fbpx Gran Canaria Princess, Playa del Inglés | Vita

Gran Canaria Princess, Playa del Inglés
4 stars

Vefsíða hótels

Gott fjögurra stjörnu hótel staðsett á góðum stað á Ensku ströndinni, þar sem finna má veitingastaði og iðandi mannlíf hvert sem litið er.  Ströndin er aðeins í 10 mínútna göngufjarlægð. Hótelið er eingöngu ætlað 16 ára og eldri. 

Á hótelinu er mjög góð aðstaða og má þar nefna tvær sundlaugar með góðri sólbaðsaðstöðu allt um kring, en fallegur og gróðursæll garður umlykur sundlaugargarðinn. Þrír barir eru á hótelinu, ýmist úti eða inni. Hálft fæði, allt innifalið og allt innifalið plús (meira úrval áfengra drykkja) er í boði á hótelinu. Maturinn er reiddur fram af hlaðborði þar sem hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum.  Á daginn er einnig annar valkostur fyrir hótelgesti, veitingastaðurinn Bohío sem býður upp á létta rétti eins og hamborgara, pylsur, samlokur, pizzur o.fl., ásamt réttum af matseðli (a la carte). Hann er eingöngu opinn á daginn og val um að sitja ýmist úti eða inni. 

Skemmtidagskrá er í boði á hótelinu og mikið úrval afþreyingu eins og  billiard og borðtennis svo eitthvað sé nefnt.  Hárgreiðslustofa og snyrtistofa eru einnig á svæðinu, ásamt  líkamsræktaraðstöðu, tyrknesku baði, sauna, nuddpottum og svæði þar sem áhersla er lögð á slökun, kyrrð og ró.  Móttakan er opin allan sólarhringinn, þráðlaust internet á að vera á öllum svæðum hótelsins og herbergjaþjónusta er í boði fyrir þá sem vilja. 

Herbergin eru fallega innréttuð, þau eru öll með sjónvarpi, síma, öryggishólfi, te- eða kaffivél, loftkælingu. Svalir eru með borði og stólum. Baðherbergin eru ýmist með sturtu eða baðkari, hárþurrku og helstu baðvörum.  

Góður kostur fyrir þá sem vilja dvelja á Ensku ströndinni þar sem stutt er til allra átta. Frábær aðstaða til að njóta. 

 

Fjarlægðir

 • Veitingastaðir: í næsta nágrenni
 • Miðbær: Í 10 mínútna göngufjarlægð
 • Strönd: 1 km.
 • Flugvöllur: 30 km.

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: og hitun
 • Kaffivél: eða te

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun