Garni Giardin

Vefsíða hótels

Hótel Garni Giardin er fallegt þriggja stjörnu superior hótel sem er staðsett ofarlega í Selva. Það er vel staðsett við eina vinsælustu skíðabrekkuna sem liggur frá stærsta skíðasvæðinu niður í miðbæ. Aðeins 50 metrar eru frá hótelinu að næstu skíðalyftu og þú getur rennt þér heim að dyrum. Góð skíðageymsla er fyrir hótelgesti. Fimm mínútna gangur er í miðbæinn, þannig að staðsetningin gerist vart betri.

Á Garni Giardin er gestamóttaka, morgunverðarsalur og bar. Aðgangur að interneti er gjaldfrjáls.

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að hótelið sé með nettengingu, getur sambandið verið slitrótt og óöruggt.
Þeim sem verða að komast á netið, t.d. vegna vinnu er ráðlagt að taka með sér G-4 tengi.
Þetta á við öll hótelin í bænum.

Frír aðgangur er að heilsulindinni þar sem meðal annars er hægt að nota tækjasal, fara í sauna og drekka jurtate. Greiða þarf fyrir nuddpottinn sem kostar 12 Evrur, 20 mínútur. Einnig er hægt að panta einka sauna sem kostar 15 Evrur, 45 mínútur. 

VITA er með samning um Superior herbergi. Tvíbýli – Superior eru 23 m2  fallega innréttuð og vel búin með síma, 26“sjónvarpi, útvarpi, smábar, nettengingu, hárþurrku, snyrtispegli, sloppum og inniskóm. Á herbergjunum eru svalir. 

Garni Giardin er með morgunverði.

Ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel í ferðalok. Skatturinn er 2 Evrur á mann á nótt veturinn 2017 - 2018 á Garni Giardin. 
Gildir aðeins fyrir 15 ára og eldri. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 192 km
 • Skíðalyfta: 50 m
 • Miðbær: í göngufæri - 5 mín
 • Veitingastaðir: Í nágrenninu

Aðstaða

 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
 • Herbergi: VITA er með samning um Superior herbergi sem eru 23 m2, fallega innréttuð og vel búin

Vistarverur

 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun