fbpx Galetamar, Calpe | Vita

Galetamar, Calpe
3 stars

Vefsíða hótels

Galetamar AR hótela er fjölskylduvænt hótel á góðum stað við La Calalga-vík - stutt á ströndina. Fallegt útsýni yfir hafið. Hótelið er notalegt og vinalegt í rólegu umhverfi. 

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Galetamar í eigu AR hótela

Það samanstendur af 61 tveggja manna herbergjum og 52 stærri herbergjum fyrir 4 með setustofu, svefnsófa og svölum. Á öllum herbergjum er þráðlaust internet, gervihnattasjónvarp, loftkæling, öryggishólf og hárþurrka. Frá svölum er sjávarsýn.

Garðurinn er ágætlega stór og þar er sundlaug og barnalaug. Þær eru upphitaðar þegar þess er þörf. Aðstaðan í kringum laugina er líka fín, með sólbekkjum og sólhlífum. 

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, annar með hlaðborð, og kaffihús þar sem hægt er að fá snarl og létta rétti. Auk þess er bar í anddyrinu.

Gestir þurfa að greiða tryggingu, 100 evrur, sem eru endurgreiddar við brottför komi ekkert upp á.

Þetta er góður staður í þægilegu umhverfi með fallegu útsýni. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 80 km
 • Strönd: 500 m
 • Miðbær: 2,5 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun