fbpx Creta Palm. Fjölskylduvænt íbúðahótel. Agia Marina og Stalos

Creta Palm, Stalos
3,5 stars

Vefsíða hótels

Fallegt fjölskylduvænt íbúðahótel með 130 íbúðum á mótum Agia Marina og Stalos. Umhverfis hótelið eru verslanir og veitingastaðir og stutt er á ströndina, fara þarf yfir götu.

Í öllum íbúðum er eldhúskrókur með ísskáp, gervihnattasjónvarp, þráðlaust internet, loftkæling, svalir og öryggishólf gegn gjaldi. Á baðherbergjum eru baðkar með sturtu og hárþurrka.
Greiða þarf fyrir afnot af interneti, €12 á viku, eða €5 á dag.

Tvær sundlaugar með svæðum fyrir börn. Fyrir börnin er einnig leiksvæði og leikherbergi.  Tveir sundlaugarbarir, tækjasalur, sauna og nuddpottur

Veitingastaður með vel útilátið hlaðborð kvölds og morgna, bar með snarl og létta rétti og bar við laugina. Einnig lítil verslun.
Hótelið er tæpa 4 km frá Platanias en á leiðinni eru veitingastaðir og alls kyns verslanir.

Fæði: Hálft fæði eða "allt innifalið"

Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 3 EUR á mann á nótt. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 24 km - 35-40 mín akstur
 • Miðbær: í Kato Stalos, 7km frá Chania
 • Strönd: 40 m
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun