fbpx Corinthia Lisboa

Corinthia Lisboa
5 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á besta stað við eina af aðalgötum borgarinnar, rétt hjá Gulbenkian-listasafninu og dýragarðinum og í 10 mínútna göngufjarlægð frá aðalverslunarhverfinu. Neðanjarðarlestarstöð er rétt við hótelið.

Í hótelinu eru 518 fallegar vistarverur af ýmsum stærðum og gerðum, tveggja manna herbergi, þau minnstu 24 fermetrar, fjölskylduherbergi og svítur, sú stærsta 156 fermetrar. Innréttingar eru klassískar og elegant. Teppi eru á gólfum. Að sjálfsögðu eru öll nútímaþægindi til staðar, loftkæling, smábar, öryggishólf fyrir fartölvur, þráðlaus nettenging, háskerpusjónvarp með 75 rásum, tölvuleikjum og tónlist. Á baðherbergi er hárþurrka, baðsloppar og lúxusbaðvörur. Stórkostlegt útsýni er yfir borgina úr mörgum herbergjanna. Ýmis fríðindi fylgja dýrari herbergjunum.

Morgunverður er af hlaðborði og á vorin og sumrin er hægt að njóta hans úti á veröndinni. Á veitingastaðnum Tipico er hægt að fylgjast með matreiðslumönnunum að störfum. Í boði er úrval kaldra rétta af hlaðborði, girnilegir portúgalskir tapasréttir og salatbar. Alþjóðlegir og Miðjarðarhafsréttir eru á matseðli og vínseðillinn glæsilegur. Allt er þetta með áherslu á ferskt hráefni úr héraði. Setustofubarinn er með útsýni yfir gróinn hótelgarðinn og fyrir þá sem vilja slaka á og njóta andartaksins er verandarbarinn rétti staðurinn. Á barnum í móttökunni er boðið upp á sætabrauð fram eftir degi og kampavín og koníak fram á kvöld.

Heilsulindin er heilir 3.500 fermetrar og einstaklega glæsileg. Þar er upphituð sundlaug, hvíldarhreiður, gufuböð, þurrgufa, nuddpottar og heitir pottar. Boðið er upp á ótal gerðir líkamsmeðferða, vatns-, hita- og kælimeðferðir, nudd, einstaklings- og parameðferðir. Líkamsræktaraðstaðan er til fyrirmyndar, opin allan sólarhringinn og tækin eru af nýjustu gerð. 
Í móttökunni er boðið upp á bílaleigu, þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónustu, gjaldeyrisskipti, ferðaupplýsingar og aðstoð við miðakaup.

Corinthia Lisboa er mjög gott hótel á frábærum stað í Lissabon, stutt frá dýragarðinum og aðalverslunarhverfinu. 10 mínútna akstur er frá flugvellinum. Frá neðanjarðarlestarstöðinni, sem er rétt við hótelið, er korter í gamla bæjarhlutann og öll helstu söfn og kennileiti borgarinnar. 

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 8 km
  • Miðbær: Við eina af aðalgötum borgarinnar
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun