fbpx Empire Palace, Róm | Vita

Empire Palace, Róm
4 stars

Vefsíða hótels

Klassísk fágun einkennir þetta skemmtilega hótel. Byggingin sem er frá því um 1870 var eitt sinn í eigu Mocenigo, aðalborinnar fjölskyldu sem lét reisa hana fyrir eigin not. Hótelið er á góðum stað í rólegu hverfi í þessari sögufrægu borg. Aðeins um 2 km eru í Pantheon hofið og 3 km í Colosseum. Neðanjarðarlestarstöðin er einungis í um 500m fjarlægð frá hótelinu og þaðan er auðvelt að komast hvert sem er í borginni.

Á hótelinu eru 110 glæsileg herbergi og svítur af ýmsum stærðum. Herbergin eru rúmgóð og björt en þau eru innréttuð á hefðbundinn hátt með húsgögnum úr ljósum kirsuberjavið og teppum á gólfi. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt Internet, sjónvarp með gervihnattarásum, míníbar og öryggishólf. Í svítum eru að auki svefnsófar. Baðherbergin eru marmaralögð í hólf og gólf en í þeim er sturta, hárblásari og allar helstu snyrtivörur.

Veitingastaðurinn L‘Aureliano, er á neðstu hæð hótelsins. Þar er borinn fram morgunverður sem gestir geta notið af hlaðborði. Í hádeginu og á kvöldin er andrúmsloftið þarna fágað og dásamlegt að njóta bragðgóðra Miðjarðarhafsrétta eða alþjóðlegri rétta úr úrvalshráefni. Einnig er hægt að borða bragðgóða máltíð utandyra í Corte de Stelle eða „bakgarði stjarnanna“ eða slaka á og fá sér ljúffengan kokteil á píanóbar hótelsins.

Þrátt fyrir klassískt yfirbragð hótelsins eru herbergin búin öllum nútímaþægindum og veitir sú blanda gestum því brot af því besta þegar kemur að ferðalaginu til Rómar. Góð og vel búin líkamsræktaraðstaða er á hótelinu þar sem hægt er að taka góða æfingu í fríinu. Staðsetningin er frábær en það tekur einungis um 15 mínútur tekur að ganga að spænsku þrepunum, Trevi gosbrunninum og fleiri vinsælum áfangastöðum í Róm. Empire Palace er því góður kostur þegar kemur að því að velja hótel í borginni.

Fjarlægðir

 • Miðbær: 2 km frá Panhteon og 3km frá Colosseum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
 • Flugvöllur: 32 km

Aðstaða

 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Herbergi

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun