fbpx Giulietta e Romeo

Giulietta e Romeo
3 stars

Vefsíða hótels

Mjög þægilegt og fínt hótel á frábærum stað í hjarta gamla bæjarins. Spölkorn frá Arena-hringleikahúsinu og Via Mazzini verslunargötunni. Öll helstu kennileiti í léttu göngufæri og skemmtileg veitingahús og verslanir í götunum í kring.  

Í hótelinu eru 38 stílhreinar og nútímalega innréttaðar vistarverur, allt frá einstaklingsherbergjum upp í þriggja manna herbergja, auk þess sem er hægt að fá samliggjandi herbergi sem opna má á milli fyrir fjóra. Einnig tilheyra hótelinu tvær íbúðir, önnur nefnd Romeo og hin Giulietta, auk svítu, sem allar rúma fjóra, í annarri byggingu rétt við hótelið. Innréttingar eru nútímalegar, en eilítið klassískari í Superior-herbergjum og svítum. Alls staðar er stillanleg upphitun, loftkæling yfir sumartímann, sími, smábar, sem fyllt er á gegn gjaldi, öryggishólf, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og ókeypis þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er sturta eða baðker, hárþurrka og baðvörur.
Ríkulegt kalt morgunverðarhlaðborð er borið fram í veitingasal, brauðmeti er heimabakað og hægt er að sérpanta fyrirfram glútenlausa rétti. Ekki gleyma að fá ykkur sérlagaðan ljúffengan cappuccino í morgunsárið sem gestir láta einstaklega vel af. Í hótelinu er einnig drykkja- og snarlbar og herbergisþjónusta er allan sólarhringinn. 

Þeir sem hafa vilja halda vöðvamassanum við í fríinu þurfa ekki að örvænta því að líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, opin frá klukkan 7.30 til 11.30, með nýlegum Technogym-tækjum. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla, þvotta-, þurrhreinsi og strauþjónusta. 

Giulietta e Romeo gæti varla verið betur staðsett í hjarta gamla bæjarins í Veróna. Flotta verslunargatan Via Mazzini er í mínútufjarlægð og Arena-hringleikahúsið, húsið þar sem Júlía stóð á svölunum og mændi ástaraugum á sinn Rómeó og önnur kennileiti eru öll í léttu göngufæri. Þess má geta að bílageymsla er undir hótelinu fyrir þá sem hafa hug á að leigja bíl.

Vinsamlega athugið, gatan að hóteli er of þröng fyrir hópferðabíla. Þeir þurfa að stoppa rétt hjá hótelinu, í um 3-7 min göngufjarlægð. 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 13 km
  • Miðbær: Í hjarta gamla bæjarins
  • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun