Duja, Torba

Vefsíða hótels

Flott hótelsamstæða við ströndina í gróðursælum hlíðum Torba. Veitingastaðir, heilsulind og verslun í hótelinu. Um korter með almenningssamgöngum inn í miðbæ Bodrum á Tyrklandi.

Herbergin eru rúmgóð, innréttingar stílhreinar, ýmist í björtum litum og með flísar á gólfum eða í millibrúnum við með bláu áklæði og teppi á gólfum. Öll herbergin eru búin loftkælingu, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, öryggishólfi, aðstöðu til að laga te og kaffi, litlum ísskáp og þráðlausri nettengingu. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Alls staðar er verönd eða svalir búnar húsgögnum.

Heitt og kalt hlaðborð er í boði morgna, í hádegi og á kvöldin í aðalveitingasal. Þar að auki eru veitingastaðir á hótelinu sem bjóða ljúffenga tyrkneska, ítalska og sjávarrétti af matseðli. Nokkrir barir í samstæðunni sérhæfa sig í ýmsum tegundum drykkja, kokteilum, víni, þeytingum og kaffidrykkjum. 

Tvær sundlaugar eru í hótelgarðinum sem nær yfir stóra gróðursæla hæð. Við aðra er busllaug fyrir börn og við hina eru vatnsrennibrautir, ekki aðeins fyrir börnin. Sólbekkir og sólhlífar eru að sjálfsögðu kringum báðar laugarnar. Krakkaklúbbur er starfræktur og dagskráin stendur langt fram á kvöld. Einnig er næg afþreying fyrir fullorðna með íþróttum af öllu tagi í vatni og á þurru landi, tónlist, dans og vatnasport við ströndina.
Beint aðgengi er frá hótelinu að ströndinni þar sem sólbekkir eru á sjarmerandi trébryggju meðfram strandlengjunni. 

Í heilsulindinni er innisundlaug og þurr- og blautgufa, auk þess sem boðið er upp á alls kyns nudd og snyrti- og líkamsmeðferðir. Þar er einnig ágætis líkamsræktaraðstaða.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta, gjafavöruverslun og kjörbúð auk bílaleigu og farangursgeymslu. 

Duja er gullfalleg hótelsamstæða í gróðursælum hlíðum Torba. Stutt er í lífið og fjörið í Bodrum með almenningssamgöngum annars er allt til alls á hótelinu, veitingastaðir, barir, diskótek og góð heilsulind. Vert er að taka fram fyrir þá sem eiga erfitt um gang að hótelið er byggt utan í hlíð og því er þó nokkuð um tröppur innan og utan þess.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 25 km
 • Strönd: Beint aðgengi frá hóteli að strönd
 • Miðbær: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Ísskápur: Lítill ísskápur

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun