Diamond of Bodrum

Vefsíða hótels

Fallegt fjögurra stjörnu hótel í miðbæ Bodrum. Frá hótelinu er einstakt útsýni yfir höfnina og fagurbláan flóann. Hótelið er einstaklega vel staðsett  og í göngufæri við verslanir, veitingastaði og þjónustu. Á hótelinu er allt innifalið, matur og innlendir drykkir. 

Í garðinum er fín sólbaðsaðstaða, stór og góð sundlaug, barnalaug, barnaleiksvæði,  handklæðaþjónusta og lítil verslun. Einnig innisundlaug, heitur pottur, tyrkneskt bað, gufubað og líkamsrækt. Þar er hægt að fá nudd og ýmsar meðferðir.

Á hótelinu er hægt að nálgast ýmis konar afþreyingu, til dæmis borðtennis, billjard, diskótek og leikjaherbergi. Gestir geta eftir óskum komist á köfunarnámskeið og stundað aðrar vatna íþróttir. Þá hafa gestir hafa aðgang að interneti gegn gjaldi.

Matur og innlendir drykkir eru innifaldir. Einnig eru fleiri veitingastaðir, t.d. sjávarréttastaður, sem gestir geta pantað borð á og þá gegn endurgjaldi. Greiða þarf fyrir drykkjarföng og annað, sem tekið er úr smábarnum.

Herbergi hótelsins eru hlýleg og björt. Inni á herbergjum er öryggishólf, sími, smábar, sjónvarp, hárþurrka og loftkæling auk þess sem að herbergin hafa frekar litlar svalir.

Diamond of Bodrum er gott hótel á góðum stað.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 35 km
 • Miðbær: 500 metrar
 • Strönd: Við strönd
 • Veitingastaðir: 300 m

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun