Eken, Bodrum

Vefsíða hótels

Einfalt og snyrtilegt þriggja stjörnu hótel, skammt frá ströndinni í Gumbet. Næsta nágrenni hótelsins er iðandi af lífi, verslanir, markaðir og veitingahús eru á hverju strái.
Herbergi eru ágætlega rúmgóð og snyrtileg, öll loftkæld með öryggishólfi, síma og mjög litlum svölum. Í garðinum er sundlaug, lítil barnalaug, sólbekkir, sundlaugarbar og lítil verslun. Á þaki hótelsins er stór útibar með verönd og fallegu útsýni. Einnig aðgangur að biljard og borðtennis.

Á hótelinu er allt innifalið, þ.e. fullt fæði og allir innlendir drykkir, bæði áfengir og óáfengir. 

Gengið er upp stutta brekku frá hótelinu upp í bæ, en einnig liggur göngustígur niður á strönd og þaðan beint í bæinn. Eken er vel staðsett í Gumbet og er á mjög hagstæðu verði.

Stutt er að fara til Bodrum, þar sem reglulega eru settir upp markaðir og hægt að gera góð kaup.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 38 km
 • Miðbær: 500 m
 • Strönd: 200 m
 • Veitingastaðir: 500 m

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Í gestamóttöku gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun