fbpx Dom Carlos Park,

Dom Carlos Park
3 stars

Vefsíða hótels

Mjög huggulegt hótel á besta stað í miðborg Lissabon. Gamli bærinn er í léttu göngufæri, almenningssamgöngur rétt við hótelið og verslanir og veitingastaðir allt um kring.

Í hótelinu eru 76 vistarverur sem skiptast í einstaklings, tveggja og þriggja manna herbergi og svítur. Innréttingar eru klassískar og stílhreinar, í dökkum og millibrúnum við og hlýjum litum. Teppi er á gólfum. Öll nútímaþægindi eru til staðar, eins og stillanleg loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, rafrænt öryggishólf og ókeypis þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og baðvörur. Superior og Deluxe herbergi eru stærri og þeim fylgja baðsloppar og önnur fríðindi.

Morgunverðarhlaðborð er í veitingastofunni alla daga með heitum og köldum réttum og þar er einnig notalegt að tylla sér yfir daginn, kíkja í blöðin, glugga í bók eða fá sér drykki og snarl undir ljúfri tónlist. 

 Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólkið leggur mikið upp úr persónulegri og góðri þjónustu, aðstoðar við bílaleigu, miðakaup, ferðaplön og fleira. Í móttökunni er töskugeymsla, þvottaþjónusta og hægt er að panta nudd upp á herbergin. Einkabílastæði eru í nánd við hótelið fyrir þá sem hyggjast leigja bíl. 

Dom Carlos Park var gert upp í ársbyrjun 2017 á klassískan og hlýlegan hátt. Staðsetningin er frábær, rétt við Marques de Pombal torgið og Liberdade breiðstrætið. Gamli miðbærinn er í léttu göngufæri og veitingastaðir, barir, leikhús og verslanir eru í næstu götum við hótelið. Almenningssamgöngur eru rétt við hótelið og því auðvelt að komast svo til hvert á land sem er.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 7 km
  • Miðbær: Í hjarta miðborgarinnar
  • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Lyfta
  • Nettenging
  • Veitingastaður: Morgunverðarhlaðborð í veitingasal

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun