserio, Playa del Inglés

Vefsíða hótels

Stílhreint og nútímalegt hótel, allt gert upp árið 2016, á frábærum stað á Ensku ströndinni. Heilsulind og veitingastaður með heilu eða hálfu fæði. 5 mínútur á ströndina og verslanir og veitingastaðir allt um kring. Strætó stoppar við hótelið. 

Í hótelinu eru 170 bjartar vistarverur sem skiptast í eins og tveggja manna herbergi og junior svítur sem rúma fjóra. Innréttingar eru einstaklega stílhreinar, í hvítum og björtum litum. Flísar eru á gólfum. Loftkæling, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, lítill ísskápur og þráðlaus nettenging er alls staðar gegn gjaldi. Öryggishólf er gegn gjaldi og einnig áfylling á smábar. Á baðherbergi er sturta, hárþurrka og baðvörur. Svalir eru við öll herbergin.

Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal og þar er einnig ríkulegt úrval heitra og kaldra rétta af hlaðborði í hádegi og á kvöldin. Áherslur í matargerðinni eru mismunandi eftir kvöldum og hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum. Drykkja- og snarlsjálfsalar eru í hótelinu.

Sundlaugin er upphituð og góð sólbaðsaðstaða í kring, með sólbekkjum, balíbeddum og sólhlífum, allt jafn stílhreint og nútímalegt og annað á hótelinu. Sundlaugarbarinn er opinn frá morgni til kvölds og þar er boðið upp á svalandi drykki og snarl. Starfsfólk sér um afþreyingardagskrá alla daga og kvöld. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin. Af þakveröndinni er glæsilegt útsýni yfir Maspalomas-sandöldurnar og út á haf. Þar er nuddpottur, sólbaðsaðstaða og afmarkað nektarsvæði. 

Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu með nýjum tækjum, einnig gufubað og boðið er upp á slakandi nuddmeðferðir. 
Móttakan er opin allan sólarhringinn, þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta, bíla- og hjóla- og seglbrettaleiga. 

Hótelið er á besta stað á Ensku ströndinni. Aðeins fimm mínútna gangur á ströndina og enn styttra í Yumbo verslunarmiðstöðina. Veitingastaðir, verslanir og iðandi mannlíf í götunum í kring og strætó stoppar fyrir utan hótelið. Næg afþreying er í nágrenninu, vatnasport við ströndina og stutt í næsta golfvöll. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 29 km
 • Strönd: Við Ensku ströndina
 • Miðbær: Nálægt Yumbo verslunarmiðstöðinni
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi
 • Minibar: Áfylling gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun