fbpx Club Maspalomas, hugguleg smáhýsi í Maspalomas

Club Maspalomas

Vefsíða hótels

Club Maspalomas One er 116 junior svítu samstæða í rólegu hverfi sem heitir Campo International Maspalomas á Kanarí.

Húsin henta vel fyrir tvo til þrjá fullorðna en geta mest tekið tvo fullorðna með tvö börn. Í hverju húsi er eitt svefnherbergi með viftu, tveimur rúmum, öðru tvíbreiðu og hinu einföldu, svo og flísalagt baðherbergi með sturtu. Ungbarnarúm er hægt að fá án endurgjalds. Í eldhúsinu er keramikplata með tveimur hellum, ísskápur, örbylgjuofn, samlokugrill eða brauðrist, ketill og kaffivél. Stofan er vel búin með svefnsófa og gervihnattasjónvarpi.

Veröndin snýr út að rúmgóðum görðum og henni fylgja tveir sólstólar. Loftkælingu, upphitun og öryggishólf er hægt að fá gegn viðbótargjaldi.

Á svæðinu eru tvær sundlaugar fyrir fullorðna, önnur upphituð, og umhverfis þær er stór hellulagður pallur með ókeypis sólstólum og sólhlífum. Við sundlaugarnar er salerni sérhannað fyrir hjólastóla.

Veitingastaður með hlaðborði er á svæðinu og bar er við sundlaugarnar.

Móttakan er opin allan sólarhringinn er þar er hægt að kaupa gjaldeyri og komast frítt á netið. Hægt er að fá netaðgang í húsunum en hann þarf að borga aukalega. Lítil verslun er á staðnum, læknisþjónusta og nuddþjónusta. Hraðbanki er á staðnum.

Ókeypis strætóferðir eru milli kl. 9 og 17 alla daga til og frá hinni glæsilegu Yumbo-verslunarmiðstöð þar sem einnig er að finna veitingahús og bari við allra hæfi. Einnig eru ókeypis strætóferðir til og frá Maspalomas ströndinni og Playa del Inglés ströndinni.

Ýmiss konar afþreying er í boði Maspalomas. Ekki eru nema 300 metrar í keilusal og líkamsrækt, 500 m í stórmarkaðinn „Faro 2“ og um það bil 800 metrar á golfvöllinn. Um einn kílómetri er á Ensku ströndina þar sem kanaríska næturlífið er fjörugt. Einn og hálfur kílómetri er á ströndina.

Tveir tennisvellir eru á svæðinu, blakvöllur og lítill körfuboltavöllur. Einnig er þar svæði með borðtennisborðum, billjarðborðum og afþreyingu fyrir börn. Af öðru fyrir börn má nefna upphitaða sundlaug og leikvöll. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 32 km
 • Miðbær: 1 km frá Playa del Ingles
 • Strönd: 1,5 km

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Nettenging: Frí í gestamóttöku en gegn gjaldi í smáhýsum
 • Íbúðir: Smáhýsi, m/1 svefnherb. Smáhýsin eru á öll á einni hæð.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun