fbpx Dunas de Sal | Vita

Dunas de Sal
4 stars

Vefsíða hótels

Nútímalegt og þægilegt hótel á frábærum stað 300 metra frá ströndinni í Santa Maria. Veitingastaður og heilsulind í hótelinu. Veitingastaðir og verslanir spölkorn frá hótelinu og 10 mínútna gangur er í miðbæinn. 

Í hótelinu eru 68 herbergi og svítur sem rúma frá tveimur og upp í fjóra einstaklinga. Innréttingar eru einstaklega stílhreinar, í dökkum við með hvítum og ljósum litum. Flísar eru á gólfum. Allar vistarverur eru búnar stillanlegri loftkælingu, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, aðstöðu til að laga te og kaffi og ókeypis þráðlausri nettengingu. Fyllt er á smábar gegn gjaldi og hægt er að leigja öryggishólf. Alls staðar er verönd eða svalir búnar húsgögnum.

Morgunverður er af hlaðborði á veitingastaðnum Sal & Pepper. Í hádeginu og á kvöldin er boðið upp á alþjóðlega rétti í bland við dæmigerða rétti heimamanna, bæði af hlaðborði og matseðli auk snarls og léttra rétta yfir daginn.

Hótelgarðurinn er fallegur með góðri sundlaug og sólbekkjum og sólhlífum í kring. Þar er einnig skemmtilegur bar með úrvali svalandi drykkja og snarls. Starfsfólk sér jógakennslu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna undir beru lofti og nokkur kvöld vikunnar er lifandi tónlist og skemmtiatriði.

Í heilsulindinni bjóðast nudd- og líkamsmeðferðir af ýmsu tagi, svo sem steinanudd, ilmolíumeðferðir og fleira. Þar er einnig lítil líkamsræktaraðstaða. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvottaþjónusta, bíla- og hjólaleiga og farangursgeymsla. Starfsfólk aðstoðar við að skipuleggja skoðunarferðir.
Dunas de Sal er fallegt nýuppgert hótel á frábærum stað, rétt við ströndina í Santa Maria. Veitingastaðir og litlar verslanir eru spölkorn frá hótelinu og aðeins um tíu mínútna gangur að miðbænum sem gaman er að skoða. Köfun og vatnasport eru í boði við ströndina og það getur verið gaman að skoða sig um á hjóli.

Ferðamannaskattur í Cabo Verde er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli. Skatturinn er 2 Evrur á mann á nótt og greiðist við innritun á hóteli.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Miðbær: Við Santa Maria miðbæinn
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi

Vistarverur

 • Sjónvarp

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun