fbpx Garni Arnica Hotel Madonna

Garni Arnica
3 stars

Vefsíða hótels

Hotel Garni Arnica er notalegt, gott og vel viðhaldið þriggja stjörnu hótel á besta stað við torgið Piazza Brenta Alta í miðbæ Madonna. 60 metrar eru í skíðakláfinn 5 Laghi. Hótelið er fjölskyldurekið þar sem er andrúmsloft er þægilegt og gestrisni einstök.

Á hótelinu er aðgangur að þráðlausu interneti, setustofa, sjónvarpsherbergi, morgunverðarsalur, bar og Arnica Café Aprés Ski Bar, sem er veitingastaður, kaffihús og bar. Í skíðageymslu eru klossahitarar.  

Tveggja manna herbergi eru rúmgóð og flest með svölum. Herbergin eru með hárþurrku, síma, sjónvarpi og öryggishólfi. Eins manns herbergi eru mjög lítil og alltaf án svala. Herbergi eru látlaus en snyrtileg og búin ágætum húsgögnum.

Á hótelinu er heilsulind, með nuddpotti, sánu og gufubaði, þar sem tilvalið er að slaka á í lok dagsins. Hægt er að leiga baðslopp.
Athugið að börn og unglingar innan 15 ára fá ekki aðgang að heilsulindinni (heldur ekki með fullorðnum). 

Morgunmatur er innifalinn í verði.

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 150 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Skíðalyfta: 60 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Bar
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
 • Herbergi: Tveggja manna herbergi. Hluti herbergja með svölum. Einbýli eru svalalaus

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun