fbpx Club Hotel Riu Funana | Vita

Club Hotel Riu Funana
5 stars

Vefsíða hótels

Hótelsamstæða á besta stað í Santa Maria. Veitingastaðir, heilsulind og afþreying fyrir bæði börn og fullorðna á hótelinu. Allt innifalið.
Miðbærinn er í léttu göngufæri.

Í samstæðunni eru 572 rúmgóð tveggja manna herbergi og svítur sem rúma þrjá til fjóra, í sex tveggja hæða byggingum. Innréttingar eru smekklegar, í ljósum litum á móti dökkum við. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun auk viftu í lofti, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, lítill ísskápur, aðstaða til að laga kaffi og te og öryggishólf. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Svalir eða verönd búin húsgögnum er við öll herbergi. Þráðlaus nettenging er ókeypis á sameiginlegum rýmum.

Allar innifaldar máltíðir eru af hlaðborði í aðalveitingasal og þar er hægt að fylgjast með kokkunum að störfum. Þrír aðrir veitingastaðir eru í hótelinu og þar þarf að panta borð. Mandalay býður upp á asíska rétti af hlaðborði, Mambala sérhæfir sig í grillréttum og á Kulinarium fást sælkeraréttir af matseðli. Við sundlaugina er einnig hægt að fá létta rétti yfir daginn og barirnir sem eru sex sjá til þess að engi þurfi að þjást að þorsta.

Hótelgarðurinn er gróinn og vel við haldið og þar eru tvær góðar sundlaugar, báðar með nuddi, auk sérlaugar fyrir börnin. Sólbekkir eru kringum laugarnar og baðhandklæði. Hægt er að synda beint á sundlaugarbarinn og þar fæst snarl og svalandi drykkir.
Hótelsvæðið er stórt og oft langur gangur á milli svæða. Ekki er lyfta á hótelinu. 

Starfsfólk sér um afþreyingu fyrir alla fjölskylduna frá morgni til kvölds og krakkaklúbbur er starfræktur við hótelið. Þeir eldri geta svo skellt sér á diskótekið Pacha á kvöldin.
Í heilsulindinni eru nuddpottar, gufubað, hvíldarhreiður og líkamsræktaraðstaða, auk þess sem ýmsar nudd- og líkamsmeðferðir eru í boði. Þá eru tennis- og strandblakvellir við hótelið.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.

Á Club Hotel Riu Funana er allt til að hægt sé að njóta frísins í ystu æsar, veitingastaðir, sundlaugar, heilsulind og afþreying auk þess sem stutt er í vatnasport af ýmsu tagi við ströndina sem er í 300 metra fjarlægð. Um 1,5 kílómetrar eru í miðbæ Santa Maria.

Ferðamannaskattur í Cabo Verde er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli. Skatturinn er 2 Evrur á mann á nótt og greiðist við innritun á hóteli. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Miðbær: Um 1,5 km frá miðbæ Santa Maria
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
 • Strönd: 300 m

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Ókeypis í sameiginlegum rýmum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: og upphitun

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun