Ersan Resort and SPA, Bodrum

Vefsíða hótels

Gott fjögurra stjörnu "allt innifalið" hótel með glæsilegum hótelgarði. Hótelið stendur við einkaströnd í 6 km fjarlægð frá miðbæ Bodrum.

Sundlaugagarðurinn er heimur út af fyrir sig, með leiktækjum, vatnsrennibrautum og fjölbreyttri skemmtidagskrá á kvöldin frá júní fram í ágúst. Við einkaströnd hótelsins eru sólbekkir og auðvelt að komast í ýmis konar vatnasport. Á hótelinu er handklæðaþjónusta, einnig kaffihús, smáverslanir og margir barir, bæði inni og úti.

Hægt er að velja á milli fimm veitingastaða og þar af eru fjórir sérrétta veitingastaðir, ítalskur, mexíkanskur, tyrkneskur og sjávarrétta. Á þeim stöðum þarf að greiða aukalega fyrir drykki. Aðalveitingastaður hótelsins er með hlaðborði þar sem matur og allir innlendir drykkir eru innifaldir. Minibar er á herbergjum með drykkjum án endurgjalds.
Á Ersan er glæsileg heilsulind og líkamsrækt. Greiða þarf fyrir aðgang og einnig fyrir allar meðferðir eins og t.d. nudd.

Boðið er upp á ýmsar tegundir herbergja:

Herbergi í aðalbyggingu með "frönskum svölum", (20 fermetrar).
Herbergi með sjávarsýn í aðalbyggingu með "frönskum svölum", (20 fermetrar).
"Franskar svalir" eru þannig að hægt er að opna út og er lítið grindverk fyrir, en hvorki er hægt að ganga út, né sitja á svölunum. 
Herbergi í smáhýsi með svölum eða verönd, (33 fermetrar). Fjölskylduherbergi í smáhýsi með svölum eða verönd. Þar eru tvö aðskilin svefnherbergi.

Ersan er fyrirtakshótel með flottri aðstöðu.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 40 km
 • Miðbær: 6 km
 • Strönd: Við strönd
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun