fbpx Golden Sand íbúðahótelið. Falleg strönd. Nálægt Chania borg

Golden Sand, milli Chania og Platanias.

Vefsíða hótels

Golden Sand - íbúðahótelið er í göngufæri við fallega strönd og aðeins 4 kílómetra frá Chania borg.  Við hótelið er mjög góður garður með sundlaug, barnalaug og snakkbar. Þægilegt fyrir barnafjölskyldur og það er verslun við hliðina á hótelinu. 

Hægt er að velja um stúdíóíbúðir fyrir tvo fullorðna og eitt barn eða íbúðir með einu svefnherbergi og stofu sem taka tvo fullorðna og tvö börn. Í öllum íbúðum er eldunaraðstaða, ísskápur og kaffivél, sérbaðherbergi með sturtu og hárþurrku, sjónvarp, loftkæling sem kostar €5 á dag og öryggishólf sem kostar €5 á viku. Greiða þarf fyrir loftkælingu á staðnum.
Svalir eru á öllum íbúðum. 

Á Golden Sand-veitingahúsinu er útsýni yfir fallegan sundlaugargarð og þar er boðið upp á morgun-, hádegis- og kvöldverð, bæði þjóðlega, gríska rétti og kunnuglegan, alþjóðlegan mat eins og pitsur, hamborgara, spaghetti og eggjakökur.  Á sundlaugarbarnum má fá smárétti, kaffi, ís, kokkteila og aðra drykki. Hægt er að bóka hótel án fæðis eða með morgunverði.

Frá hótelinu eru aðeins 200 metrar niður á Chrissi Akti eða Gullnu ströndina sem árum saman hefur fengið viðurkenningu fyrir hreinleika, skipulag og aðstöðu og er vinsæl meðal innfæddra borgarbúa. Þar er að finna smáréttabari, sólhlífar og sólbekki og sjórinn er nógu grunnur til að ströndin sé örugg börnum.

Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 1,5 EUR á mann á nótt. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 20 mín akstur
 • Miðbær: Chania 4km
 • Strönd: 200 m
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnasundlaug

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Loftkæling: Gegn gjaldi
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun